Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 45
STJORNUN árið 1970 þegar sett voru lög um opinberar framkvæmdir þar sem kveðið var á um að bjóða skyldi út verk á vegum hins opin- bera, væri þess nokkur kostur. Þá myndað- ist grundvöllur fyrir verktakastarfsemi á íslandi. Þetta var að frumkvæði Magnúsar Jónssonar frá Mel þáverandi fjármálaráð- herra. “ PÁLL, LOFTUR, TÓMAS 0G JÓNAS Hvernig finnst þér að Istak sé orðið stærsta verktakafyrirtæki á markaðnum. Er eitthvert eitt verk sem orsakar þessa auknu veltu? „Við höfum verið með nokkur stór verk í gangi á sama tíma. Þetta voru verk- efni fyrir Norðurál á Grundartanga, stækkun J árnblendiverksmiðjunnar, Hvalfjarðargöngin, Sultartangavirkjun, endurbygging flugskýlis á Keflavíkur- flugvelli og stækkun Kringlunnar. Alls erum við með 10-15 misstór verk í gangi um þessar mundir.“ ístak hefur oft komið að virkjunarframkvæmdum en Sultartangi er með stærri verkefnum á því sviði á seinni árum. FÁ EKKIVERKEFNIEN TAPA forstjóri ístaks, segir að jyrirtœkið hafi lifað afvegna hóflegra tilboða. betra að fá ekki verkefni en reikna sig niður úr öllu valdi!” Hvernig fylgist þú með öllum þessum framkvæmdum? „Ég fylgist með eins vel og ég get. Fyr- irtækið er deildaskipt. Loftur Árnason er yfir stórframkvæmdum, Tómas Tómasson er yfir byggingum á Reykjavíkursvæði, tæknideild er í umsjá Jónasar Frímannson- ar aðstoðarframkvæmdastjóra. Síðan eru einstakir verkfræðingar ábyrgir fyrir hverju verki eða verkþáttum. Ég fylgist með gegnum mína menn og finnst gott að fara í heimsóknir á vinnustað. Það hefur fylgt stækkun fyrirtækisins að ákvarðana- takan hefur færst neðar í píramídann. Þetta byggir á því að við erum með góða menn sem við treystum og hafa sýnt sig að vera traustsins verðir.“ Eru þetta mestu umsvif sem Istak hefur haft? „Fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins náðum við því að velta ígildi 20 milljón doll- ara árlega. Það hélst lengi vel en óx í það að verða 40-50 milljónir dollara síðasta ár.“ HEFUR DREGIÐ ÚR SPENNU Margir hafa talið að miklar fram- kvæmdir á skömmum tíma valdi spennu á verktakamarkaði. Hefur orðið vart við það á þessum siðustu misserum? „Þess gætti nokkuð, sérstaklega síðasta sumar og vetur að nokkur spenna var á markaðnum en það hefur dregið úr henni. í byggingarvinnunni er enn mikið að gera en það hefur orðið talsverður samdráttur aftur í jarðvinnunni. SPENNA OG ÞENSLA Þaö er eðli stórframkvæmda í litlu samfélagi aö valda spennu og þenslu sem birtist í aukinni eftirspurn eftir vinnu og í launaskriði. Það væri auðvitað æskilegt ef stjórnvöld gætu jafnað verkefnum á lengri tíma en ég býst við að það sé ákveðnum vandkvæðum bundið. Það er eðli stórframkvæmda í litlu sam- félagi að valda spennu og þenslu sem birt- ist í aukinni eftirspurn eftir vinnu og launa- skriði. Það væri auðvitað æskilegt ef stjórnvöld gætu jafnað verkefnum á lengri tíma en ég býst við að það sé ákveðnum vandkvæðum bundið. Island er hluti af stærri heild og sveiflur koma hingað af heimsmarkaði." Hefur alltaf verið hörð samkeppni á verktakamarkaði þann tíma sem Istak hef- ur starfað? ,Já, hún hefur alltaf verið fyrir hendi og verður vonandi áfram. Hagvirki var lengi rekið á svipuðum forsendum og Istak og veitti því samkeppni. Ármannsfell hefur verið verðugur keppinautur. Það eru alltaf spennandi stundir þegar tilboð eru opnuð. Við höfúm lifað svona lengi með því að vera hóflega gætnir í tílboðsgerð. Við telj- um alltaf, eins og væntanlega allir sem gera tilboð, að okkar tilboð séu þau rétt- ustu og betra sé að fá ekki verkið en að 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.