Frjáls verslun - 01.09.1999, Síða 31
Vörumerki SIF er Islandia, merkisem erfyrirtækinu afarmikils virði
á erlendum mörkuðum. Það táknar gæði oggóðan fisk frá Islandi.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra afhjúpaði nýtt merki Félags við-
skiptafrœðinga og hagfræðinga á dögunum. Hvers virði erpað merki?
öllu til skila voru gerðar heilmiklar breytingar á útliti. Helsta breyt-
ingin fólst í samræmingu. Nú kemur bankinn fram sem ein stór
heild og allir þjónustuþættír eru kynntír undir sama hatti - en þó
með ólíkum áherslum eftir þjónustuþáttum og markhópum. Ein-
sktaklingsþjónustan er nú sett fram á mun persónlulegri hátt en
t.d. þjónusta við fyrirtæki þótt stefnan þar sé engu að síður á mann-
legu nótunum. Utlitið er lýsandi fyrir stórfyrirtæki en efnið í aug-
lýsingunum telst aftur á móti lýsandi fyrir persónulega reynslu og
viðmið. I einblöðungum og bæklingum höfum við notað myndir úr
hversdagslífi fólks og viljum þannig segja fólki að með því að láta
bankann sem mest um íjármálin hafi það meiri tími fyrir lífið sjálft.“
Flugleiðir breyta um svip Nýlega var merki Flugleiða breytt,
það gert nútímalegra og mýkra. Fleiri breytingar hafa átt sér stað
og miða þær að því að styrkja ímynd fyrirtækisins og skapa því
sérstöðu. Vegna breyttra áherslna í starfsemi og rekstri Flugleiða
var talið nauðsynlegt að byggja upp sterkari ímynd meðal við-
skiptavina, ekki síst á alþjóðamarkaði, og einn þáttur í þvi var að
breyta útlitinu. Flugleiðir leituðu til Interbrand Newell & Sorreil í
Amsterdam og Islensku Auglýsingastofunnar eftir tillögum, en
sérstök deild innan fyrirtækisins hefiir séð um vinnuna innan-
húss.
„Þessar breytingar eru aðeins einn hluti af mun umfangsmeiri
vinnu þar sem unnið er í takt við kjarnagildi okkar -
sem voru ákveðin eftir markaðsrannsóknir á meðal
viðskiptavina og vinnu með starfsmönnum félags-
ins,“ segir Helgi Björnsson, forstöðumaður vöru-
merkjastjórnunar Flugleiða.
„Tilgangurinn var að komast að því hvað fyrirtæk-
ið vildi og ætti að standa fyrir - og hvernig það gæti
skapað sér sérstöðu. I kjölfarið hefur verið unnið að
breytingum á þjónustu og vinnuferli og viljum við
þannig styrkja ímynd okkar, sérstaklega á alþjóða-
markaði og gera okkur þekktari meðal væntanlegra
viðskiptavina. Utlitsbreytingar koma þessu á fram-
færi út á við en skapa líka sameiningartákn fyrir
starfsmenn. Að endingu er tilgangur þessara breyt-
inga, sem og annarra aðgerða okkar, að auka tekjurn-
ar og hagnaðinn.“
Gylltir vængir En hvaða áhætta fylgir þvi að
breyta svo rótgrónu og þekktu merki? „Hún er ekki
svo mikil þar sem nýja merkið er þróað út frá eldra
merkinu og heldur nauðsynlegri tengingu við það.
Nýja merkið byggist upp á þremur þáttum: Nafninu sjálfu, gylltum
vængjum og litum þeim sem notaðir eru. Stafagerð hefur verið
gerð nútímalegri og áhersla er lögð á grunnliti fyrirtækisins. Djúp-
blái liturinn táknar gæði og hefur sterka norræna vísun en gyllti
liturinn minnir á roðagyllt íslenskt sólarlag. Vængjunum hefur nú
verið breytt til að gefa betur til kynna hreyfingu og kraft.“
Kostur merkisins „Vörumerki er gott og mikils virði ef það sér-
kennir fyrirtækið, styrkir ímynd þess og eykur tekjur. Sérstaklega
er mikilvægt að merkið sé þekkt, tákni ákveðna, eftirsóknarverða
þætti og auki virði fyrirtækisins og þjónustu þess í augum við-
skiptavina. Sterkt merki er sá þáttur sem hvað sterkast sérkennir
fyrirtæki og erfiðast er að líkja eftir,“ segir Helgi. 33
Kostir vörumerkja
„Vörumerki er gott og mikils virði ef það sérkennir fyrirtæk-
ið, styrkir ímynd þess og eykur tekjur. Sérstaklega er mikil-
vægt að merkið sé þekkt, tákni ákveðna, eftirsóknarverða
þætti og auki virði fyrirtækisins og þjónustu þess í augum
viðskiptavina. Sterkt merki er sá þáttur sem hvað sterkast
sérkennir fyrirtæki og erfiðast er að líkja eftir.“ - Helgi
Björnsson, forstöðumaður vörumerkjastjórnunar Flugleiða.
Þar getur þú reiknað út kostnað
út frá þínum eigin forsendum.
Upplýsingar í síma 580 1090.
PÓSTURINN
www.postur.is/fjolpostur
31