Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 26
Gunnar Örn Kristjánsson, 44 ára forstjóri SIF, stærsta jyrirtœkis á Islandi, er í nærmynd að þessu sinni. Gunnar var þekktur knattsþyrnumað-
ur á árum áður rneð Víkingi. Hann var á sínum tíma fyrirliði Faxaflóaúrvalsins og unglingalandsliðsins í knattsþyrnu.
FV-mynd: Geir Ólafsson.
Af grónum skipstjóraættum
• • /
Gunar Orn Kristjánsson, 44 ára, er ekki adeins forstjóri SIF heldur einnig stærsta
jyrirtækis á Islandi. Hann er sagbur eitilharóur keppnismaóur meb stáltaugar.
ið sameiningu SÍF og ÍS undir
merkjum SIF varð Gunnar Örn
Kristjánsson forstjóri stærsta
fyrirtækis á Islandi - og hugsanlega
stærsta fyrirtækis í íslenskri atvinnu-
sögu frá upphafi. Hann hefur verið for-
stjóri SIF frá árinu 1993 og margfaldað
verðmæti þess frá því hann tók við
stjórnvölnum. Hann er prentarasonur af
grónum skipstjóraættum. Gunnar Örn
hóf raunar störf íyrir SIF sem endur-
skoðandi fyrirtækisins. SIF var stofnað
árið 1932. Það var fýrst einokunarfyrir-
tæki sem hafði einkarétt á útflutningi og
sölu á saltfiski frá Islandi en eftir að það
losnaði úr viðjum þeirrar einokunar á
síðasta áratug hefur það fengið byr und-
ir báða vængi. SIF hefur flárfest í öðrum
skyldum fyrirtækjum í sinni grein á al-
26
þjóðavettvangi og hefur í dag ítök í mörg-
um löndum og er orðið stærsta fyrirtæki
heims í sölu á saltfiski. Búist er við að
sameiginleg velta SIF og IS verði um 53
milljarðar á þessu ári. Starfsstöðvar hins
sameinaða fyrirtækis verða í 15 löndum
og starfsmenn um 1.700 talsins, þar af
um 1.570 erlendis.
Uppruninn: Gunnar Örn Kristjánsson
er fæddur 18. janúar 1955 í Reykjavík.
Hann ólst upp fyrstu sjö ár ævinnar á
Teigunum en flutti þaðan með foreldrum
sínum inn í Smáíbúðahverfi og þar óx
hann úr grasi við boltaspark og leiki und-
ir handarjaðri íþróttafélagsins Víkings.
TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson
Foreldramir: Kristján Karl Pálsson prent-
ari og Kristfn Jóna Guðlaugsdóttir sjúkraliði
eru foreldrar Gunnars. Gunnar er elstur
þriggja bræðra en næstur honum kemur
Hafþór, f. 1956, og síðast Steinar, f. 1960.
Þótt fáum sögum fari af sjómennsku Gunn-
ars Arnar þá á hann ættir að rekja til frægra
aflamanna. Afi hans í föðurætt var Páll Franz
Þorláksson, skipstjóri í Reykjavík, ættaður
vestan úr Djúpi og móðurafi hans var Guð-
laugur Júlíus Þorsteinsson sem einnig stýrði
skipum mestalla sína starfsævi.
Menntavegurinn: Gunnar Örn varð
stúdent frá Verslunarskólanum árið 1976
og viðskiptafræðingur af endurskoðunar-
sviði Háskóla Islands 1981. Hann fékk
löggildingu sem endurskoðandi 4. febrú-
ar 1984.