Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 20
fyrir hreinskiptni í samskiptum og það hve
óragur hann sé að halda skoðunum sínum
íram. Helstu, og jafnframt elstu, samstarfs-
menn Gunnars og hugmyndasmiðir í GSP
almannatengslum eru tveir. Annar er Þor-
valdur Sverrisson en íyrir þá sem hafa
áhuga á ættfræði er hann sonur Guðrúnar
Helgadóttur rithöfundar og Sverris
Hólmarssonar. Hinn er Anton Helgi Jóns-
son, ljóðskáld og hugsuður, en fyrir ætt-
fróða þá er hann hálfbróðir Finnboga Jóns-
sonar, forstjóra Síldarvinnslunnar.
Ekki má gleyma Einari Karli Haralds-
syni sem er mikill samstarfsmaður hans
og vinur þótt hann reki sitt eigið fyrirtæki,
Innform. Hann og Gunnar hafa unnið sam-
an síðan á Þjóðviljanum í gamla daga.
MJÓLKOG PÓLITÍK
Það er sagt að Gunnar sé vandfysinn á
verkefni og taki ekki allt sem býðst. Hann
vill helst vinna að almannatengslum fyrir
fyrirtæki sem skilgreina almannatengsl
sem forgangsverkefni sem tryggir það að
hann vinni náið með þeim sem ráða. Hann
tekur síður að sér verkefni sem fela í sér
ráðagerðir með undirtyllum sem síðan
aldrei ná að verða að veruleika. Hann vill
hvísla í eyra þeirra sem eiga síðasta orðið.
Orðsporið sem fer af Gunnari sem ráð-
gjafa og „gúrú“ í auglýsingamennsku hef-
ur orðið tíl þess að til GSP leita mjög mörg
fyrirtæki sem eru í flókinni stöðu gagn-
vart almenningi og er annt um ímynd sína.
Stundum er ráðgjafastarfið þess eðlis að
almenningur sér það alls ekki heldur sér
aðeins það sem hann á að sjá og þá vinnur
Gunnar Steinn ráðgjafarstörf „baksviðs“
eins og kostur er. Að undanförnu hefur þó
fjölgað ört þeim viðskiptavinum sem telj-
ast tíl venjulegra, en vandfysinna, auglýs-
ingastofukúnna. Meðal fastra viðskipta-
vina GSP-almannatengsla má nefna Ræsi,
Samvinnuferðir-Landsýn, Mjólkursamsöl-
una, Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins,
Kaupþing, SPRON, Landsamband ís-
lenskra útvegsmanna og Islenska erfða-
greiningu. Að auki tengist GSP alls kyns
skammtímaverkefnum. Ur pólitíkinni má
nefna R-listann síðastliðið vor og nú síðast
hefur frést að Gunnar Steinn hyggist að-
stoða nafna sinn og nágranna í Kópavogi,
Gunnar I. Birgisson, í prófkjörsslag sjálf-
stæðismanna í Reykjaneskjördæmi og
hjálpa Siglfirðingum að fá jarðgöng heim í
hérað.
KONAN OG BÖRNIN
Gunnar er kvæntur Lilju Magnúsdóttur
ÁRANGURINN
Þannig má segja að Gunnar Steinn hafi
hin síðari ár talsvert fengist við að selja
landsmönnum hugmyndir frekar en vöru-
tegundir og varla þarf að rekja árangur-
inn. Ólafur Ragnar er vinsæll forseti, R-
listinn gjörsigraði í Reykjavík og mörgum
er farið að þykja vænt um útvegsmenn.
Að sjálfsögðu drekka allir mjólk.
húsmóður sem er f. 1. apríl 1956. Lilja er
dóttír Bergþóru Þorbergsdóttur og Magn-
úsar Helga Kristjánssonar skrifstofu-
manns en Magnús er ættaður frá Isafirði
og úr Bolungarvík. Systir Magnúsar,
Halla, sem nú er látín, var gift Jónatan Ein-
arssyni í Bolungarvík. Gunnar og Iilja búa
við Reynigrund í Kópavogi ásamt þremur
sonum sínum. Þeir eru: Gylfi Steinn, f.
1974, Magnús Páll, f. 1980 og Bergur Dan,
f. 1986. Þau eiga jafnframt nokkra hesta og
íslenskan hund og á sumrin stunda þau út-
reiðar og letilíf í litlum sumarbústað í
Krísuvík þar sem hestamenn úr Hafnar-
firði og víðar hafa aðstöðu fyrir hesta sína.
