Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.09.1998, Qupperneq 25
sjóði. Þannig geta verið hlið við hlið menn sem eiga annars vegar 500 krónur og hins- vegar 5 milljónir í stofnsjóði en hafa báðir eitt atkvæði. Við hlið þeirra situr maður sem á 500 milljónir í B- deild en hefur ekk- ert atkvæði. Þannig er það í senn alveg skýrt en um leið flókið hveijir eru eigend- ur kaupfélagsins. Þessi starfsskilyrði eru ekki í takt við nútímann. Kaupfélögin og samvinnuhreyfingin eru gríðarlega merkileg fyrirbæri sem þurfa að þróast í takt við tímann.“ Hversu brýnt er það fyrir aflkomu kaup- félagsins að gera breytingar á skipulagi þess? „Rekstur kaupfélagsins getur verið betri en þessar breytingar, sem við teljum mögulegt að gera, eru samt ekki björgun- araðgerðir til að breiða yfir tap eða neitt þess háttar. Þessar breytingar myndu ekki hafa áhrif á rekstur KEA heldur skapa samtæðunni meiri tækifæri en hún hefur í dag. ísland í dag og íslenskt atvinnulíf hreyfist miklu hraðar en Kaupfélag Eyfirð- inga gerir og við viljum ná jafnvægi á ný. INNRÁS Á MATVÖRUMARKAÐINN SYÐRA Þegar KEA-Nettó fór inn á matvöru- markaðinn kallaði það á ýmiskonar við- brögð og meðai annars hótanir eigenda Baugs um að henda vörum KEA út úr verslunum fyrirtækisins. Hvað finnst þér um þetta? „Þarna verður allt í einu til fyrirtæki sem hefur alveg gríðarlegt afl í innkaupum sem það nýtir sér gegnum Aðföng ehf. Með því að hóta að henda út vörum sem KEA framleiðir er verið að senda öllum framleiðendum stórhættuleg skilaboð sem eru þessi: Ef þú situr ekki og stendur eins og við viljum þá hefúr þú verra af. Þarna er fyrirtæki með 50% markaðs- hlutdeild. KEA hlutabréfasjóður með sterkt eignarhald í ólíkum fyrirtækjum væri mun betur í stakk búið til að taka þátt í þeirri baráttu sem þarna fer fram. Það sem er að gerast á matvörumarkaðnum sýnir nauðsyn þess að laga KEA að nútím- anum.“ Hvað finnst þér um þessi viðbrögð, þ.e. að hóta því að henda út vörum frá KEA? „Mér finnst að þau sýni stjórnleysi. Sem kaupmanni finnst mér að ef einhver vill kaupa KEA vörur þá eigi að eiga þær til. Ef menn vilja gera mismunandi vörutegund- um mishátt undir höfði eru ótal aðferðir í verðlagningu og staðsetningu til þess að gera þær óaðlaðandi. Fyrst kom stjórnarformaðurinn í Baugi og sagðist vera í verðstríði. Síðan komu undirmenn hans einn af öðrum og sögðust ekki vera í verðstríði. Fólk veit ekkert hvað það á að halda.“ Má halda því fram að innrás Bónus á matvörumarkaðinn á Akureyri á sínum tíma hafi búið til KEA-Nettó? „KEA-Nettó var til áður en þeir komu en þeir efldu ímynd þess sem lágvöru- markaðar. Sú sterka ímynd sem við kom- um til Reykjavíkur með er að hluta orðin til í samkeppninni við Bónus.“ Er hægt að ráða eitthvað um viðtökurn- ar á markaðnum eftir þessar fyrstu vikur? „Viðtökurnar hafa verið töluvert betri en við þorðum að vona og við reiknum með því að aðsóknin minnki eitthvað þeg- ar nýjabrumið fer af. Annað væri óeðlilegt en við erum mjög bjartsýnir. Við viljum ekki leggja undir okkur markaðinn en auðvitað stefnum við að því að opna íleiri verslanir og höfum nokkra staði í sigtinu. Það er ekki mikið framboð á húsnæði í Reykjavík sem hentar undir svona verslun. Við getum komist inn í Smáranum en það hefúr ekki enn verið ákveðið. Það er rétt að bíða svolítið. Samanburðurinn við Bónus er okkur að mörgu leyti hagstæður þvi okkar ímynd er önnur. Við njótum þess að vera í stóru og góðu húsnæði og viljum hafa rýmra um okkur en Bónus. Hvað varðar samanburð á verðinu þá fer það eftir dagsforminu. Óhætt er að segja að við séum að vinna á mjög áþekkum verðum og Bónus og það hefur komið okkur á óvart hvað Hagkaup hefur tekið mikinn þátt í verðstríðinu.“ En lenda menn ekki alltaf í samkeppni við sjálfa sig ef þeir eru bæði framleiðend- ur og smásalar? „Sú staða kemur vissulega upp, en niðurstaðan verður alltaf sú sama þ.e. að maður verður að standa sig í samkeppni á öllum vígstöðvum." Einhver fúlltrúi KEA sagði þegar opnað var í Mjóddinni að þið væruð að elta kúnn- ana suður og vísaði þar til mikilla fólks- flutninga til höfuðborgarinnar frá lands- byggðinni að undanförnu. Er þetta rétt? „Sjálfsagt hefúr það einhver áhrif ef menn eru utan af landi en við erum ekki að gera út á það. Þegar upp er staðið er þetta bara bisness og átthagabönd skipta mjög litlu máli. Þetta er staður þar sem maður sér mikið af brottfluttum Akureyringum." Finnst þér líklegt að KEA taki þátt í samkeppni í Reykjavík á fleiri sviðum en í matvöruverslun? „Ég get ekki séð að það eigi að gilda önnur lögmál um KEA en Baug eða BYKO eða hvað sem er. Þetta eru bara viðskipti og þau stunda menn þar sem markaðurinn ÞETTA ERU BARA VIÐSKIPTI Ég get ekki séð að það eigi að gilda önnur lögmál um KEA en Baug eða BYK0 eða hvað sem er. Þetta eru bara viðskipti og þau stunda menn þar sem markaðurinn er. Ég var ráðinn til þessa fyrirtækis til að stunda viðskipti. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.