Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 28
Það er mín lífsskoðun að besta stjórn-
unaraðferðin sé að treysta fólki til þess
að gera það sem það er ráðið til þess að
gera. Opið og gagnsætt kerfi þar sem
upplýsingaflæði er mikið styrkir fólk í þvi
að allir séu að vinna að sameiginlegu
markmiði.“
STJÓRNUN ■■■■
að við erum í þann veginn að gera
ákveðnar breytingar á hóplaunakerfinu
þar sem það hefur sýnt sig að það er ekki
nógu einfalt. Við ætlum að breyta svolítið
viðmiðunum sem eru notuð.
Bitavinnslan byggir í raun á því að ein-
falda vinnu kaupandans hvort sem hann
FÆKKAÐI UM 50 MANNS
Það bónuskerfi sem þið notið, er það
hið eina sinnar tegundar í fiskiðnaðin-
um?
Já, það má segja það en okkar kerfi
er mjög líkt því sem er notað á Dalvík en
þeirra vinnsla er heldur einfaldari. Snyrt-
ÖNGÞVEITI Á MARKAÐNUM
Þaö má heita að þessi viðskipti liggi niðri og algert öngþveiti ríki á markaðnum. Við verðum að bíða og sjá. Það er eini leikurinn í
stöðunni. Almennt hef ég talið að viðskipti á Kvótaþingi yrðu til þess að lækka verð á kvótanum. Hlutverk Verðlagsstofu er svo yfir-
gripsmikið að það ætti að vera nægilegt aðhald til þess að útgerðir séu ekki að svíkja og pretta starfsmenn sína til sjós.
ENN MA GERA BETUR
Hvernig var staðan þegar Guðbrandur
tók við rekstrinum?
„Hún var ekki nægilega góð en þetta
fýrirtæki hafði sterka eiginfjárstöðu og
átti mikinn kvóta. Fyrirtækið stóð alls
ekki tæpt en reksturinn gekk
illa. Sem dæmi má nefna að
þegar ég kom inn undir árs-
lok árið 1996 var veltufé frá
rekstri aðeins 35 milljónir allt
árið. Það var mikið fall frá ár-
inu á undan. Þannig var staðan
í raun verri en talið var. Það
þurfti einfaldlega að bretta upp
ermarnar og vinna í málinu.“
Eitt af því sem var breytt í
frystihúsi UA á Akureyri var
launakerfið. Þar er nú í notkun
hóplaunakerfi sem er nokkurs
konar sambland af einstaklings-
bónus og hóplaunakerfi. Unnið
er á tæplega tveimur vöktum í
frystihúsi UA eða því sem kallað
er ein og kvart vakt. Fyrri vaktin
er frá sjö á morgnana til klukkan
þrjú og sú síðari frá þrjú til sjö.
„Okkar markmið var að ná upp
afköstunum og auka framleiðni
auk þess að sérgreina betur þær af-
urðir sem UA er að framleiða. Þetta
hefur tekist með því að við erum nú
með mun meiri afköst í karfa og
þorski en áður þrátt fýrir færri
starfsmenn. Við teljum þó að enn sé
hægt að gera betur.
Markmið okkar í landvinnslunni
er í raun mjög skýrt og einfalt. Við
þurfum að ná sömu eða betri arðsemi
en af því að vinna fiskinn úti á sjó, búa
til meiri virðisauka. Ef það er ekki hægt
þá flytjum við vinnsluna út á sjó.
Við höfum náð mjög góðu samstarfi
við verkalýðsfélagið Einingu og má nefna
er veitingamaður eða einhver sem er að
elda heima hjá sér. Stærsta afurðin hjá
okkur í ár eru hnakkastykki úr þorski til-
búin til neytenda. Þetta er framleitt að
kröfum einstakra stórra kaupenda þar
sem við höfum
Guðbrandur telur að enn
megi bæta árangur i
náð góðu
samstarfi sem gefur okkur færi á að
koma með okkar eigin hugmyndir um
ýmsa útfærslu á vörunni. Þannig getum
við sett okkar mark á vöruna og greint
hana frá öðrum á markaðnum."
ingin í vinnslunni er flöskuhálsinn og
þess vegna er stöðugt leitað leiða til þess
að bæta hana. Þau hópbónuskerfi sem
búin voru til með tilkomu flæðilinanna
íyrir um 10 árum hafa ekki skil-
að þeim árangri sem vonast
var til og því eru margir að feta
sig til baka aftur. Það hefur
mjög margt breyst í vinnsl-
unni síðan hópbónusinn var
tekinn upp og vélvæðing auk-
ist mjög.“
Breytingarnar í vinnsl-
unni höfðu það í för með sér
að starfsmönnum fækkaði
um tæplega 50 hér og þar í
vinnslunni. Slík verkefni
finnst mörgum stjórnend-
um erfið en Guðbrandur
segir það ekki eiga við Ut-
gerðarfélagið.
„Það var í raun engu
verkafólki sagt upp. Það
er hefð fyrir því að fólk
komi og fari og við ein-
faldlega réðum ekki í
stað þeirra sem hættu.
Hinsvegar var sagt upp
nokkrum millistjórn-
endum en það fór fram í
fullri sátt þótt það væri
erfitt."
Mun starfsfólki
halda áfram að fækka á
næstu árum?
„Eg tel lítinn vafa á
því að starfsfólki í fisk-
vinnslu eigi eftir að
fækka á næstu árum með aukinni tækni,
ef til viil um helming. Við erum í sam-
keppni við láglaunasvæði í heiminum og
ef við náum ekki upp framleiðni og af-
köstum kemur það niður á samkeppnis-
stöðu okkar á erlendu mörkuðunum.“
28