Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 33

Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 33
STJORNUN það hvað við konur erum uppteknar af því að vera bæði vinkonur og viður- kenndar og elskaðar af vinnufélögun- um. Við erum hræddar við að standa með okkur sjálfum og bíðum eftir að aðrir standi með okkur,” segir hún til útskýringar. HLÝJA OG STUÐNINGUR Á KVENNAVINNUSTÖÐUM Vissulega er dálítið sérstakt að starfa á vinnustað þar sem eru ein- göngu eða nær eingöngu konur starf- andi og Þórkatla segir að menningin á slíkum vinnustöð- um sé mun „félags- legri” en á vinnu- stöðum þar sem karlar eru í meiri- hluta. Hún segir að á kvennavinnu- stöðum sé oft á tíðum mikil hlýja og stuðningur, konurnar fýlgist betur með lífi hver annarrar en karlar. Þær spyija meira um einkalífið, sýna meiri áhuga og leggja sig meira fram við að kynnast hver annarri en karlarnir. Þetta segir Þórkatla að sé ótvíræður kostur. Vinnu- mórallinn sé hlýr og náinn og það sé ómetanlegt. Um leið verði mörkin milli vinnu og einkalífs mun ógreini- legri en hjá körlum. - Hvaða kosti hafa konur sem stjórnendur umfram karla? „Eg held að konur hafi meiri hæfi- leika til að skynja þarfir annarra en karlar. Við konur þjálfum mikið þenn- an hæfileika þegar við ölumst upp og við þjálfum þetta líka þegar við eign- umst börn og sinnum þeim; að skynja þarfir annarra og mæta þörfum þeirra, að skynja hvernig öðru fólki líður. Þar af leiðandi höfum við líka oft meiri sveigjanleika,” segir hún og bætir við að konur eigi oft auðvelt með samvinnu enda finnist þeim gam- ■’fwstar/kerfiðleikar stoðum geta konum hættir fii J J. kmr því *> vandanumþartilaUtJ ta ^ UþÞ úr d þeirn. Og þá verð ÞnngUr1 andHtiö fúl” g P VBrður ^ngjan mjög an að samstarfmu og skoði verkefnin oft út frá því hvernig þær geti unnið saman. GILDRUR í TOPPSTJÓRNUN A kvennavinnustöðum er algengt að konur skipti með sér stjórnunar- hlutverkinu til hálfs, til dæmis iýrir og eftir hádegi. Þetta finnst konunum eðlilegt og skemmtilegt meðan karl- mönnum þætti þetta erfitt. Þórkatla telur að karlar vilji hafa mörkin skýr- ari en konurnar. „Ef þetta samstarf gengur vel er þetta toppstjórnun,” segir hún en bendir á að í þessu geti falist ákveðnar „gildrur” fyrir konurnar og því aukist hættan á árekstrum. Þeir geti orðið harka- legir og persónu- legir. Konur hafi nefnilega tilhneig- ingu til að hafa samskiptin ekki nógu skýr og láta vandamálin hrann- ast upp án þess að taka á þeim. Árekstrarnir verða því dramatískari og erfiðari þegar þeir loksins eiga sér stað. „Við erum mun lengur að ná okkur og það er erfiðara að gera við ef einhverjar sprengjur springa á kvennavinnustöðum.” kvennavinnu- EINS OG FORELDRI - Er betra að yfirmaður á kvenna- vinnustað sé karlmaður en kona ef sprengjan springur? „Það getur verið betra en það þarf samt alls ekki að vera svo einfalt. Karl- menn eiga oft erfitt með að skilja vandamál kvenna af því að þeir eru öðruvísi og hugsa öðruvísi. Eg held að mestu máli skipti að stjórnandinn, hvort sem hann er karl eða kona, sé með samskiptin á hreinu í sinni stjórn- un. Stjórnandinn er fýrirmyndin hvað það varðar að tala um hlutina jafnóð- um, óhræddur við að orða hlutina eins og þeir eru til að varast allar gildrurn- ar. Stjórnandinn er alltaf íýrirmyndin á vinnustaðnum. Ef hann bregst þá KONUR OG STJÓRNUN 1. „Konur hafa samskiptin oft ekki nógu skýr og láta vandamálin hrannast upp án þess að taka á þeim.” 2. „Það er erfiðara að gera við eftir sprengjur á kvennavinnustöðum.” 3. Stjórnandinn er alltaf fyrirmyndin á vinnustöðum. Ef hann bregst fer allt úr skorðum því stjórnandinn er lykilpersóna á vinnustað - líkt og foreldrar á heimili.” 4. „Nokkuð ber á því að konur, sem eru stjórnendur kvennavinnustaða, kvarti undan því að vera nokkurs konar „klöguskjóður”. Það sé klagað í þær en þær megi ekki taka á vandamálunum.” 5. „Kvenstjórnendur lenda oftar í þvi en karlstjórnendur að vald þeirra sem yfirmanna sé ekki virt.” 6. Ef stjórnandinn er kominn í þessa stöðu þá verður hann að stoppa og segja: „Ég hlusta ekki á klögumál nema við ætlum að gera eitthvað við því!” 7. „Okkur konum hættir til að láta hlutina velkjast of lengi áður en við tökum á þeim.” 8. „Við konur eigum stutta sögu sem stjórnendur á vinnustöðum en langa sögu sem stjórnendur á heimilum.” 9. „Almennt þurfa stjórnendur að gagnrýna hegðun eða verk - alls ekki persónur. Gagnrýni má aldrei eiga sér stað í reiði því þá skynja starfsmenn aðeins reiðina en skilaboðin fara fyrir ofan garð og neðan.” 10. „Oft eru stjórnendur svo stressaðir þegar þeir gagnrýna að þeir gleyma að hlusta. Þeir tala í belg og biðu og koma þannig í veg fyrir að samstarfsmaðurinn komist að - enda eru þeir hræddir um að hann sé móðgaður."

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.