Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 66
STJÓRNUN STATTU ÞÁ Hefur kúnninn alltafrétt fyrir sér?! Laga fyrirtœki þjónustu sína aö eigin þörfum fremur en þörfum viöskiþta- vinanna? En umfram allt, hvernig rœkta þau þjónustu- lund starfsmanna sinna? Svafa Grönfeldt lektor er aö Ijúka viö afar athyglisveröa doktorsritgerö um þjónustu- vilja starfsmanna og fyrirtœkja! TEXTI: EVA MAGNÚSDÓTTIR 66 vafa Grönfeldt er fyrsta konan sem gegnir lektors- stöðu í Viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Islands. Hún er þrátt fyrir ungan aldur orðin einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsfræði. Svafa vinnur að doktorsverkefhi sínu um þjón- ustuvilja starfsmanna hjá íslensk- um fyrirtækjum. Blaðamanni Fijálsrar verslunar lék forvitni á að vita hverjar væru helstu niðurstöð- ur rannsóknarinnar og hvort ís- lensk fyrirtæki gætu haft gagn af henni. Svafa Grönfeldt hefur aldrei ver- ið nein meðalmanneskja og hún hefur trúlega aldrei setið auðum höndum. Hún ólst upp í Borgarnesi og var mikil íþróttakona á barna- skólaárunum, keppti meðal annars í spretthlaupum og langstökki. Hún segist hafa ofvirknina og orkuna úr íþróttunum. Svafa lauk BA prófi í stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Islands. Með skólanum og eftir að hún útskrifaðist starfaði hún á DV, samtals í átta ár, lengst af sem markaðsstjóri. Þaðan lá leiðin til Flórída þar sem hún lauk mastersgráðu í starfsmanna- og við- skiptafræðum. Svafa stundar nú nám í London School of Economics og lýkur þar doktorsnámi í vinnu- markaðsfræði í vor. Hún vinnur að ritgerðarsmíðinni í nánu samstarfi við prófessor í London og flýgur utan á þriggja mánaða frestí. Rann- sóknin og öll gagnasöfnun fór fram á íslandi. Svafa hefur komið víða við á stuttri ævi en hún er m.a. einn af eigendum Gallups á Islandi. Hún kom meðal annars af stað rann- sóknum og þjónustu hjá Gallup og ráðningarþjónustu í framhaldi af því. Eiginmaður Svöfú heitír Stein- þór Jónasson, grafískur hönnður, og þau eiga saman soninn Viktor Þór, fjögurra ára. Hún var spurð að því hvort það væri ekki nóg að gera í doktorsnáminu, lektorsstöðunni og starfinu hjá Gallup auk þess að vera móðir og eiginkona. Svafa sagði að í raun og veru væri þetta of mikið en þessu færi senn að ljúka og við tækju vonandi rólegri tímar eftír jólin. „I rauninni fara kennslan og rannsóknarvinnan vel saman því því lektorsstaðan felur í sér fimmtíu prósent kennslu og fimmtíu prósent rannsóknir. Rannsóknarvinnuna vinn ég í Gallup. Kennslan er það skemmtílegasta sem ég hef fengist við um æfina en ég byrjaði á henni í fyrra. Eg ætlaði alls ekki að sækja um en sá svo auglýsinguna og fann að þetta var starfið mitt. Þarna var öllu þjappað saman sem ég hafði lært um ævina. Kennsla var á dag- skrá hjá mér eftir tiu ár þegar ég væri orðin eldri og virðulegri og strákurinn minn stálpaðri. Eg stóðst þó ekki mátíð og henti inn umsókn. Á jólum verð ég búin að ganga frá öllu í sambandi við ritgerðina og þá hægist eitthvað um,” segir Svafa. FRAMMISTAÐA METIN Yfir í rannsóknina sjálfa, eða doktorsverkefnið: Rannsóknin um þjónustuvilja starfsmanna hjá fýrir- tækjum er liður í röð margra ann- arra rannsókna sem fara fram á sama tíma víða um heim. Sambæri- legar rannsóknir hafa þegar farið fram í Bretlandi og í nokkrum Evr- ópulöndum, auk Asíu. Niðurstöður þeirra eru að mörgu leyti ólíkar eft- ir heimshlutum en sömu þættír hafa eigi að síður áhrif á þjónustuvilja GULRÓT OFT VEIFAÐ EN SÍÐAN EKKIAFHENT! „Ef þú veifar gulrót framan í starfsmann þarf hann aö trúa því aö leggi hann mikið á sig fái hann gulrótina. í fyrirtækjum er gulrótinni oft veifað en hún síðan ekki afhent.” AFKASTAHVETJANDI LAUNAKERFI „Reynslan af afkastahvetjandi launakerfum á íslandi hefur ekki verið sérstaklega góð. Ástæðan er sú að til þess að launabónusar virki sem skyldi þarf upphæðin að vera umtalsverð; minnst 16 til 17% af grunnlaunum starfsmannsins.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.