Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.09.1999, Qupperneq 25
FJÁRMÁL Samruni og samkeppni Ég held því að samruni tveggja viðskiptabanka muni ekki raska samkeppnisstöðunni með neinum afgerandi hætti. Eftir sem áður verða stórir keppinautar á markaðnum sem ætti að tryggja næga samkeppni. þjóna viðskiptavinum sínum á hverjum tíma. Því þurfa bankar að taka breyting- um í samræmi við umhverfi sitt. Netið og bankarekstur En hvað mælir með því að viðskiptabankar sameinist? Svarið er: Tækniþróun, alþjóðavæðing og afnám hafta og þörf á lækkun rekstrar- kostnaðar. Tilkoma Internetsins mun hafa meiri áhrif á bankarekstur í framtíð- inni en flesta órar fyrir í dag. Kostnaður- inn við innleiðingu nýrrar tækni, sem er forsenda þess að bankar standist sam- keppni við nýja keppinauta, verður gríðar- legur. Og það þarf stórrekstur til að standa undir honum. Alþjóðavæðing er einnig að stórum hluta tæknilegs eðlis. Með Internetinu geta bankar heimsins keppt um hylli við- skiptavina án tillits til landamæra. Og sú samkeppni fer fram þar sem viðskiptavin- urinn er á hverjum tíma, hvort heldur það er heima í stofu, í bílnum, eða á flugvellin- um. Verðlagning mun smám saman verða alþjóðleg. Sá sem ekki getur boðið kjör sem standast alþjóðlegan samanburð verður á endanum undir í samkeppninni. Staðbundin vernd mun minnka Öll höft í ljármálaviðskiptum hafa nú verið afnum- in en ennþá búa bankar við staðbundna vernd af ýmsum toga, sem skapast meðal annars af nálægð afgreiðslustaða og sam- eiginlegu tungumáli. Sú vernd mun minnka verulega eftir því sem viðskipta- vinirnir læra að nýta sér upplýsingar og samanburð á Internetinu. Með vaxandi samkeppni frá nýjum keppinautum innanlands og utan, þurfa bankar að leita allra leiða til að lækka reksturskostnað sinn. Þetta er þeim mun þýðingarmeira sem fyrirsjáanlega er þörf fyrir stórfelldar þárfestingar í tækni á komandi árurn. Hagkvæmni enn of lítil Hér á landi er hagkvæmni bankakerfisins of lítil. Þótt hún hafi aukist undanfarin ár er hlutfall kostn- aðar og tekna ennþá um 70% þegar litið er á meðaltal viðskiptabankanna þriggja auk sparisjóðanna á síðasta ári. Til samanburð- ar er þetta hlutfall 45 - 60% hjá stærri bönk- um í Bandaríkjunum og Bretlandi og um 50 - 65% annars staðar á Norðurlöndunum. Ljóst er því að þörf er á frekari hagræðingu í íslenska bankakerfinu. Reynslan, bæði hér á landi og erlendis, sýnir að fljót- virkasta og árangursríkasta leiðin tíl að lækka kostnað er að sameina fyrirtæki. Sambjöppun og samkeppni En hvað þá með samkeppnina? Eðlilegt er að menn spyrji hvort frekari samþjöppun myndi ekki draga um of úr henni. Til að svara því er nauðsynlegt að átta sig á því hvernig fjármálamarkaðurinn er byggður upp í dag. Lítum þá íyrst á lánamarkaðinn. Til þess að ná heildarmyndinni er mikilvægt að hafa í huga að erlendir bankar gegna nú þegar stóru hlutverki á íslenska lána- markaðnum með lánveitingum til rikisins, sveitarfélaga og stærri fyrirtækja. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að íbúðalán eru að mestum hluta á vegum ríkisins og þar með utan bankakerfisins. Sé markað- urinn skoðaður með þetta í huga sést að Ibúðalánasjóður er stærsti aðilinn á mark- aðnum með tæplega 33% hlut. Landsbank- inn er með tæplega 16% hlut, íslandsbanki tæplega 12%, Búnaðarbankinn um 9%, sparisjóðirnir 8% og erlendir bankar eru alls með ríflega 12% af íslenska lánamark- aðinum. Sé svo litið á markað fyrir sparnað, sem er hin hliðin á starfsemi banka, kem- ur í ljós að lífeyrissjóðir geyma langstærsta hluta sparnaðarins, eða sam- tals um 58%. Sparnaður I gegnum lífeyris- sjóðakerfið er að mestum hluta skyldu- sparnaður og bankar, verðbréfafyrirtæki og líftryggingafyrirtæki keppa um viðbót- arsparnað landsmanna. Stærsti bankinn er með 10,5% hlutdeild í sparnaðinum og bankarnir í heild ríflega 24%. Verðbréfa- sjóðir eru með 10,4% og sparisjóðirnir 7,4%. Samruni tveggja banka Ég lield því að samruni tveggja viðskiptabanka muni ekki raska samkeppnisstöðunni með neinum afgerandi hætti. Eftír sem áður væru stórir keppinautar á markaðinum sem ætti að tryggja næga samkeppni. Þar við bætist að innan tíðar verða íslenskir bankar að keppa af fullum þunga á alþjóð- legum markaði gegnum Internetið. Nú þegar hafa meira en helmingur allra ís- lenskra heimila aðgang að Internetinu og 75% landsmanna eru með aðgang að Net- inu ef vinnustaðir og skólar eru einnig taldir með. Sameining viðskiptabanka er því að mínu matí bæði nauðsynleg og skynsam- leg leið til að skapa þeim eðlilega sam- keppnisstöðu í alþjóðlegu umhverfi. 55 Alþjóðleg verðlagning Með Internetinu geta bankar heimsins keppt um hyiii viðskipta- vina án tillits til landamæra. Og sú samkeppni fer fram þar sem viðskiptavinurinn er á hverjum tíma, hvort heldur það er heima í stofu, í bílnum, eða á flugvellin- um. Verðlagning mun smám sam- an verða alþjóðleg. Sá sem ekki getur boðið kjör sem standast al- þjóðlegan samanburð verður á endanum undir í samkeppninni. Bankarekstur á Netinu Tilkoma Internetsins mun hafa meiri áhrif á bankarekstur í fram- tíðinni en flesta órar fyrir í dag. Kostnaðurinn við innleiöingu nýrr- ar tækni, sem er forsenda þess að bankar standist samkeppni við nýja keppinauta, verður gríðarleg- ur. Og það þarf stórrekstur til að standa undir honum. Enn of lítii hagkvæmni Hér á landi er hagkvæmni banka- kerfisins of lítil. Þótt hún hafi auk- ist undanfarin ár er hlutfall kostn- aðar og tekna ennþá um 70% þeg- ar litið er á meðaltal viðskipta- bankanna þriggja auk sparisjóð- anna á síðasta ári. Til samanburð- ar er þetta hlutfall 45 - 60% hjá stærri bönkum í Bandaríkjunum og Bretlandi og um 50 - 65% annars staðar á Norðurlöndunum. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.