Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 37
FJARMAL STÓRTÍÐINDIÁ ÍSLENSKA SKULDABRÉFAMARKAÐNUM En hvað með innlenda hlutabréfa- markaðinn - þann sem stendur okkur næstur? Stórtíðindi eru að gerast á íslensk- um skuidabréfamarkaði; vextir á lang- tímaríkisskuldabréfum hafa lækkað umtalsvert. I fyrsta skipti, nánast frá því verðbréfamarkaðurinn tók til starfa á íslandi, eru vextir á löngum ríkisskuldabréfum að verða svipaðir og þeir eru í nágrannalöndunum. Bendir þetta ekki til þess að mark- aðurinn sé að þroskast? Eða er rnikil eftirspurn og lítið framboð að keyra vextina niður? Sennilega er þetta sambland af öllu þessu þrennu og áhrifum erlendis frá. ERLEND ÁHRIF ÆTTU AÐ VERA LÍTIL Það eru nánast engir erlendir fyár- festar á íslenska markaðnum. Þar af leiðandi ættu áhrif frá erlendum mörkuðum að vera hér takmarkaðri en á öðrum mörkuðum. Vextir breyt- ast væntalegan lítið næstu vikur, gætu þó lækkað um 10-20 punkta til ára- móta. LAG TIL AÐ GREIÐA UPP ÓHAGSTÆÐ LÁN Stærri fyrirtæki ættu að sjá sér hag í því nú að fara í skuldabréfaútboð og greiða upp óhagstæðari lán. Minni ijármagnskostnaður ætti að bæta hag fyrirtækja, hvetja til meiri fjárfestinga og aukinna umsvifa. Afar rólegt hefur verið á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarið. Það hefur nánast verið logn á markaðnum, nokkrar lækkanir en viðskiptin verið svo lítil að efa má hvort lækkanirnar séu marktækar. ÉG SPÁI3% - 4% HÆKKUN Á VÍSITÖLU VERÐBRÉFAÞINGS Nokkur góð ijárfestingatækifæri eru á markaðnum og ijárfestar ættu að nýta sér það að tína upp litlu hlutina á hagstæðu gengi á löngum tíma. Margt smátt gerir jú eitt stórt. Eg spiá því að hlutabréfavísitalan eigi eftir að hækka um 3%-4% til áramóta. Mikið framboð er nú á hlutabréfum í Landsbankanum og búast má við því sama þegar hlutabréf Fjárfestingar- banka atvinnulífsins, FBA, og Búnað- LÆKKANIR SÁLRÆNS EÐLIS Velta og hagnaður margra fyrirtækja hefur ekkert breytst en samt lækka hlutabréf þeirra umtalsvert. Skýringarnar eru fyrst og fremst sál- ræns eðlis og svokölluð bylgjuáhrif frá öðrum mörkuðum. STÓRTÍÐINDI Á SKULDABRÉFAMARKAÐI Stórtíðindi eru að gerast á íslensk- um skuldabréfamarkaði. Vextir á langtímaríkisskuldabréfum hafa lækkað umtalsvert. í fyrsta skipti, nánast frá því verðbréfamarkaðurinn tók til starfa á íslandi, eru vextir á löngurn ríkisskuldabréfum að verða svipaðir og í nágrannalöndunum. KAUPIÐ LITLA HLUTI Á HAGSTÆÐU GENGI! Nokkur góð fjárfestingatækifæri eru á markaðnum og fjárfestar ættu að nýta sér það að tína upp litlu hlut- ina á hagstæðu gengi á löngum tíma. Margt smátt gerir jú eitt stórt. Ég spái því að hlutabréfavísi- talan eigi eftir að hækka um 3% - 4% til áramóta. BIRTIÐ 9 MÁNAÐA TÖLUR Þetta leiðir hugann að grein Vals Valssonar bankastjóra í sumar þar sem hvatt er til þess að fyrirtæki birti 9 mánaða tölur. Undir þetta skal tekið og eru öll fyrirtæki hvött til að gera svo. Ef nokkur þeirra byrja á að birta 9 mánaða uppgjör munu öll fyrirtækin á VÞÍ taka það upp. 10 MÁNAÐA TÖLUR FLUGLEIÐA? Flugleiðir komu á óvart með því að birta 8 mánaða tölur, nú verður fyrir- tækið að birta 10 mánaða tölur úr rekstri, annað er ekki sanngjarnt. arbankans hf. koma á markað. Stofn- anaíjárfestar munu örugglega beina sjónum sínum að þessum hlutabréf- um. SLÖK AFKOMA FLUGLEIÐA, ÍS OG SH Afkoma fyrirtækja skráðra á VÞI miðað við fyrstu 6 mánuði ársins var afar misjöfn. Sum komu á óvart með góðan hagnað - en miklum vonbrigð- um olli afar slök útkoma Flugleiða, ÍS og SH. Fróðlegt verður að sjá hvernig þessum fyrirtækjum vegnar seinni hluta ársins. Flugleiðir komu á óvart með því að birta 8 mánaða tölur, nú verður fyrirtækið að birta 10 mánaða tölur úr rekstri, annað er ekki sann- gjarnt. BIRTIÐ 9 MÁNAÐA UPPGJÖR! Þetta leiðir hugann að grein Vals Valssonar bankastjóra í sumar þar sem hvatt er til þess að fyrirtæki birti 9 mánaða tölur. Undir þetta skal tekið og eru öll fyrirtæki hvött til að gera svo. Ef nokkur þeirra byrja á að birta 9 mánaða uppgjör rnunu öll fyrirtækin á VÞI taka það upp. VÆGI FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA AÐAUKAST Vægi Ijármálafyrirtækja í hluta- bréfavísitölunni mun aukast verulega á næstunni og verða allt að 30% en vægi sjávarútvegs lækkar úr 50% í 32%. Enda var sjávarútvegur verulega „yfirviktaður“ á markaðnum. Þess er beðið með spenningi að sjá skráningu á Baugi og hvaða viðtökur fyrirtækið hlýtur hjá almenningi. Þetta útboð er einhverra hluta vegna of lengi á leið- inni. HVAR ERU ÁRVAKUR 0G ÍSLENSKA ÚTVARPSFÉLAGIÐ? Það hefur tilfinnanlega vantað stórt verslunar- og þjónustufyrirtæki á markaðinn, einnig vantar fjölmiðlaíyr- irtæki og nokkur af stærstu iðnfyrir- tækjum landsins. Hvar eru Arvakur og Islenska útvarpsfélagið? Ætla þessi fyrirtæki að láta öldina líða án þess að fara á markaðinn? ÍSLENSK ERFÐAGREINING Viðskipti með hlutabréf í Islenskri erfðagreiningu eru hafin í smáum stíl og verður spennandi að fylgjast með framvindu hjá því fyrirtæki. S5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.