Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Page 6

Frjáls verslun - 01.09.1999, Page 6
RITSTJÓRNARGREIN Sigur forsætisráðherra Sala ríkisins á 51% hlut í FBA til 26 flárfesta fyrir um 9,7 milljarða króna eru stórtíðindi á íslenskum flármála- markaði. FBA-málið og upphlaup forsætisráðherra í garð Kaupþings og Orcu-hópsins hefiir þvælst svo fyrir mönnum að ljárfestar á verðbréfamarkaðnum anda núna stórum léttar. Flestir eru á því að salan á FBA hafi fengið farsælar lyktir miðað við það sem á undan var gengið þótt sparisjóðirnir hljóti að vera vonsviknir. Full- yrða má að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi haft fullnaðarsigur í málinu þótt sá sigur hafi staðið tæpt þvi lengi vel leit út fyrir að útboðið mistækist; að enginn tæki þátt í því. Það er ekki orðum aukið að halda því fram að forsætisráðherra hafi selt bankann. Hann var mjög upplýstur um málið allan tímann og gaf grænt ljós á myndun kaupendahópsins. Þátttökutilkynning Orcu-hópsins, en á honum var kaupendalisti, var sendur inn föstudaginn 22. október og tók miklum breytingum á þeirri viku sem menn höfðu til „lagfæringa" á hópnum, eða til fóstudagsins 29. október. Þannig liggur fyrir að kaup Iifeyrissjóðs verslunarmanna og Ufeyrissjóðs Framsýnar á yfir 2 milljarða hlut þeirra í bankanum voru ekki samþykkt fyrr en á allra síðustu stundu, eða um viku eftir að Orcu- listinn var fyrst sendur inn. I Framsýn voru nokkur átök um málið og innan lifeyrissjóðs verslunarmanna var áður búið að hafna kaupunum, m.a. vegna þess að gengi bréfanna, 2,80, þótti of hátt Engu að síður voru kaupin keyrð í gegn af hálfu þeirra Víglundar Þorsteinssonar, formanns Lifeyrissjóðs verslunarmanna, Þorgeirs Eyjólfssonar, framkvæmda- stjóra sjóðsins, og Guðmundar H. Garðarssonar stjórnarmanns. Það var mikill þrýstingur í málinu, eins og það hefur verið orðað. JÓn tekinn í Sátt Það vekur athygli að forsætisráðherra samþykkir kaupendahópinn með Orcu-menn innanborðs, en þar er Jón Olafsson í Skífunni einn fjögurra forystusauða. Davið virðist þvi hafa tekið Jón Olafsson í sátt Það kemur á óvart miðað við öll þau stóru orð sem hann lét falla í garð sparisjóðanna og Kaupþings fyrir að hafa selt Orcu-hópn- um 26,5% hlut í FBA og gert leynisamning í leiðinni um að sameina Kaupþing og FBA Hamfarir forsætisráðherra gegn Kaupþingi vegna einfaldra hlutabréfaviðskipta á ftjálsum markaði eru al- gert einsdæmi. Eflaust klóra Kaupþingsmenn sér núna í kollinum og spyija hvers vegna það sé í lagi að Davíð selji Orcu-mönnum hlut í FBA en ekki þeir!? En sigur forsætisráðherra í sölu bankans er svo afgerandi að honum hefur meira að segja tekist að leysa Orcu-hóp- inn upp í frumeindir sínar. Hópurinn, sem samanstóð af fylkingum Jóns Olafssonar, Eyjólfs Sveinssonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Þorsteins Más Baldvinsson- ar, átti orðið um 28% í bankanum, en kemur framvegis ekki fram sem ein heild. A móti má spyija hvernig hægt verði að spyrna við samvinnu hluthafa á hluthafafund- um í eitt skipti fyrir öll. Þá vekur það athygli að fjórir af æðstu stjórn- endum FBA, með Bjarna Ármannsson, forstjóra FBA, í fararbroddi, eru á kaupendalistanum. Bjarni seldi bróðurpartinn af hlut sínum í FBA þegar Orcu-málið reis sem hæst, ásamt öðrum helstu stjórnend- um bankans. Ljóst er að Bjarni og Orcu-menn hafa sæst - og raunar mun það vera einn af vendipunktunum við myndun kaupendahópsins og að lífeyrissjóðirnir fengust inn í hann á lokaspretti. Kaupir FBA Kaupþing? Innan kaupendahópsins er núna haft á orði að FBA hyggist kaupa Kaupþing. Það þarf ekki að vera svo ótrúverð- ugt, þótt auðvitað þurfi tvo til við kaup og sölu. Sparisjóðirnir hafa ver- ið að tvístrast örlítið. Þannig hefur Sparisjóður Hafharfiarðar opnað glæsilega verðbréfastofu á þremur hæðum í Kringlunni. Þá er Spron með eigin verðbréfastofu og Sparisjóður vélstjóra með eigin verðbréfamiðlun. Til hvers þá að eiga Kaupþing saman? Fróðlegt verð- ur að sjá hveijir setjast í stjórn FBA, þ.e. stýra bankanum, eftir sölu rík- isins á honum. Ymsir telja að stjórnarmenn komi ekki úr nýja hluthafa- hópnum heldur verði einhveijir „valinkunnir heiðursmenn" í viðskipta- lifinu fengnir til að taka þar sæti. FBA-farsinn hefur fengið farsælar fyktir. Hann þvælist ekki lengur fyrir. Með útboðinu bauð Davíð upp í dans - og náði óvæntum snúningi í málinu. Jón G. Hauksson Stofnuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 61. ár Sjöfh Geir Ólafsson Kristín Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Ijósmyndari Bogadóttir Egilsson auglýsingastjóri Ijósmyndari útlitsteiknari RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson LJÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. -10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kredilkorti LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 561 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is ISSN 1017-3544 6

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.