Krísuvik er í örskotsfæri frá borginni og á
góðviðrisdögum heldur íjölskyldan gjarn-
an tíl í bústaðnum en skýst tíl vinnu eftír
því sem á þarf að halda.
EMBÆTTI0G ÝMIS STÖRF
Gunnar hefur um langt skeið starfað að
félagsmálum í hestamannafélaginu Sörla,
einkum sem formaður Krísuvíkurnefndar
félagsins, auk þess sem hann er gjarnan
fenginn til að stýra fundum og mannfagn-
aði þegar hestamenn gera sér glaðan dag.
Gunnar hefur reyndar alltaf verið virkur í
félagsmálastarfi. Hann var forseti mál-
fundafélagsins Framtíðarinnar í Mennta-
skólanum í Reykjavík og strax á skólaár-
um tók hann öflugan þátt í félagsmálastörf-
um hjá ungmennafélaginu Breiðabliki í
Kópavogi. Hann sat m.a. í aðalstjórn félags-
ins um átta ára skeið þegar hin glæsilega
aðstaða félagsins í Smáranum í Kópavogi
var byggð upp, var einn af forsprökkunum
að stofnun samtakanna Líf í Fossvogsdal
ÍMYNDIN
Hann vill sýnast lítillátur en barnsleg
gleöi hans yfir unnum afrekum og
velgengni þeirri sem hann nýtur kemur í
veg fyrir aö þaö takist. Hann er glaölegur
í fasi en á bak við gleraugun leynist
harður markaðsrefur.
sem börðust gegn lagningu hraðbrautar
um dalinn og var sömuleiðis virkur við
stjórnun Sambands íslenskra auglýsinga-
stofa á meðan hann var félagsmaður þar.
Þá var hann og um skeið formaður Evr-
ópudeildar alþjóðlegu auglýsingasamtak-
anna 3AI, sem nú heita Worldwide
Partners, og í kjölfar þess varð hann annar
Evrópubúinn í yfir 60 ára sögu samtakanna
sem kosinn var alþjóðlegur formaður
þeirra fyrir nokkrum árum. Gunnar Steinn
hefur nú tekið við af Hvíta húsinu sem full-
trúi Islands I þeim samtökum og þykir það
staðfesta það að hann hafi á nýjan leik sett
stefnuna af fullum krafti á auglýsingastofu-
rekstur.
HESTAR 0G FÓTBOLTI
Ásamt hestamennskunni er það þó ör-
ugglega fótboltínn sem tekur mest af frí-
tíma Gunnars Steins. Hann hefur lengi haft
áhuga á íþróttum og tekið virkan þátt í
starfsemi Breiðabliks í Kópavogi með því
að sitja í ráðum og nefndum fyrir félagið og
síðast en ekki síst með því að mæta alltaf á
völlinn og hvetja sína menn. Hans menn
eru að hluta tíl synir hans sem hafa æft og
keppt í fótbolta með Breiðabliki en það er
ekki síður hugsjón Gunnars að hans gamla
félagi gangi vel. Gunnar tók þátt í að stofna
knattspyrnufélagið Augnablik sem er
nokkurs konar „old boys“ innan Breiða-
bliks og átti margan stórleikinn þar. Gunn-
ar rifjar reyndar gjarnan upp þá sögu að
einungis einu sinni hafi verið skrifað í dag-
blað um frammistöðu hans í knattspyrnu-
leik og þá hafi það verið nefnt sérstaklega
að hann hafi verið „eins og klettur í fram-
línunni" en það er nokkuð sem framherjar
vilja helst ekki fá á sig!
Segja má að tómstundaiðkan Gunnars
sé nokkuð fjölþætt. Hann hefúr nokkuð
mörg áhugamál og reynir að sinna þeim
eftir megni. Þrennt tekur mestan tíma
hans. Eitt er fótbolti, annað hestamennska
og þriðja bridge. Hestamennskuna stund-
ar Gunnar með því að eiga hross og vera
félagi í Sörla. Hann stundar hana af áhuga
og fer stundum í hestaferðir með kunningj-
um sínum. Helstí vinur hans og félagi í
hestamennskunni er Valdimar Harðarson
innanhússarkitekt auk félaga hans í Krísu-
vík þar sem hann eyðir m.a. löngum tíma í
grilltílraunir með Magnúsi Flygenring og
fleiri Hafnfirðingum.
Gunnar státar af óvenjulegu Islands-
meti í hestamennsku en hann sigraði árið
1991 í tveggja daga þolreið tíl Þingvalla á
smáhestinum Fabio á tíma sem enn hefur
20