Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 47
PRILAR UPP VINNUPALLA Páll segist halda sér í formi meö því aö príla upp vinnupalla á eftirlitsferðum sínum á vettvangi þar sem ístak byggi. „Ég verö hér meðan ég hef fulla starfsorku og mín er þörf.” aðila sjá um allt verkið frá hönnun að fram- kvæmd.“ Ef þú lítur yfir næsta ár, hver eru þá stærstu verkefnin? „Við erum í stóru verki á Sultartanga en einnig erum við að reisa skrifstofubygg- ingu fyrir Olís, íþróttahús fyrir KR og í stóru verki í Keflavík. Það er ýmislegt á döfinni en ég reikna ekki með að við höld- um sömu veltu í ár og í fyrra.“ VIÐ ÞORSTEINN OG VERÐBÓLGAN Hvaða þýðingu hefur efnahagslegur stöðugleiki fyrir fyrirtæki eins og Istak? „Við höfum auðvitað séð miklar breyt- ingar á rekstrarumhverfinu síðan við hóf- um starfsemi okkar. Hér áður fyrr þegar verðbólgan geisaði óheft snerist allt um það hjá fyrirtækjum að eiga fyrir laununum í hverri viku. Það er ekkert hægt að bera saman þær aðstæður sem áður voru við það sem fyrirtækin búa við í dag. Þegar maður er að segja yngra fólki frá gjaldeyrishöftum, innflutningshöftum og gríðarlegri verð- bólgu þá trúir það manni varia. Þetta voru erfiðir tímar og þeir sem áttu óheftan að- gang að almannafé högnuðust mikið. Sumir héldu að verðbólgan væri af hinu góða. Það var erfitt að lemja hana niður en tókst að lokum. Það var í kringum 1980 sem menn fóru fyrst að tala um nauðsyn þess að ráða niðurlögum hennar. Þegar ég var formaður Vinnuveitendasambands Is- lands og Þorsteinn Pálsson framkvæmda- stjóri byrjuðum við baráttuna gegn verð- bólgunni." ÍSLAND 0G HEIMURINN Gætu stjórnvöld gert eitthvað íleira til þess að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja eða sitjum við við sama borð og aðrar þjóð- ir? „Það sem er óeðlilegt, er hvernig það opinbera tekur þátt í verktakastarfsemi. Is- lenskir aðalverktakar eru ríkisfyrirtæki og rikið á ekki að vera í verktakastarfsemi." Nú er Island og Evrópa í framkvæmd einn markaður hvað varðar útboð og til- flutning á vinnuafli. Hefur það breytt ein- hveiju í starfsemi ístaks? „Við höfum ekki flutt inn vinnuafl og nánast ekkert sótt á erlendan markað. Is- lendingar eiga að leggja höfuðáherslu á út- flutning á sviðum þar sem þeir hafa sér- þekkingu og einhvern heimamarkað til að byggja á, sérstaklega á sviði sjávarútvegs. Við búum ekki yfir þeirri sérþekkingu í verktakastarfsemi að við séum beinlínis samkeppnisfærir á heimsmarkaði enda markaðssetning þar geysilega dýr. Sam- starfið við E.Pihl&Sön hefur gert okkur kleift að kynnast ýmsum erlendum verk- efnum þar sem ijöldi íslendinga starfar hjá þeim um allan heim. Þarna hefur verið geysilega gott samstarf á milli. Islenskir verkfræðingar eru afskaplega duglegir og áræðnir við erfiðar aðstæður. Samstarf okkar við verktakafyrirlækið Skanska hef- ur einnig verið geysilega gott og lærdóms- ríkt. Þegar rætt er um útflutning og tækifæri í því sambandi get ég ekki látið hjá líða að vara við þeim röddum sem hvetja til þess að Utflutningsráð verði lagt niður eða starfsemi þess dregin stórlega saman. Það held ég að væru mikil mistök. Starf ráðs- ins hefur einkennst af dugnaði og framsýni og verið gríðarlega mikilvægt fyrir útflytj- endur.“ PRESTSSONUR 0G VERKFRÆÐINGUR Páll Siguijónsson forstjóri Istaks heitir reyndar fullu nafni Hannes Páll Siguijóns- son og er prestssonur úr Vestmannaeyjum fæddur 1931, fimmti í röð sjö systkina. Hann varð stúdent frá MR 1952 og lærði verkfræði í Reykjavík og Kaupmannahöfh og útskriíaðist frá Danmarks Tekniske Hojskole 1959. Hann er kvæntur Sigríði Gísladóttur og þau eiga fjögur börn, þar af eru þijú, Þór- unn, Gísli og Siguijón, verkfræðingar en Páll segist engin áhrif hafa haft á það. Sú elsta, Bjarndís, er viðskiptafræðingur. Páll er á 67 aldursári en sýnist býsna frísklegur og segist halda sér í formi með þvi að príla í vinnupöllum á eftirlitsferðum sínum á vettvangi þar sem Istak byggir. „Ég verð hér meðan ég hef fulla starfs- orku og mín er þörf.“ 03 AUKIN DREIFING VALDS Með stækkun fyrirtækisins hefur ákvarðanatakan færst neöar i píramítann. Þetta byggir á því aö viö erum með góða menn sem við treystum og hafa sýnt sig að vera traustsins verðir. Þeir eru heldur stœrri vörubílarnir í dag en þeir sem voru notaðir þegar Páll var að byrja. Páll fer reglulega í eftirlitsferðir á verkstað og fylgist með framkvœmdum. Páll á tali við Sigfús Þormar verkstjóra Istaks á Sultartanga. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.