Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 32
Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfrœðingur hefur rannsakað stjórnunarstíl kvenna. Hún er með námskeið í Háskóla íslands sem er sérstaklega œtlað
stjórnendum kvennavinnustaða. FV-myndir: Kristín Bogadóttir.
KONUR STJÓRNA ÖÐRUVÍSI
„Konur stjórna öðruvísi en karlar” segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfrœðingur
um stjórnun kvenna. „Það hentar konum ekki að stjórna eins og karlmenn!“
órkatla Aðalsteinsdóttir sál-
fræðingur hefur mikla reynslu
af vinnustöðum þar sem kon-
ur eru í miklum meirihluta, til dæmis
á leikskólum, og hefur unnið sem ráð-
gjafi á stöðum þar sem hlutfall kvenna
er frá 50 og upp í 99 prósent. Um þess-
ar mundir er Þórkatla með námskeið
hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla
Islands sem eru sérstaklega ætluð
stjórnendum kvennavinnustaða og
þar kemur hún meðal annars inn á
menningu á kvennavinnustöðum og
muninn á stjórnendum eftir því hvort
um konur eða karla er að ræða. Sá
munur er talsverður, svo ótrúlegt sem
32
það kann að virðast. En fyrsta spurn-
ingin hlýtur að vera hvaða munur sé á
körlum og konum sem sinna stjórn-
unarstörfum.
„Við konur drögum ekki mörk
gagnvart öðru fólki eða gagnvart
verkefnum. Annað hvort tökum við of
KLAGAÐ í ÞÆR!
Nokkuö ber á því aö konur, sem eru
stjórnendur kvennavinnustaöa, kvarti
undan því að vera nokkurs konar
„klögupokar”. Þaö sé klagaö í þær - en
þær megi samt ekki taka á
vandamálunum.
MBMH8BHHHBHBH—BK—HBBHBaBWMHW
mikið að okkur eða vantreystum okk-
ur í verkefrii sem við getum vel gert.
Svo þorum við lítið að gagnrýna og
eigum stundum erfitt með að leið-
beina hver annarri; eigum erfitt með
að stjórna. Við fáum samviskubit þeg-
ar við förum að stjórna öðrum konum
og erum hræddar við að móðga. Við
förum jafnvel að stýra á óbeinan hátt;
með óbeinum skilaboðum, með því að
fara í fylu, þegja eða vorkenna sjálfum
okkur“ segir Þórkatla og bendir á að
óbeinu skilaboðin verði oft til þess að
það myndast flækjur í samskiptum á
kvennavinnustöðum.
„Þetta hefur svolítið að gera með
Hnan