Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 49
Gunnar Sigurfinnsson, eigandi Boða. 1 hillunum eru sýnishorn af
vörum Boða.
Þrykkitangir frá Boða auk létts og þœgilegs stimpils. Boði geturgrafið
á þenna, lyklakiþpur og margt fleira með nýju leiservélinni.
aðaheitum að okkar ósk og fyrst með séríslenska stafi í raðsetti, það
er stimplum sem þú raðar sjálfur saman."
Stöðug þróun er f stimplaframleiðslu Colop og hafa þeir verið að
léttast og álagspunktum hefurfækkað. Þannig eru nýjustu dagstimpl-
ar, sem komu á markað í sumar, 200 g léttari en fyrirrennarar þeirra
en þyngd og góð hönnun skiptir miklu máli þegar fólk vinnur með
stimpla allan daginn. Fyrir síðustu jól samdi Boði við íslandspóst um
að framleiða alla stimpla Póstsins og einnig eru stimplar flestra
banka og margra stórfyrirtækja frá Boða. „Við leitumst við að upp-
fylla óskir kröfuharðra viðskiptavina, auk þess sem verð á stimplum
hér á landi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu."
Jólatilboð
Fram að jólum býður Boði nýja gerð stimpilpenna frá Colop á 2900
króna kynningarverði. Um er að ræða ekta gúmmístimpla og frí áletr-
un á pennann fylgir. Með tilkomu leiservélarinnar hóf Boði að flytja
inn frá Noregi ýmsar vörur, til dæmis trépenna, klukkur, borðsett og
aðrar trévörur sem auðvelt er að merkja í vélinni. í henni er ennfrem-
ur hægt að grafa á stein, gler, bein, horn og plast og sérmerkja hvers
konar hluti fyrir fyrirtæki. Þá er algengt að fólk láti skera út í glös í til-
efni giftingar eða við önnur tækifæri.
Ein stærsta nýjungin með tilkomu leiservélarinnar er að nú er
hægt að búa til plötur í þrykkitangir hér heima. Þrykkitangir eru til að
upphleypa stafi og/eða merki í pappír. Slfk merki eru víða erlendis
skilyrði þar sem tryggja þarf uppruna pappíra og til að skapa traust.
Innfluttar tangir af einfaldri gerð hafa hingað til kostað kringum
16 þúsund krónur en fást nú hjá Boða á 8.900 krónur. Einnig eru til
veglegri tangir á allt að 19 þúsund krónum, en þær eru með 24 karata
Bolholti 6
105 Reykjavík
Sími 511 1400
gullhúð og sóma sér vel hjá hvaða forstjóra sem er.
- stimplaðir fyrir gæði -
Hér má sjá norska tréhluti sem Boði flytur inn og merkir eftir óskum
kauþendanna.
Það er góð vinnustaðstaða hjá starfsfólki Boða í Bolholti 6.
AUGLYSINGAKYNNING
49