Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 26
er. Ég var ráðinn til þessa fyrirtækis til að stunda viðskipti." Á AÐ SAMEINA KAUPFÉLÖG? Hvernig tóku menn því þegar þú lýstir þeirri skoðun þinni að affarasælt gæti ver- ið að sameina nokkur kaupfélög? „Þetta er hlutur sem menn hafa rætt sín á milli í fullri alvöru og eru engin sérstök nýmæli. Það eina sem ég gerði var að ræða það opinskátt í víðlesnu blaði. Ég kynntist því i starfi mínu í bankanum að kaupfélög- in vinna að sama markmiði en oft er óþarfa núningur milli þeirra. Gott dæmi um þetta er þegar Hagkaup opnaði verslun á Akureyri á sínum tíma. KEA brást við samkeppninni með því að opna KEA-Nettó. Sú samkeppni beindist auðvitað í leiðinni gegn allri verslun á Norðurlandi. Menn koma úr Þingeyjar- sýslum og Skagafirði og lengra að til að versla á Akureyri. Þannig eru kaupfélögin komin í hörkusamkeppni sín á milli. Ég er sannfærður um að það er hag- kvæmt fyrir kaupfélögin á þessu svæði að sameinast. Landafræði skiptir reyndar litlu máli í þessu máli. Yegalengdir skipta orðið engu máli. Það er jafnlangt frá Akureyri til Reykjavíkur eins og frá Reykjavík til Akur- eyrar. Þetta er meira að segja Oskar Magn- ússon búinn að sjá. Hvað varðar viðbrögðin þá kom mér satt að segja nokkuð á óvart hve margir túlkuðu þetta sem útþenslustefnu KEA en sáu ekki að þetta eru bara viðskipti." Nú hefur samvinnuhreyfingin á Islandi látíð mjög undan síga hin seinni ár. Sam- bandið heyrir sögunni til, kaupfélögum fækkar og svo framvegis. Hver hefur orðið þróun samvinnuhreyfingarinnar í ná- grannalöndum okkar? ,Á Norðurlöndum eru menn að skoða leiðir til að laga samvinnufélög að nútíma verslunarrekstri og gera þau einfaldari og ákvarðanatöku hraðari sem getur skipt öllu máli í samkeppni. I Skotlandi hefur saga og ferill samvinnuhreyfingar- innar verið mjög lík því sem er hér á landi.“ Er tími kaupfélaganna þá liðinn? „I mínum huga eru þetta tveir hlutir. Þetta er bara bisness og hann verður að ganga. Það er í sjálfu sér einfalt. Ef það er okkar niðurstaða að við verðum að breyta eignarhaldi á kaupfélögunum og rekstar- formi þeirra til þess að það gerist þá verð- ur að gera það. Ef hægt er að láta þessi við- skipti vaxa og dafna án þess þá þarf ekki að breyta neinu í eignarhaldi." S9 Guðbrandur Sigurðsson stjórnar Útgerðarfélagi Akureyringa. TEL AÐ VIÐ SEUM A RETTRILEIÐ! / Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri UA, hefur breytt stefnu þessa aldna flaggskips í átt til bættrar afkomu. Hagnaður fyrstu sex mánuðina var 192 milljónir! uðbrandur Sigurðsson tók við stjórntaumunum hjá Utgerðarfé- lagi Akureyringa fyrir rúmum tveimur árum. Hann hefur náð að breyta stefnu þessa aldna flaggskips þannig að það siglir í átt til bættrar afkomu og hagn- aður fyrstu sex mánuða ársins er betri en sést hefur áður. En Guðbrandur vill fá betra leiði og telur að hagnaður geti orðið enn meiri. BESTA STJÓRNUNIN AÐ TREYSTA FÓLKI Það er mín lífsskoðun að besta stjórnunaraðferðin sé að treysta fólki til þess að gera það sem það er ráðið til þess að gera. Opið og gagnsætt kerfi þar sem upplýsinga- fiæði er mikið styrkir fólk í því að allir séu að vinna að sameiginlegu markmiði. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.