Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 36

Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 36
Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, spáir því að hlutabréfavísitalan eigi eftir að hækka um 3% til 4% til áramóta. Hann seg- ir að sniðugt sé að kaupa litla hluti á hagstæðu gengi. Margt smátt geri jú eitt stórtl BIRTIÐ 9 MÁNAÐA TÖLUR! Að þessu sinni skrifar Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Veröbréfastofunnar, um veröbréfamarkaöinn. Hann spáir3% til 4% hækkun á hlutabréfavísitölunni til áramóta! erðbréfamarkaðir heimsins hafa verið nánast óútreiknan- legir síðustu vikur. Sérstak- lega hafa hlutabréfabréfamarkaðirnir sveiflast mikið og oft eru þessar sveifl- ur án sýnilegra ástæðna. Velta og hagnaður margra fýrirtækja hafa ekk- ert breytst en samt lækka hlutabréf þeirra umtalsvert. Skýringarnar eru fýrst og fremst sálræns eðlis og svokölluð bylgjuáhrif frá öðrum mörkuðum. HLUTABRÉFAMARKAÐIR RÉTTA UR KUTNUM Erlendir hlutabréfamarkaðir eru nú að rétta úr kútnum. Lækkun á skuldabréfavöxtum eykur væntanlega áhuga á hlutabréfakaupum og ýtir þar af leiðandi undir gengi þeirra. Ovænt útspil Alans Greespan, seð- labankastjóra í Bandaríkjunum, með því að lækka forvexti þann 14. október styrkir þá trú að erlendir markaðir verði nokkuð stöðugir til áramóta. Jafnvel má búast við nokkrum hækk- unum á gengi hlutabréfa. 36

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.