Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Page 20

Frjáls verslun - 01.09.1999, Page 20
Sigríður Snœvarr, sendiherra í París, er eina konan sem gegnirstarfi sendiherra fyrir hönd Islands. herra íslands erlendis, sem og annars sendiráðsfólks, eru ein- göngu skattlögð hér á landi. Skattfrelsi Af þessu er ljóst að möguleikar sendiherra til að halda eftir góðum mánaðartekjum liggja í hinum skattfijálsu stað- aruppbótum sem að jafnaði eru um 460 þúsund á mánuði hjá sendiherra í hefðbundnu sendiráði í Evrópu. A móti kemur að maki sendiherra fær ekki greidd laun þótt á honum hvíli augljós vinna vegna starfsins ytra og auk þess getur hann þurft að segja upp ágætlega launuðu starfi hérlendis við að flytja út og fórna bæði starfsframa og lífeyrisréttindum hér heima fyrir vikið. Jafn- framt kunna sendiherrar að þurfa að halda úti öðru heimili hér- lendis vegna unglinga sem eru í mennta- eða framhaldsskólum hér heima. Raunar mun það vera algengara en hitt að sendiherrar reki tvö heimili, annað ytra og hitt hér heima. Rikið greiðir á hinn bóginn 90% af skólagjöldum barna sendi- ráðsfólks á grunnskólaaldri. Hins vegar geta þarna lika leynst tekjumöguleikar sem felast í þvi að leigja út húsnæðið heima eða einfaldlega selja það og nota andvirðið til ávöxtunar á verðbréfa- markaði; kaupa hlutabréf. Risnan Það mun vera meira en á mörkunum að risna upp á um 50 til 150 þúsund á mánuði að jafnaði dugi sendiherrum fyr- ir veislum og ýmsu öðru tengt móttökum og málsverðum. Kvöldverður á góðu veitingahúsi erlendis kostar vart undir 5 þúsund krónum á mann. Bjóði sendiherra í tvær tólf manna veislur á mánuði á veitingahúsi nemur kostnaðurinn 120 þús- und krónum - og risnan farin þann mánuðinn. Því mun það vera algengara en hitt að þeir greiði með sér varðandi veislur og móttökur og skerða þeir því staðaruppbæturnar sem því nem- ur. Færa þarf mjög nákvæmar risnuskýrslur um fjölda boða, há- degisboð og kvöldverði, fjölda boðsgesta sem og tilgang boðs- ins. Risnan telst hluti af rekstrarkostnaði sendiráða og henni er ætlað að kosta samskipti við lykilmenn í stjórnmálalífi, atvinnu- lífi og menningarlífi. Utanrikisráðuneytið fylgist með því að risnunni sé ráðstafað til þeirra verkefna sem nauðsynleg eru talin. Annað sendiráðsfólk Laun annarra sendirráðsstarfsmanna eru nokkru lægri en sendiherra. Þeir fá, eins og sendiherrar, staðaruppbætur og frítt húsnæði, auk ýmissa annarra hlunninda. Staðaruppbætur þeirra eru fast hlutfall af staðaruppbótum sendi- herrans og skiptast þannig miðað við að sendiherrann sé með 100%: Sendifulltrúar fá 70%, eða um 322 þúsund á mánuði að jafn- aði, sendiráðunautar 66%, eða um 303 þúsund á mánuði, sendi- ráðsritarar 57%, eða um 262 þúsund á mánuði, sendiráðsfullrúi 45%, eða um 207 þúsund á mánuði, og almennur ritari fær 41%, eða um 189 þúsund á mánuði. Staðaruppbætur annars sendiráðs- fólks eru að sjálfsögðu skattfrjálsar, líkt og sendiherrans - og geta nýst því til að auka tekjúmöguleika sína. Annað sendiráðsfólk, fyrir utan almenna ritara, fær einnig risnu - þó auðvitað langtum minni en sendirherrarnir, eða að jafnaði á bilinu 15 til 40 þúsund krónur á mánuði. Ekki er um fast hlutfall af risnu sendiherrans að ræða. Ljóst er t.d. að sendifull- trúar og sendiráðunautar þurfa bæði að snæða og funda með ýmsum gestum og starfsmönnum í atvinnulífinu ytra. Sömuleið- is fá aðrir sendiráðsmenn frítt húsnæði og einn þriðja greiddan Annað sendiráðsfólk Annaö sendiráðsfólk íslands erlendis fær sömuleiðis skattfrjálsar staðaruppbætur, (þær eru hlutfall af staðaruppbót sendi- herrans), risnu og frítt húsnæði. Það á einnig kost á að skipta við svonefndar tollvöruverslanir „bonded stores". Almennt gildir að diplómatískir starfsmenn geti flutt inn vörur til þess lands sem þeir starfa í (nema íslands) án þess að greiða af þeim opinber gjöld, eins og tolla eða skatta. Skattfrjálsar staðaruppbætur Möguleikar sendiherra til að halda eftir góðum mánaðartekjum liggja í hinum skattfrjálsu staðaruppbótum sem að jafnaði eru um 460 þúsund á mánuði hjá sendiherra í hefðbundu sendiráði í Evrópu. Þetta eru eins konar fjölskyldutekjur því maki sendiherra fær ekki greidd laun þótt á honum hvíli augljós vinna vegna starfsins ytra og hann fórni bæði starfsframa og líf- eyrisréttindum hér heima fyrir vikið. 20

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.