Frjáls verslun - 01.09.1999, Qupperneq 44
Móeibur Júníusdóttir söngkona. „Hún hefur verið í samstarfi við Tommy Boy í eitt og hálft ár.
Margt gott hefur komið lít úr því en hringlandaháttur hefur verið í ákvarðanatökum þeirra
um hvort þeir eigi að leggja áherslu á Bandaríkin eða Evróþu. “ FV-mynd: Ari Magnússon
- Nú liggur fyrir skýrsla frá iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytinu. Er fyrirsjáanlegt að
sú vinna skili einhveiju?
„Upphaf þessa er grein sem ég skrifaði
og sendi öllum ráðherrum síðla árs 1995.
Ur varð að viðskiptaráðherra, Finnur Ing-
ólfsson, skipaði nefnd sem vann samantekt
og tillögur fyrir hönd viðskipta- og iðnaðar-
ráðuneytis. Sú nefnd skilaði áliti í upphafi
árs 1997. Ríkisstjórn fjallaði á jákvæðan hátt
um þetta álit og skipaði annan vinnuhóp til
að útfæra tillögurnar. Sá hópur hefur því
sem næst lokið sínu starfi. A síðasta ári var
útbúið frumvarp um Útflutningssjóð tónlist-
ariðnaðarins sem stóð til að leggja fyrir Al-
þingi en ekkert hefúr orðið úr því. Það hef-
ur ekki náðst samstaða innan ríkisstjórnar-
innar um málið. Mér skilst að flöskuhálsinn
sé í menntamálaráðuneytinu,“ segir Steinar.
Beðið eftir Evrópu Hann kveðst vita af
eigin reynslu að útgefendur hafi átt mögu-
leika á því að fá styrk frá menntamálaráðu-
neytinu en það sé liðin tíð. „Núna er okkur
vísað á dyr og sagt að tala við iðnaðarráðu-
neytið, m.ö.o. útgefendur eru ómenningar-
legir. Það er afskaplega sorglegt og mikill
misskilningur ef menntamálaráðuneytið tel-
ur að tónlistariðnaðurinn sé einhvers konar
ógn við tónlistarmenningu í landinu. Iðnað-
urinn vex af menningunni þar sem það á við
og vilji er til. Það er nauðsynlegt að skil-
greina menningar- og útflutningsstyrki
þannig að verkskipting ráðuneytanna
standi ekki í vegi framþróunar.
I frumvarpinu er sérstaklega tekið tillit til
aðstæðna þeirra sem vinna við klassíska tón-
list vegna þess að aðferðafræði við að koma
henni á markað erlendis getur verið önnur
en við að markaðssetja popptónlist Frum-
varpsdrögin voru unnin í náinni samvinnu
við aðila sem komið hafa að markaðssetn-
ingu á klassískri tónlist erlendis. Menning
verður ekki metin út frá útflutningsmögu-
leikum eða Ijárhagslegu verðmætagildi. Það
er fráleitt að svo einsleitt mat verði ráðandi.
Þessi viðbrögð tefla ekki eingöngu framgang
málsins heldur leiða til þess að ákveðið for-
skot, sem við höfðum til dæmis umfram sum
hinna Norðuríandanna, hefur minnkað og
önnur lönd hafa siglt fram úr okkur hvað
þessa möguleika varðar," segir Steinar.
- Bókaútgefendur hafa orðið frægir fyrir
kröfúr sínar um niðurfellingu á virðisauka-
skatti. Hvernig snertir þetta tónlistariðnað-
inn?
Virðisaukaskattur á íslenskri tónlist er
24,5 prósent, á bókum 14,5 prósent, en á ís-
lenskum kvikmyndum 0 prósent. Við höf-
um ekki farið fram á að virðisaukaskattur
verði felldur niður af plötum. Við gáfumst
upp á þeirri málaleitan fyrir nokkru síðan.
Við höfum frekar lagt til að Islendingar
fylgi þeirri þróun í skattalegum efnum sem
er í gangi núna innan Evrópusambandsins
og EES. Þar eru miklar umræður um til
dæmis alls konar skattalegar ívilnanir til
listamanna eða framleiðslu, líkt og til kvik-
myndaiðnaðarins, samræmt virðisauka-
skattstig á menningarafurðir og svo fram-
vegis Af hveiju ættu til dæmis ekki að gilda
sömu reglur um framleiðslu kvikmynda og
kvikmyndatónlistar. Eins og virðisauka-
skattsstigið sýnir þá er fjarri lagi að jafnræði
sé í gangi milli menningargreina. Frum-
kvæði í þessum málum mun því að öllum
líkindum koma frá meginlandi Evrópu en
ekki íslenskum stjórnvöldum." B3
Útflutningssjóður tónlistariðnaðarins
„Á síðasta ári var útbúið frumvarp um Útflutningssjóð tónlistariðnaðarins sem stóð til að leggja fyrir Aiþingi en ekkert hefur
orðið úr því. Það hefur ekki náðst samstaða innan ríkisstjórnarinnar um málið. Mér skilst að flöskuhálsinn sé í menntamála-
ráðuneytinu."
Tveir brestir
„Tveir brestir eru í málinu varðandi útflutning á tónlist; áhugaleysi og sinnuleysi stjórnvalda og samstöðuleysi í tónlistariðn-
aðinum sjálfum. Samskipti útgefenda,flytjenda og höfunda bera allt of mikinn keim af samskiptum atvinnurekenda og laun-
þega. Nauðsynlegt er að þessir þrír aðilar séu samstilltir og samskipti þeirra séu á góðum nótum.“
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
44