Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 16
 TIL HANS ER LEITAÐ ÚR ÖLLUM ÁTTUM! Hann er núna með herferð fyrir útgerðarmenn. Hann var ímyndarfræðingur Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosningunum og R-listans sl. vor. Hann vinnur fyrir Kára Stefánsson sem og Eimskip og Sjóvá-Almennar. Hann var maðurinn á bak við málfarsátak Mjólkursamsölunnar, íslenska er okkar mál. Og sagt er að á bak við slagorðið „Mjólk er góð” hafi legið um 230 stunda vinna vinnuhóps hans. TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson MYNDIR: Geir Ólafsson vörutegundir og varla þarf að rekja árang- urinn. Ólafur Ragnar er vinsæll forseti, R- listinn gjörsigraði í Reykjavík og sumum er farið að þykja vænt um útvegsmenn. Að sjálfsögðu drekka allir mjólk. KÓPAVOGUR OG STJÁNIBLÁI Gunnar Steinn Pálsson er fæddur í Kópavogi á aðventunni 1954, nánar tiltekið 11. desember. Það þýðir að hann er í merki Bogmannsins. Himnarýnar fullyrða að Bogmaðurinn sé sannleikselskandi lífs- kúnstner og sælkeri með víðan sjóndeild- arhring sem hafi tilhneigingu til að segja sannleikann ann heitir Gunnar Steinn Pálsson, er tæpra 44 ára og þykir óumdeilt einn slyngasti ímyndarfræðingur landsins. Afrekaskrá hans er löng og þær eru orðnar margar vörutegundirnar sem hann hefur sannfært þjóðina um að hún ætti að taka fram yfir aðrar. Gunnar Steinn hefur starfað í auglýsingagerð og ráðgjöf við markaðsmál allt frá árinu 1979 eða í um 20 ár. Meðal þess sem hann hefur selt okk- ur er mjólk og mjólkurvörur með vígorðið „Mjólk er góð” í fylkingarbijósti. Gunnar Steinn átti einnig hugmyndina að íslenskuábendingum á mjólkurfernum og raunar viðtækum stuðningi Mjólkur- samsölunnar við íslenskt mál. Gunnar var ráðgjafi og auglýsingastjóri fyrir forseta- framboð Ólafs Ragnars Grímssonar síðast þegar forseti var valinn. Gunnar var ráð- gjafi R-listans í Reykjavík fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar. Síðasta stór- verkefiiið sem Gunnar hefur tekið að sér er að kynna og halda fram málstað Land- sambands íslenskra útvegsmanna. Flestir hafa áreiðanlega tekið eftir opnuauglýsing- um í Morgunblaðinu að undanförnu þar sem landsmenn eru minntir á þá um- hyggju og alúð sem íslenskir útvegsmenn bera til auðlindarinnar í hafinu. Þeir bjóða landsmenn velkomna um borð í skip sín og minna á það í leiðinni að með hlutabréfa- kaupum geti allir landsmenn eignast auð- lindina. Þessi herferð hefur verið tæp tvö ár í undirbúningi og vinnslu. Þannig má segja að Gunnar Steinn hafi hin síðari ár talsvert fengist við að selja landsmönnum hugmyndir frekar en óumbeðinn. Þarna fari tilvalinn leiðsögu- maður sem mætti temja sér meiri virðingu fyrir mannasiðum. Afmælisdagur Gunnars er merkilegur fyrir ýmissa hluta sakir. Þennan dag árið 1930 flugust verkamenn og lögreglumenn á í Garnastöð SÍS þegar tímakaup verka- kvenna var lækkað. Þessi atburður er kall- aður Garnaslagurinn og er meðal merkis- atburða íslenskrar verkalýðsbaráttu. Þenn- an sama dag árið 1975 flaugst síðan ís- lenska Landhelgisgæslan á við breska dráttarbáta í mynni Seyðisfjarðar og var skipst á föstum skotum. Þetta voru lalin al- varlegustu átök þess þorskastríðs og fund- ar krafist í fastaráði NATO um yfirgang og valdníðslu Breta. Gunnar deilir afmælisdegi sínum með sjóhetjunni Stjána bláa, eða Kristjáni Sveinssyni, og rithöfundunum Auði Har- alds og Fríðu Á Sigurðardóttur. Gunnar Steinn er næstelstur íjögurra systkina. Foreldrar hans eru Páll Bjarnason prent- ari, f. 1926, og Sólveig Jónsdóttir, f. 1930. Föðurætt Gunnars er úr Reykjavík og af Reykjanesi en móðurættin er ofan úr Mos- fellsveit, frá Úlfarsá og Víðinesi, og austan frá Kröggólfsstöðum í Ölfusi. Gunnar ólst upp í Kópavogi, við Digranesveginn, á sjötta og sjöunda áratugnum þegar Kópa- vogur var að breytast úr strjálu hverfi sum- arbústaða og þurrabúða í sjálfstætt bæjar- félag sem í dag verður ekki greint frá út- hverfum Reykjavíkur. Systkinin urðu fjög- ur. Elst er Jóna, f. 1951, áfangastjóri við Menntaskólann í Kópavogi, þá Gunnar, svo Þórunn tölvunarfræðingur, f. 1960, og loks Páll Ari verkamaður, f. 1963, en hann Gunnar Steinn Pálsson er En kunnust er líklegast lést fyrr á þessu ári. Faðir Gunnars er prentari. Hann var m.a. framkvæmdastjóri fyrstu offsetprentsmiðju landsins, Litho- prents, en söðlaði um og hefur síðustu ára- tugina rekið litla prentsmiðju í bílskúrnum á Digranesvegi. Þar fékk Gunnar Steinn að hjálpa til á gömlum handrokki og prentaði 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.