Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Qupperneq 21

Frjáls verslun - 01.09.1998, Qupperneq 21
NÆRMYND ekki verið bættur. Auk þess að bregða á leik með sonum sínum rækir Gunnar fót- boltann íyrst og fremst með knattspyrnu- klúbbnum Sunday United sem leikur á hveijum sunnudagsmorgni við Atthagafé- lag Keflavíkur í Kaplakrika. Þessi heið hef- ur haldist í 18 ár og þarna hafa mynd- ast vinabönd sem eru mikil og sterk. Meðal fastagesta á sunnu- dögum í Kaplakrikanum má nefna Valdimar Harðarson arkitekt, kollega hans Pál Gunnlaugsson, Helga Jóhannsson, forstjóra SL, og Eystein Helgason, forstjóra Plast- prent. Þarna koma einnig Þórður Sverrisson hjá Eimskip, Gylfi Arna- son, markaðsstjóri Opinna Kerfa, Sigtryggur Sigtryggsson, fréttastjóri á Morgunblaðinu, Olafur Jónsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborg- ar, Stefán Olafsson prófessor, Guð- mundur Magnússon flugstjóri, Hann- es Guðmundsson, framkvæmdastjóri Securitas, Ingi Valur Jóhannesson í fé- lagsmálaráðuneytinu og Haraldur Sig- urðsson augnlæknir. BRIDGE OG LAXVEIÐAR Bridge spilar Gunnar yfir veturinn í föstum hópi æskufélaga úr Kópavogin- um og hefur sá félagsskapur starfað um sex ára skeið. Þar eru auk Gunnars þeir Hörður Sigurðarson, sem á og rekur út- gáfúfyrirtækið Ritu, Sveinn Skúlason, sölustjóri hjá Glaxo, og Gunnlaugur Helgason símvirki. Gunnari er lýst svo sem spilamanni að hann sé keppnismað- ur mikill sem taki áhættu þegar hann get- ur. Bridgehópurinn fer einu sinni á ári saman i laxveiðar austur í Iðu í Biskups- tungum en Gunnar tekur ekki sérlega virkan þátt í veiðunum en stendur frekar við eldavélina og grillið þegar aflinn kem- ur í hús. Gunnar hefur veitt einn lax á ævinni og það gerðist sumarið eftir fermingu í ánni við túnfótinn í Vesturhópshólum í Húna- þingi þar sem hann var nokkur sumur í sveit. Hann eignaðist veiðistöng fýrir ferm- ingarpeningana og þrátt fyrir úrtölur heimamanna lammaði hann sig niður að á og veiddi sinn Maríufisk. Gunnar rennir oft fyrir silung í Kleifarvatni með sonum sínum en viðhorf hans til stangveiða er frekar að skilgreina það sem fjölskyldu- íþrótt en keppnisgrein. Nánustu vinir Gunnars og sálufélagar eru: Hörður Sigurðarson, Valdimar Harðar- son og Eysteinn Helgason sem reynst hef- ur honum hollur ráðgjafi í fýrirtækjarekstr- inum á undanförnum árum. Rúnar Skarp- héðinsson, sem verið hefur samstarfsmað- ur Gunnars í yfir 20 ár, allt frá því Gunnar réð hann til sín á auglýsingadeild Þjóðvilj- ans, er einnig góður vinur Gunnars Steins, Sigurður Marinusson hestamaður á sömu- leiðis trúnað hans og á síðustu árum hefur náið samstarf hans við Einar Karl Haralds- son lagt grunn að góðri vináttu. INNAN 0G UTAN Gunnar er maður í lágu meðallagi, frek- ar þybbinn og þéttvaxinn. Hann er brosmildur og rólegur í framkomu og hef- ur oft gamanmál á hraðbergi og er talinn mikill húmoristi. Hann klæðir sig frjálslega og virkar mjög afslappaður. Hann hefur sennilega verið ljóshærður en er nær alveg sköllóttur og gengur með gleraugu. Þeir sem þekkja Gunnar vel segja að glaðlegt yfirbragðið hylji sérvitran einfara sem ekki láti alltaf uppi hvað hann er að hugsa. Bæði vinum og óvinum Gunnars ber saman um að hann sé mikill „plottari" sem kallað er. Hann vill sjá fýrir hvað muni gerast og reyna að hafa áhrif á það. Þótt Gunnar hafi ekki aflað sér neinnar menntunar umfram stúdentspróf ber öllum saman um að hann sé vel gefinn en sjái stundum eftir því að hafa ekki lært meira. Einkum nefna menn hæfileika hans til að tileinka sér hluti, setja sig inn í mál á skömmum tíma og gott minni. Þeg- ar við þetta er bætt góðri íslensku- kunnáttu og ágætu auga fyrir útlitd og hönnun verður til slyngur mark- aðsmaður. Gunnar er sagður mikill fjöl- skyldumaður og hann hefur gam- an af því að umgangast börn. Hann hefur sjálfur varðveitt í sér barnið og á köflum er framkoma hans dálítið bernsk. Hann sækir oft í einveru og fer í langar gönguferðir einn með hundin- um Fána og honum líður vel einum í löngum útreiðartúrum. Gunnar er ekki bindindismað- ur og hefúr gaman af því að lyfta glasi með vinum sínum þegar það á við. Þannig fer hann stundum með spilafélög- um sínum í billjarð með Und- erberg í vasanum og þá er lögð meiri áhersla á skemmt- un en stigafjölda. ÍMYNDIN Þrátt fyrir að vera álitinn fremstí „spin doctor“ í ís- lenskum auglýsingaiðnaði í dag vill Gunnar ekki gangast upp í þeirri ímynd. Þvert á móti segist hann fara einfaldar leiðir í ráðgjöf sinni og forðast hvers kyns baktjaldamakk og hundakúnstir sem ekki tílheyra vönduðu og vel skipulögðu kynningarstarfi. Hann gengst upp í því að hafa einfaldan tónlistarsmekk, segist helst hlusta á gamlar hefjur eins og Cliff Richards og Abba og er enn að leita að tíma tíl að lesa meira af gömlum meistur- um á borð við Laxness og Þórberg. Enda þótt hann geri lítíð úr hæfileikum sínum þarf ekki að hlusta lengi á Gunnar Stein tíl að skynja að þar fer skarpur náungi sem er drifinn áfram af geysilegum metn- aði og er allt annað en einfaldur. Hann vill sýnast lítillátur en barnsleg gleði hans yfir unnum afrekum og velgengni þeirri sem hann nýtur kemur í veg fyrir að það takist. Þannig sýnir nærmyndin af Gunnari Steini Pálssyni okkur mann sem getur sett upp marga hatta en samt er það alltaf sami maðurinn sem er undir hattínum. S9 lenskra útvegsmanna. 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.