Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 10
Vilhjálmur Bjarnason verðbréfamiðlari segist ekki hafa mikið álit á fjármálaráðgjöf sem byggist á tilfinningu. FV-mynd: Geir Olafsson. Vilhjálmur Bjarnason veröbréfamiöl- ari átti hœsta tilboö í hlutabréfí Landsbankanum. IBANKANUM BESTU KAUPIN aðurinn sem átti hæsta tilboðið í þau hlutabréf í Lands- bankanum sem seld voru á uppboði í haust var Vilhjálm- ur Bjarnason, viðskiptafræð- ingur og háskólakennari. Vil- hjálmur hefur verið þekktur í viðskiptalífinu um árabil bæði sem bankaútibússtjóri og verðbréfamiðlari. Rúmlega 50 tilboð bárust en Vilhjálmur bauð gengi 2,566 í pakkann og auk þess sem falla kynni til af öðrum bréfum sem ekki seldust. Til- boði hans var tekið og hann greiddi rúmar 128 milljónir fyrir hlutann sem boðinn var út en lokauppgjör hefur ekki farið fram enn. Alls voru seld 15% hlutaflár í Landsbankan- um sem liður í einkavæðingu bankans. Þótt allir hluthafar legðust á eitt í margfeldis- kosningu gætu þeir þó ekki komið manni í bankaráð því til þess þyrfti 16.6% Vilhjálmur hefur lýst því yfir að hann hafi boðið í bréf- in í umboði fleiri fjárfesta en segir ekki tímabært að gefa upp hveijir það séu. En hver er rökstuðningurinn fyrir því að kaupa bréfin? ,Afkoman, sem bankinn hefur sýnt á undanförnum árum, að frátöldum afskrift- um lána, sem teljast fortíðar- vandi, sýna okkur að þetta eru góð kaup. Verðið á sam- bærilegri stofnun, þ.e. Is- landsbanka styður þessa skoðun einnig. Það er svigrúm fyrir veru- lega hagræðingu í bankan- um. Kostnaðarhlutfall af bein- um rekstrartekjum er 70-75% í Landsbankanum en Islands- banki hefur komið því niður í 60%. Eg sé ekkert því til fýrir- stöðu að gera það sama í Landsbankanum. Slíkt væri hagnaður hluthafa og við- skiptamanna. Það er ekki víst að endamörkum sé náð i lækkun þessa hlutfalls." Var verðið sem þú keyptir á of hátt eins og sumir hafa haldið fram? „Nei það var ekki of hátt. Annars hefði ég ekki boðið það. Þetta er fjárfesting til framtíðar og þótt sumir ráð- leggi þeim sem keyptu hlut að selja strax og hagnast um mmmmm fréttir 15 þúsund krónur þá tel ég það afar vonda fjármálaráð- gjöf.“ Telur þú að frekari sam- runi banka sé æskilegur eða líklegur? „Bönkum hefur fækkað á undanförnum árum og ég sé ekki nauðsyn á frekari sam- einingu." Islenskur hlutabréfamark- aður er í stöðugri þróun. Er hann enn of lítill og kyrrstæð- ur? „Það eru of fáir stórir stofnanafjárfestar og ef þeir hreyfa sig fer markaðurinn af stað. Eg heí hef hins vegar engar sérstakar áhyggjur af kyrrstöðu á markaðnum en meiri áhyggjur af verðlagn- ingu á hlutabréfum. Þeir sem ráðleggja fólki eru of hógvær- ir og óttast að styggja iýrir- tæki. Mér finnst ég ekki sjá nógu mikið af ráðgjöf sem er byggð á traustum forsendum og úttektum. Eg hef ekkert álit á hugmyndum og ráðum sem koma frá hjartanu." Vilhjálmur er fæddur í Reykjavík 20. apríl 1952, son- ur Bjarna Vilhjálmssonar þjóðskjalavarðar og Kristínar Eiríksdóttur. Hann varð stúd- ent frá MH 1972, hagfræðing- ur frá HÍ 1977, fékk löggild- ingu til verðbréfamiðlunar 1988 og stundaði framhalds- nám við Rutgers University, The State University af New Jersey, árið 1995-1997. Vilhjálmur hefur starfað hjá Raunvísindastofnun Há- skólans, Seðlabanka Islands, Utvegsbanka Islands, þar á meðal sem útibússtjóri í Vestmannaeyjum um sjö ára skeið. Vilhjálmur hefur starf- að hjá Kaupþingi og Fjárfest- ingarfélagi Islands síðan auk þess að stunda sjálfstæða verðbréfamiðlun. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.