Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 42
Núpar í Ölfusi eru vildisjörð. Þrír bœndur hafa selt Hitaveitu Reykjavíkur landskika á Hellisheiði fyrir 218 milljónir. FV-myndir: Geir Olafsson. að hann mætti taka bílpróf. Þetta var nýr Datsun skúffubíll sem var notaður við garðyrkjustörfin og tæki og áhöld flutt á honum á milli. Faðir Guðmund- ar aðstoðaði hann við akstur þar til bíl- prófið var í höfn og var ekki óvanur því þar sem áður hafði gamall Volvo í eigu ijölskyldunnar oft verið látinn duga sem garðyrkjubíll. Prófleysið kom þó ekki alltaf að sök því Guð- mundur var á þessum tíma kominn á garðsláttuvél sem ökumaður sat á og ferðist oft á henni milli gatna eða milli hverfa. Arið sem Guðmundur tók bílpróf færðust umsvif hans nokkuð í aukana því þá keypti hann sér fyrstu fasteign- ina sem var atvinnuhúsnæði á Skemmuvegi í Kópavogi þar sem hann hafði bækistöð fyrir garðyrkju- þjónustuna. Þetta sama ár, 1979 brá Guðmundur sér í utanlandsferð til Þýskalands og kom heim með árs- gamlan Mercedes Bens 280 SEL sem þótti í frásögur færandi bæði vegna bifreiðarinnar sjálfrar en þá voru glæsibifreiðar frekar sjaldséðar á göt- um Reykjavíkur. Bifreið af þessu tagi myndi kosta 5-6 milljónir á núvirði. Guðmundur spókaði sig á bílnum en tilboðum rigndi yfir hann svo bíllinn var fljótlega seldur. Það þætti áreiðan- lega stöndugur 17 ára unglingur í dag sem ætti sitt eigið atvinnuhúsnæði og 6 milljón króna bíl að auki. Um svipað leyti hóf Guðmundur að byggja sér sitt eigið hús sem var einbýlishús. Guðmundur getur enn vakið athygli fyrir að vera vel akandi ekki síður en þegar hann var 17 ára gamall. Stund- um sést til hans á Rolls Royce bifreið. Sú er í eigu frænku hans Sonju Benja- minsson Zorilla. Sonja er fædd 1916 í Reykjavík en giftist Argentínubúa, Vitt- oriano Alberto Zorilla sem var ólymp- íumeistari í sundi og keppti fyrir Argentínu 1928. Þau áttu húseignir á nokkrum stöðum í heiminum þar á meðal í Florida. Sonja varð ekkja 1986 og síðan hefur hún dvalist oft á Islandi og á bæði hús á Núpum í Ölfusi og íbúð við Eiðistorg. LÆRÐI GARÐYRKJU Þrátt fyrir mikinn áhuga á ijármál- um, peningamálum og viðskiptum fór Guðmundur ekki í langskólanám af því tagi en lauk prófi frá Verslunar- skólanum. Hann hafði mikinn áhuga á húsasmíðum en ákvað eftir Verslunar- skólann að fara til náms í Garðyrkju- skóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi og þaðan lauk hann prófi af skrúðgarð- yrkjubraut vorið 1983. Seinni veturinn sem hann var við námið keypti hann Núpa III í Ölfusi ásamt Páli Melsted, skólabróður sínum, sem einnig er garðyrkjumaður en Guðmundur hef- ur löngu keypt hann út úr Núpum. Guðmundur flutti fljótlega að Núp- um III og hefur verið þar búsettur síð- an þótt umsvif hans í atvinnulífinu hafi verið miklu víðar. Hann seldi mjólkur- og sauðijárkvóta af jörðinni og hefur ekki haft neinn búskap umfram það 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.