Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 62
Sigfus Sigfusson í Heklu lítur framtíðina björtum augum hvað varðar viðskiþti við Þjóðverja. Fyrirtœkið hefur átt viðskipti við þá í áratugi og Sigfus telur að Þjóðverjar verði leiðandi í bíla- iðnaðinum í framtíðinni. FV-mynd: Geir Olafsson. VIÐSKIPTIN ERU BYGGÐ Á TRAUSTI Sigfús Sigjusson, forstjóri Heklu, segir að Þjóðverjar séu afar traustir í viðskiptum. Hekla er það íslenska fyrirtœki sem flytur inn mest afþýskum vörum! ekla hf. er það íslenska fyrirtæki sem flytur langmest inn af þýsk- um vörum og þá eingöngu bílum og varahlutum. Aðeins sjávarútvegsfyrir- tækin í heild sinni eiga meiri viðskipti við Þýskaland. Hekla hf. hefur verið í miklum viðskipt- um við Þýskaland frá upphafi þegar stoíh- andi fyrirtækisins, Sigfús Bjarnason, ferð- aðist um Bandaríkin, Suður-Ameríku og Evrópu og kom á viðskiptasamböndum. Sigfús hafði auga fyrir fyrirtækjum sem voru leiðandi hvert á sínu sviði og var dug- legur að byggja upp viðskipti við þau. Þeg- ar hann kom til Þýskalands eftir seinni heimsstyrjöld sá hann Volkswagen bjöllur út um allt. Hann setti sig í samband við verksmiðjurnar og fékk einkaumboð. BJÖLLURNAR ÞÓnU LJÓTAR EN... ,Á þeim tíma þóttu bjöllurnar frekar ljótar en þær urðu metsölubílar hér til margra ára og reyndust vel. Það var hátt undir þá, þeir voru á stórum dekkjum og þurftu lítið viðhald. Það var litið um breyt- ingar á útliti þeirra og því var auðvelt að þjóna bílnum. Volkswagen er ein af megin- undirstöðum þessa fyrirtækis í dag,” segir Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu og sonur stofnandans. Hekla flytur inn nokkrar bílategundir frá Þýskalandi og allar eru þær gríðarvel þekktar á götum landsins. Þó að bjallan sé úrelt og nánast hætt að sjást hefur Golfinn verið leiðandi frá því hann kom fyrst á göt- una. Sigfús segir hann „fyrirmynd allra bílaframleiðenda” og að verksmiðjan hafi ekki undan. Hekla fær úthlutað kvóta, 1.200 bílum í ár, en gæti auðveldlega selt 2.000 stykki. BENTLEY EÐA BUGATTITIL ÍSLANDS „Okkar viðskipti hafa alltaf verið ein- staklega góð og byggð á miklu trausti. Samskiptin milli fyrirtækjanna hafa verið traust og þægileg,” segir Sigfús. Þegar talið berst að nýjungum hjá Volkswagen segir Sigfús að nýi forstjórinn hjá Volkswagen í Þýskalandi, Piech, sé afar framsækinn maður sem hafi gjörbylt fyrir- tækinu. Hann hafi stefnt að því að stækka fyrirtækið og auka ffamleiðsluna á bæði mjög ódýrum og dýrum bílum tíl að ná til sem flestra kaupenda. Volkswagen hafi keypt bæði Bentley og Bugattí. Má búast við að Bentley eða Bugattí skili sér hingað? „Eg býst ekki við því,” segir hann og bendir á að Piech komi úr Porsche ljöl- skyldunni en það var einmitt Ferdinand Porsche sem hannaði fyrstu bjölluna á sín- um tíma. LÍTUM FRAMTÍÐINA BJÖRTUM AUGUM „Það virðist ekkert standa í vegi fyrir þessum manni. Fyrirtækið er orðið miklu arðbærra. Hann hefur gert það svo með því að einfalda framleiðsluferilinn. Sami undirvagninn passar til dæmis fyrir bæði Volkswagen, Skoda, Seat og Audi og því fæst mikil hagkvæmni í framleiðslunni. Núna eru aðrir bílaframleiðendur í heimin- um að taka Volkswagen sér til fyrirmynd- ar,” segir Sigfús. „Við lítum mjög björtum augum á framtíðarviðskiptin við Þýskaland. Þjóð- veijarnir verða leiðandi afl í bílaiðnaðinum í heiminum í framtíðinni. Það er engin spurning um það. Við höldum áfram að hlúa að þessum viðskipt- um,” segir Sigfús Sigfússon að lokum. BQ 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.