Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 71
tækja og hver staðan er frá degi til dags. Útibú fyrirtækjanna geta síðan nálgast þessi sömu kerfi í gegnum Internetið. Ný- leg dæmi eru kerfi til að gera mönnum kleift að nota „Balanced Scorecard" til stjórnunar og kerfi fyrir sölu- og markaðs- deildir sem hafa áhuga á „Customer Relationship Management". Lausn sniðin að þörfum fyrirtækisins „Við höfum verið að byggja upp ráð- gjafadeild eða sérverkefnasvið sem er sú deild fyrirtækisins sem hefur vaxið mest að undanförnu. í deildinni starfar fólk með víðtæka reynslu sem tekur að sér verkefni af misjöfnum toga. Teymi hannar lausnina og sér til þess að hún sé rétt smíðuð og sniðin í einu og öllu að þörfum fyrirtækis- ins. Auk þess geta starfsmenn Teymis tek- ið að sér verkefnastjórn fyrir fyrirtækið, sé þess óskað." Nýleg verkefni eru til dæmis gerð kostnaóaráætlana, hönnun nýrra hug- búnaðarkerfa, hönnun lausna m.t.t. örygg- ismála, greiðslu gegnum Internetið og margt fleira. Hin nýja hugmyndafræði og áherslur í starfsemi Teymis gera fyrirtækinu kleift að fara til viðskiptavinanna og bjóða þeim nýjar lausnir sem geta stuðlað að betri nýtingu þeirrar fjárfestingar í hug- búnaði sem fyrir er í fyrir- tækinu. Það getur aftur orð- ið til að auka arðsemi fyrir- tækisins og draga úr kostn- aði. Viðskiptavinir Teymis í dag eru um 70 og í flestum tilvikum er um að ræða stærri fyrirtæki og stofn- anir. í þeim hópi má nefna Landsbankann, íslands- banka, Flugleiðir, Sam- skip, Fjárfestingabanka atvinnulífsins, Sjúkrahús Reykja- víkur, Reykjavíkurborg og Tryggingastofn- un ríkisins. Á ráðstefnu, sem Teymi efndi til og tæplega tvö hundruð manns sóttu, kom glögglega fram að þetta er nákvæmlega það sem markaðurinn er að leita að. Oft vantar stjórnendur lausnir til þess að ná betur utan um það sem er að gerast í fyrir- tækinu. Nú eru fyrirtæki ört að sameinast og því fylgir að samræma þarf ólík tölvu- kerfi og starfsaðferðir. Þá, sem sitja efst í stjórnunarpýramítanum, vantar kerfi til að geta haldið utan um starfsemina og til að sjá fyrir hvort vandamál kunni að vera í uppsiglingu eða hvernig nýta megi tækifæri sem gefast í rekstrinum. Á þessu sviði koma lausnir Teymis að góðum notum. Nýjár þjónustuleiðir Þorvaldur segir að Teymi sé ennfremur að þróa nýjar þjónustuleiðir, sem byggja á þeirri staðreynd að tæpast séu starfsmenn á lausu á markaðnum, sem búa yfir nægi- legri þekkingu á rekstri Oracle hugbúnað- arins. Til þess að bæta úr þessum skorti hefur Teymi tekið að sér eftirlit með rekstri gagnagrunnsins og að veita viðskiptavin- unum alla nauðsynlega aðstoð. Þjónustu- deild Teymis veitir þessa nýju þjónustu. Með þessu móti geta fyrirtæki sparað sér hálft eða jafnvel heilt stöðugildi. „Hér hjá okkur er öll þekking og reynsla fyrir hendi og við- skiptavinirnir hafa tekið þessari nýjung mjög vel." Og Þorvaldur bætir við: „Við erum ekki aðeins sölu- fyrirtæki heldur skilgreinum við okkur sem þekkingarfyrir- tæki og okkar verðmætasta eign er þekkingin sem er innan fyrirtækisins. Við keppum ekki við neitt hugbúnaðarfyrirtæki heldur getum við unnið með öll- um öðrum á markaðnum sem þýðir að þegar viðskiptavin okk- ar vantar lausn á tilteknu sviði getum við valið nokkra aðila, sem eru sterkir á þessu sviði, og tekið þá með í þau verkefni. Þar með getur við- skiptavinurinn treyst því að hann fái bestu mögulegu lausn hverju sinni." TEYMI B o r g a r t ú n i 2 4, 105 R e y k j a v í k mmm^mm Sími 561 8131 _ Þorvaldur Jacobsen, sölustjóri Teymis hf. mmmmm 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.