Frjáls verslun - 01.09.1999, Síða 38
Ferdaþjónusta feðganna, Sportferðir, var stofnuð árið 1994 utan um ferðaþjónustuna í Ytri-
Vík. „ Við skipuleggjum afþreyingaferðir fyrir einstaklinga og hóþa, eins og hestaferðir, vélsleða-
ferðir, jeppaferðir, sjósleðaferðir og veiðiferðir. Þetta eru skemmtiferðir sem við höfum þróað á
löngum tíma. “
sérstaklega eftir að heitir pottar voru settir
við hvert hús.
„Við höfum ávallt tekið smáskref í einu í
uppbyggingu ferðaþjónustunnar," leggur
Sveinn áherslu á. „Fyrir nokkrum árum
uppgötvuðum við t.d. heitt vatn á jörðinni
sem nú er búið að bora fyrir með góðum ár-
angri. Það kemur sér vel og með því er nú
fyrst góð undirstaða til þess að byggja hér
upp meiri og ahliða ferðaþjónustu allan árs-
ins hring.“ í Ytri-Vík er boðið upp á sex bú-
staði til leigu, ásamt herbergjum í gamla
bænum, og er gistirými fyrir rúmlega 60
manns.
Með ferðaþjónustunni í Ytri-Vík hafa
Sveinn, Jón Ingi og Marinó komið á laggirn-
ar fyrirtækinu Sportferðum. Það var stofn-
að árið 1994 utan um ferðaþjónustuna í Ytri-
Vík, sem og utan um starfsemi sem þeir
voru með á Akureyri og sneri að ýmiss kon-
ar afþreyingu.
Þar á meðal var útleiga vélsleða og sjó-
sleða, hestaíerðir og sjóstangveiði, sem var
og er raunar enn tengd ferðaþjónustu
bænda en undir markaðssetningu Sport-
ferða. I dag er Sportferðir vaxandi fyrirtæki
og feðgarnir uppfullir af hugmyndum um
uppbyggingu þess og það hvað fyrirtækið
getur boðið viðskiptavinum sínum upp á.
„Við erum með skipulagðar afþreyinga-
ferðir fyrir einstaklinga og hópa,“ segir
Marinó. ,AHar eru þær byggðar upp á okk-
ar áhugamálum sem tengjast útivist. Við
töldum að þessar ferðir yrðu vinsælar, eins
og komið hefur á daginn, en þarna er um að
ræða hestaferðir, vélsleðaferðir, jeppaferðir
og veiðiferðir. Þetta eru skemmtiferðir sem
við höfum þróað á löngum tfrna og við reyn-
um að hafa eitthvað fyrir alla. Við gefum öll-
um hugmyndum sem við fáum ákveðinn
reynslutíma áður en við byijum að auglýsa
þær og fara af stað með markaðssetningu.
Sportferðir eru í samstarfi við önnur ferða-
þjónustufyrirtæki um gerð ýmissa pakka-
ferða og verið er að markaðssetja þær ferð-
ir ásamt því sem Sportferðir hafa upp á að
bjóða.“
Markaðssetning Ferðaþjónustan og
starfið í kringum Sportferðir hefur verið
hálfgert gæluverkefni feðganna hingað til.
Það er þó orðið ansi stórt í sniðum og í sum-
ar voru ráðnir tveir starfsmenn feðgunum
til aðstoðar. „Við sjáum marga möguleika
hjá Sportferðum sem við þurfum að sinna
vel og þar af leiðandi verðum við að leggja
okkur meira í fyrirtækið," segir Jón Ingi og
nefnir að Sveinn faðir þeirra hafi frá upphafi
HBHHHHBHHHHBHHHBHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHBHHHH
ferðaþjónustu á Ytri-Vík notað byggingafyr-
irtækið og búskapinn til að hafa fé í ferða-
þjónustuna því uppbyggingin hafi verið
löng og hæg og peningarnir tekið tíma að
skila sér til baka. Nú sé hins vegar komið að
því að sinna fyrirtækinu daglega.
Marinó segir að ferðaskrifstofur, bæði
eriendis og hérlendis, séu farnar að veita
Sportferðum miklu meiri athygli en áður
því fyrirtækið sé búið að sanna sig að
ákveðnu leyti. „Við sjáum þann möguleika
að halda þessu starfi okkar áfram, markað-
urinn er að opnast okkur en enn vantar mik-
ið upp á tíl að við getum markaðssett okkur
eins og við vildum. Okkur vantar peninga í
fyrirtækið, tímum ekki að fá þá að láni og
erum þolinmóðir. Hins vegar reynum við að
fara nýjar leiðir. I gegnum Reykjavíkur-
markaðinn eru ákveðin tækifæri, komur
skemmtiferðaskipa skapa ákveðna mögu-
leika sem og flug frá Evrópu tíl Akureyrar,
þ.e. hvataferðir/dagsferðir fyrir stærri fyrir-
tæki.“
„Hitt er svo annað mál að ferðaþjónustan
byggist á markaðssetningu. Besta auglýs-
ingin er ánægja fólksins sem kemur tíl okk-
ar. En peningarnir þurfa líka að vera til stað-
ar. Þá er kannski hægt að fá með því að vera
bjartsýnn, setja upp viðskiptaáætlun sem
sýnir óskastöðu þess að reka ferðafyrirtæki
og fá út á hana fé. Það er bara ekki nóg.
Grunnurinn þarf að vera tíl staðar tíl að pen-
ingarnir ávaxti sig á eðlilegan hátt. Sé hann
ekki fyrir hendi eru fyrirtæki fljót að verða
gjaldþrota. Við þurfum stærri markað; fleiri
ferðamenn, til að geta hrint ýmsum hug-
myndum okkar í framkvæmd. Við auglýs-
um hér og nú eftír þeim sem vilja leggja fjár-
magn í heilsuhótel hér hjá okkur. Hér er allt
til þess, það vantar einungis fjármagnið til
að drífa þessa hugmynd af stað. Ferðaþjón-
usta á Islandi á óhemju möguleika. Ferða-
lög fólks um heiminn aukast stöðugt."
ímynd Eyjafjarðar Þeir feðgar eru sam-
mála um að samkeppni í ferðaþjónustu
skiptíst ekki milli á Norðurlands og Suður-
lands. Þeir segja ísland eina heild sem sé í
samkeppni við hin Norðurlöndin en ásókn-
in í Norðurlandið verði ekki meiri fyrr en
byggð verði upp ákveðin ímynd svæðisins.
„Okkur finnst stjórnvöld hér á svæðinu,
þ.e. í Eyjafirði og á Norðurlandi, ekki hafa
nægilega innsýn í þessi mál og hvaða
möguleikar eru fyrir hendi,“ nefnir Mar-
inó. „Engin ein ímynd hefur fundist til að
nota í markaðssetningu svæðisins og
menn sveiflast til og frá. Það er kannski
eðlilegt því svæðið er ungt í ferðaþjónustu,
38