Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 32
Finnur Geirsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, afhendir þeim
Olöfu Þorvaldsdóttur, til hœgri, höfundi merkisins, og Sigrúnu Árna-
dóttur, grafískum hönnuði, verðlaun í kepþni samtakanna um nýtt
merki. Þær starfa báðar á auglýsingastofunni Hér & ná.
Það einfalda er best
Liht og í boltaleik Samspilið milli þeirra Ólafar og Sigrúnar
er gott og þær segjast eiga mjög auðvelt með að vinna saman.
„Þetta er líkt og í góðum boltaleik, önnur hendir boltanum og
hin grípur og sendir áfram,“ segir Sigrún. „Fyrstu tillögur okk-
ar voru að okkar mati of þungar og við hentum þeim öllum
þegar örskammt var til skila. Þetta var svolítið sérstakt; Ólöf
stóð fyrir framan mig og sagði einfaldlega: Við hendum þessu
___________________ öllu! Eg spurði á móti hvort við ættum
ekki að skila neinu.“
Olöf Þorvaldsdóttir og Sigrún K. Arnadóttir; hjá
auglýsingastofunni Hér og nú, unnu nýlega sam-
keþþnina um merki Samtaka atvinnulífsins. Alls
157 tillögur bárust í keþþnina!
ið vildum hanna einfalt, þjált og sígilt merki sem sýndi
á táknrænan hátt það sem við töldum að merkið ætti
að tákna, þ.e. samvinnuvettvang sjö samtaka í íslensku
atvinnulífi með það að takmarki að ná betri árangri," segir Ólöf
Þorvarðsdóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda auglýsinga-
stofunnar Hér og nú. Hún, ásamt Sigrúnu K. Árnadóttur, graf-
ískum hönnuði auglýsingastofunnar, unnu nýlega samkeppn-
ina um merki Samtaka atvinnulífsins. Alls 157 tillögur bárust til
dómnefndar.
Merkið er dimmblár femingur með sjö hvítum línum sem mynda
sjö samtengd S í sterkri uppsveiflu.,Jægar við tökum þátt í svona
verkefni reynum við að skapa okkur mynd af aðstæðum - hvað er það
sem slík samtök þuría og hvert ætla þau að stelha? segir Óliif.
Blátt er traust Svo fór þó ekki. Upp úr
þessu hófust þær handa aftur, að þessu
sinni frá alveg nýrri hlið. Ólöf fékk hug-
mynd sem hún lagði fram, Sigrún greip
hana á lofti og vann hana. Þær voru sam-
mála um að nota S-ið og láta á það reyna
hvort A-ið kæmi af sjálfu sér þegar vinn-
an kæmist á lokastig. A-ið er felumynd
en S-ið sem bylgjast um bláan feldinn
varð útkoman. En af hveiju bláan grunn?
„Blái liturinn hefur marga kosti.
Dökkblár er íhaldssamur í eðli sínu og traustvekjandi. Hann
rastast vel og það er auðvelt að vinna með hann í dagblaðsaug-
lýsingum og svo fer hann vel með flestum öðrum litum. Þetta
merki Samtaka atvinnulífsins verður áberandi og á eftir að
standa með fjölda annarra merkja í framtíðinni. Slíkt merki
þarf að vera klassískt, einfalt og meðfærilegt og þannig að fólk
fái ekki leið á því.
Þar að auki á blái
liturinn sér sterkan
sess í huga þjóðar-
innar og sagt er að
við notum hann
mun meira en
margar aðrar þjóð-
ir. Það sést til
dæmis vel í mynd-
listinni. I gegnum
þennan bláa, ferkantaða flöt merkisins létum við hvítu línurnar
streyma eins og ífískan stormsveip í sterkri uppsveiflu til að
sýna stefnu samtakanna og íramtiðarsýn.“
SAMTÖK ATVINNULIFSINS
Vinningsmerkið ersjö hvítar línur
á dimmbláum grunni.
MARKAÐSMÁL
„Við gengum strax út frá sterku grunnformi sem okkur
þótti táknrænt fyrir það sterka afl sem verið var að mynda og
væri ætlað að vera grundvöllur að framþróun. Fyrst í stað leit-
uðum við nokkurra leiða með upphafsstafina en vorum ekki
ánægðar. Við fundum að vísu nokkrar lausnir en enga sem við
vorum nægilega sáttar við. Við vildum ekki merki sem væri
þungt, staðnað eða í gömlum farvegi, heldur merki sem sýndi
bjartsýni er byggði á traustum grunni."
Olöf Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Hér & nú. „Það einfalda er
best! Við vildum hanna einfalt, þjált og sígilt merki. “
texti: vigdís stefánsdúttir mmmmmmmammmmmmmmmmm
Mikill heiður Það er mikill heiður fyrir auglýsingastofu að
vinna til slíkra verðlauna og ekki síst fyrir Sigrúnu sem er ný-
útskrifuð. Hún er að vonum ánægð með sinn hlut og þær eru
sammála um að tækiíærið til að vinna með samtökum á borð
við Samtök atvinnulífsins sé mjög áhugavert. Frá því að úrslit
lágu fyrir hefur Hér & nú unnið að pappírsgripum fyrir Samtök
atvinnulífsins, eins og bréfsefni, fána, skjöld utanhúss, reikn-
inga og fleira. S3
32