Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 34
Að sögn Þórkötlu skiptir mestu að stjórn- andinn, hvort sem hann er karl eða kona, sé með samskiptin á hreinu. ,,Stjórnandinn er alltaf jyrirmynd á vinnustað.” bregst allt því að stjórnandinn er lykil- persóna; - eins og foreldri á heimili. Eg held að það geti oft verið verra að karlmaður sé stjórnandi á kvenna- vinnustað. Það geti skapað mikla gjá milli yfirmanns og undirmanna og klíkuskap,” svarar hún. ar „klögupoki”; það sé klagað í þær en þær megi ekki taka á vandamálunum. Þetta segir Þórkatla að sé staða sem stjórnandinn eigi að koma sér út úr um leið og hann uppgötvar að hann er kominn í hana. Hún bætir líka við að kvenstjórnendur lendi oft i því, miklu frekar en karlstjórnendur, að þeirra vald sem yfirmanna sé ekki virt. Hún telur hugsanlegt að það sé vegna þess að konur stjórni á annan hátt en karl- menn. Þær stjórni á óbeinni hátt og höfði meira til samvinnu og því verði völd þeirra og áhrif ekki eins skýr. „Kvenstjórnandinn getur lent í skrítinni stöðu, nokkurs konar vin- konustöðu. Það er klagað og kvartað í hana en hún fær ekki að gera neitt við því. Maður fer að velta íyrir sér til hvers sé klagað og kvartað ef ekki megi gera neitt í málinu. Ef stjórnand- inn er kominn í þessa stöðu þá verður hann að stoppa og segja: „Eg hlusta ekki á klögumál nema við ætlum að gera eitthvað við því!” Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Fólk verður sjáft að finna út úr því hvað það vill gera þegar það er óánægt. Konur lenda kannski fremur í þessu af því að þær eru að mörgu leyti með opnari faðm en karlmenn,” segir Þórkatla og minnir á að kostum fylgi alltaf gallar. HALDIÐ ÁFRAM Á SÖMU BRAUT! Mér er mjög umhugaö um aö konur gefist ekki upp á þeim stjórnunarstíl sem byggir á samvinnu og sveigjanleika en haldi jafnframt valdi sínu og áhrifum. Stjórnandinn þarf að sjáll'sögðu að laga til í rústunum ef sprengja spring- ur á vinnustaðnum og leggja fram áætlun um hvernig eigi að gera við tjónið, svo þarf hann náttúrulega að fýlgja áætluninni eftir eins og alltaf þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis milli vinnufélaga - sjá til þess að við- gerðaráætluninni sé framfylgt. „KLÖGUPOKI" SEM EKKERT FÆRAÐGERA Nokkuð ber á því að konur, sem eru stjórnendur kvennavinnustaða, kvarti undan þvi að vera nokkurs kon- Hún segir að sá sem missi stjórn á dugnaðinum sé byijaður að bræða úr sér. A sama hátt geti opni faðmurinn snúist yfir í meðvirkni, stjórnandinn fari að taka ábyrgð á fullorðnum sam- starfsmönnum sínum. Þórkatla telur að konur séu oft óá- byrgari í samskiptum á vinnustað og ætlist til þess að samstarfsmenn þeirra hugsi um þarfir þeirra, kannski vegna þess að þær séu svo vanar því að hugsa um þarfir annarra. Hún heldur að það sé algengara að konur mæti veikar í vinnuna og voni að ein- hver taki eftir því og segi þeim að fara ERFITT MEÐ AÐ GAGNRÝNA Gagnrýni er mikilvæg í stjórnun og margir eiga erfitt meö að gagnrýna - konur þó heldur erfiðara en karlar. Mikilvægt er aö stjórnendur gagnrýni án þess aö úr því veröi eitthvert stórmál. heim meðan karlarnir taki frekar af skarið sjálfir og mæti ekki í vinnuna ef þeir eru veikir. „Við gefum okkur stundum ekki leyfi til að vera veikar heldur bíðum eftir að einhver annar gefi okkur leyfi til þess. Þegar maður hugsar um þetta er það náttúrulega hámark ábyrgðarleysisins gagnvart sjálfum sér að bíða eftir því að einhver annar uppgötvi að maður er lasinn.” SPRENGJAN VERÐUR FÚL - Er meira um krisur á vinnustöð- um kvenna en karla? „Eg veit það ekki. Eg hef engar töl- ur í höndunum um það. Sjálf hef ég litla reynslu af karlavinnustöðum. Eg hef unnið sem ráðgjafi á kvennavinnu- stöðum og blönduðum vinnustöðum. Eg veit ekki hvort er meira af sam- starfserfiðleikum, en þeir geta oft orð- ið mjög flóknir og verið lengi að vinda upp á sig áður en allt springur í andlit- ið á okkur en þá verður sprengjan mjög fúl af því að hún er orðin svo gömul. Okkur konum hættir til að láta hlutina velkjast of lengi áður en við tökum á þeim.” - Hvernig getur stjórnandinn komið í veg fyrir þetta? „Með því að tala um hlutina eins og þeir eru, setja mörk og vera með verk- lýsingu á hreinu, bæði sína eigin og annarra, og hafa hana lifandi með því að minna reglulega á hana. Stjórnandi á kvennavinnustað setur auðvitað ákveðna menningu í gang þegar hann byijar að stjórna. Það er affarasælast að sú menning snúist um opin og bein samskipti, að hann grípi skítapillur á lofti i kaffistofunni og dragi fólk til ábyrgðar ef starfsfólkið gerir það ekki sjálft. Oft held ég að kvenstjórnendur á kvennavinnustöðum eigi í erfiðleik- um með að stjórna þannig að þær séu sáttar við sjálfar sig,” segir hún og sleppur ekki við útskýringu: LENGIAÐ ÞRÓA STJÓRNUNARHÆTTI „Það hentar okkur konum ekki að stjórna eins og karlmenn stjórna. Við konur eigum tiltölulega stutta sögu sem stjórnendur á vinnustöðum en við eigum mjög langa sögu sem stjórnendur á heimilum. Við eigum oft erfitt með að halda kostunum án þess að hrynja inn í gallana sem fylgja þeim. Það tekur konur langan tíma að 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.