Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 10

Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 10
Vilhjálmur Bjarnason verðbréfamiðlari segist ekki hafa mikið álit á fjármálaráðgjöf sem byggist á tilfinningu. FV-mynd: Geir Olafsson. Vilhjálmur Bjarnason veröbréfamiöl- ari átti hœsta tilboö í hlutabréfí Landsbankanum. IBANKANUM BESTU KAUPIN aðurinn sem átti hæsta tilboðið í þau hlutabréf í Lands- bankanum sem seld voru á uppboði í haust var Vilhjálm- ur Bjarnason, viðskiptafræð- ingur og háskólakennari. Vil- hjálmur hefur verið þekktur í viðskiptalífinu um árabil bæði sem bankaútibússtjóri og verðbréfamiðlari. Rúmlega 50 tilboð bárust en Vilhjálmur bauð gengi 2,566 í pakkann og auk þess sem falla kynni til af öðrum bréfum sem ekki seldust. Til- boði hans var tekið og hann greiddi rúmar 128 milljónir fyrir hlutann sem boðinn var út en lokauppgjör hefur ekki farið fram enn. Alls voru seld 15% hlutaflár í Landsbankan- um sem liður í einkavæðingu bankans. Þótt allir hluthafar legðust á eitt í margfeldis- kosningu gætu þeir þó ekki komið manni í bankaráð því til þess þyrfti 16.6% Vilhjálmur hefur lýst því yfir að hann hafi boðið í bréf- in í umboði fleiri fjárfesta en segir ekki tímabært að gefa upp hveijir það séu. En hver er rökstuðningurinn fyrir því að kaupa bréfin? ,Afkoman, sem bankinn hefur sýnt á undanförnum árum, að frátöldum afskrift- um lána, sem teljast fortíðar- vandi, sýna okkur að þetta eru góð kaup. Verðið á sam- bærilegri stofnun, þ.e. Is- landsbanka styður þessa skoðun einnig. Það er svigrúm fyrir veru- lega hagræðingu í bankan- um. Kostnaðarhlutfall af bein- um rekstrartekjum er 70-75% í Landsbankanum en Islands- banki hefur komið því niður í 60%. Eg sé ekkert því til fýrir- stöðu að gera það sama í Landsbankanum. Slíkt væri hagnaður hluthafa og við- skiptamanna. Það er ekki víst að endamörkum sé náð i lækkun þessa hlutfalls." Var verðið sem þú keyptir á of hátt eins og sumir hafa haldið fram? „Nei það var ekki of hátt. Annars hefði ég ekki boðið það. Þetta er fjárfesting til framtíðar og þótt sumir ráð- leggi þeim sem keyptu hlut að selja strax og hagnast um mmmmm fréttir 15 þúsund krónur þá tel ég það afar vonda fjármálaráð- gjöf.“ Telur þú að frekari sam- runi banka sé æskilegur eða líklegur? „Bönkum hefur fækkað á undanförnum árum og ég sé ekki nauðsyn á frekari sam- einingu." Islenskur hlutabréfamark- aður er í stöðugri þróun. Er hann enn of lítill og kyrrstæð- ur? „Það eru of fáir stórir stofnanafjárfestar og ef þeir hreyfa sig fer markaðurinn af stað. Eg heí hef hins vegar engar sérstakar áhyggjur af kyrrstöðu á markaðnum en meiri áhyggjur af verðlagn- ingu á hlutabréfum. Þeir sem ráðleggja fólki eru of hógvær- ir og óttast að styggja iýrir- tæki. Mér finnst ég ekki sjá nógu mikið af ráðgjöf sem er byggð á traustum forsendum og úttektum. Eg hef ekkert álit á hugmyndum og ráðum sem koma frá hjartanu." Vilhjálmur er fæddur í Reykjavík 20. apríl 1952, son- ur Bjarna Vilhjálmssonar þjóðskjalavarðar og Kristínar Eiríksdóttur. Hann varð stúd- ent frá MH 1972, hagfræðing- ur frá HÍ 1977, fékk löggild- ingu til verðbréfamiðlunar 1988 og stundaði framhalds- nám við Rutgers University, The State University af New Jersey, árið 1995-1997. Vilhjálmur hefur starfað hjá Raunvísindastofnun Há- skólans, Seðlabanka Islands, Utvegsbanka Islands, þar á meðal sem útibússtjóri í Vestmannaeyjum um sjö ára skeið. Vilhjálmur hefur starf- að hjá Kaupþingi og Fjárfest- ingarfélagi Islands síðan auk þess að stunda sjálfstæða verðbréfamiðlun. 10

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.