Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 24
STJORNUN
stefnuyfirlýsingum sem eru í raun ættaðar
frá síðustu öld en halda samt gildi sínu og
Eiríkur getur vitnað orðrétt í þær:
„Markmið kaupfélagsins er að efla hag
félagsmanna sinna með því að hafa með
höndum rekstur í verslun, landbúnaði og
sjávarútvegi, annað hvort eitt eða í sam-
vinnu við aðra. Það er líka talað um að
vinna að framgangi lands og þjóðar með
því að efla byggðafestu á félags-
svæðinu. Þetta eru hlutverk félags-
ins í dag eins og áður.“
HVERNIG Á AÐ BREYTA
KAUPFÉLAGI?
Það hefur verið rætt opinberlega
um þörf kaupfélaganna til að breyt-
ast Segja má að KEA hafi þegar
stigið fyrsta skrefið í átt til slíkra
breytinga með því að sameina allan
sjávarútvegsrekstur félagsins í eitt
fyrirtæki, Snæfell, sem er hlutafélag
en jafiiframt hluti af samsteypu KEA
og 99% í eigu þess. Er þetta leiðin til
að breyta kaupfélögum?
„Það er ekki markmið KEA að eiga
svo stóran hlut í Snæfelli. Eg vil taka það
fram áður en lengra er haldið að það eru
félagsmenn í KEA sem hafa síðasta orðið
um allar breytingar. Eg lít hinsvegar á það
sem mitt hlutverk að leiða umræður um
málið og benda á ýmsa möguleika í stöð-
unni. Þetta getur skipt miklu máli fyrir af-
komu kaupfélagsins á komandi árum.
Gallinn við samvinnufélagsformið er sá
að það er bæði seinlegt og erfitt að stækka
eininguna með samruna við önnur félög.
Þegar tvö hlutafélög sameinast er hægt að
borga eigendur annars út með hlutabréfum
í nýju og stærra fyrirtæki og þessa leið hafa
menn oft farið, í sjávarútvegi t.d. Ef sam-
vinnufélag vill sameinast hlutafélagi verður
það að borga með peningum og til að
lengri tíma litið höfum við ekki efni á því.
Tökum Samheija sem dæmi. Þeir hafa
sameinast félögum eins og t.d. Hrönn á
ísafirði, Fiskimjöl og lýsi í Grindavík og
Friðþjófi á Eskifirði. Þeir hafa þannig
stækkað Samherja án þess að skuldsetja
sig.
Vilji KEA nota þessa leið og sameinast
fyrirtæki og borga með B-deildar hluta-
bréfum er vandinn sá að slík bréf eru ekki
söluvara öfugt við t.d. hlutabréf í Samherja
sem er hægt að selja samstundis.
Þetta er vandi kaupfélaganna. Ef við
skilgreinum kaupfélögin sem byggðafestu-
félög og myndum kljúfa alla starfsemi
KEA í nokkur hlutafélög. Væri KEA eins
og eignarhaldsfélag eða hlutabréfasjóður
og starf kaupfélagsstjóra líkt starfi
« M »« WW ‘S J#r KEA «
vcgi okk&f-
þess sem rekur lífeyrissjóð
eða fjárfestingafélag. Mitt starf væri þá að
kaupa og selja hlutabréf og ávaxta sjóði
kaupfélagsins. Það íjármagn sem óhjá-
kvæmilega losnar gætum við notað til þess
að efla atvinnulíf á svæðinu og til þess að
laða að nýja fjárfesta."
SAMBANDIÐ VARÐ OFSEINT
En eru einhveijar fyrirmyndir í ís-
lensku atvinnulífi eða i nágrannalöndun-
um sem hægt er að sfyðjast við þegar á að
breyta kaupfélagi?
„Eina fyrirmyndin sem við í raun höfum
úr íslensku atvinnulífi er þegar Samband-
inu var á sínum tíma skipt upp í nokkrar
einingar. Það var hinsvegar gert of seint.
Þessi hugmynd sem ég lýsti hefur ákveð-
inn samhljóm við það en getur áreiðanlega
gengið.“
Hvernig viðtökur fá þessar hugmyndir
meðal félagsmanna?
„Það hefur starfað nefnd síðan á aðal-
fundi í fyrra sem mun kynna félagsmönn-
um í nálægð á deildarfundum í haust kosti
og galla. Ég held að hinn almenni félags-
maður skilji að félagið þarf að geta viðhald-
ið sjálfu sér og helst stækkað og ég tel að
menn séu tilbúnir til að gera það sem
þarf.“
Er það tæknilega flókið að breyta stóru
samvinnufélagi í hlutafélag?
„Það er flókið og hefur ekki verið gert
beinlínis svo ég viti. Hjá KEA er svokölluð
B-deild sem er vísir að hlutabréfasjóði
og það gerir málið enn flóknara en ella.
Það er í gangi meðal samvinnumanna
vinna til þess að fá löggjafarvaldið til
að breyta lögum um samvinnufélög
með það fyrir augum að rýmka heim-
ildir til breytinga.
Einfaldasta leiðin er að stofna
KEA hf. Aðaleigandi er KEA. Sam-
vinnufélaginu er slitið og það lagt
niður og við það eignast félagsmenn
í KEA hlutabréf félagsins í KEA hf. í
dag er það nákvæmlega skilgreint
hve mikið hver félagsmaður á. í fé-
lögum með eina deild, A-deild, fer
eignarhluti eftir viðskiptum. Á
þessi tengsl var klippt þegar B-
deildin var stofnuð. Þess vegna
geta menn staðið frammi fyrir þvi að
eiga ekkert í stofnsjóði þótt þeir hafi mikil
viðskipti við kaupfélagið. í dag eru 8.000
félagsmenn í KEA sem eiga hlut í stofn-
sjóði. Lykilatriði í samvinnufélaginu er að
allir hafa eitt atkvæði sem eiga fé í stofn-
ÍSLAND í DAG HREYFIST HRAÐAR EN KAUPFÉLAGIÐ
Rekstur kaupfélagsins getur veriö betri en þessar breytingar sem viö teljum mögulegt aö gera eru samt ekki björgunaraögeröir til
að breiða yfir tap eða neitt þess háttar. ísland í dag og íslenskt atvinnulíf hreyfist miklu hraöar en Kaupfélag Eyfirðinga gerir og við
viljum ná jafnvægi á ný.
24