Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 46
Ekkert mat hefur hér verið lagt á þann missi sem yrði af Eyjabökkum, fágœtum gróðurreit í 650 metra hœð. Það taþ kemur sem viðbót á
þeningalegt taþ af virkjuninni. „I öllu talinu um náttúrusþjöll á Eyjabökkum kemur stöku sinnum fyrir að sþurt sé hvort virkjunin borgi sig -
þó að flestir gangi að því vísu,“ segir greinarhöfundur.
FV-mynd: Ó.R.
Um 13 milljarða króna
tap af Fljótsdalsvirkjun
Er ástæda til pess ab meta arösemi virkjana? „Þab er nú bara pannig, ab ef
menn vœru alltafab reikna allt út, væri ósköp lítib gert hér á landi“- Jóhann
Gunnar Bergpórsson, fráfarandi forstjóri Hagvirkis, 1992.
Ööllu talinu um náttúruspjöll á Eyja-
bökkum kemur stöku sinnum fyr-
ir að spurt sé hvort virkjunin
borgi sig - þó að flestir gangi að því vísu.
Olafur Hannibalsson bar þessa spurningu
upp á alþingi í fyrravetur. Hann lagði til að
nýjar virkjanir færu ekki einungis í um-
hverfismat (eins og skylt er um þær sem
ekki höfðu leyfi 1994) heldur yrði arðsemi
þeirra einnig könnuð. Sumir furða sig
kannski á því að yfirleitt þurfi að flytja þetta
mál. Virkjanir eru dýrar og mikilvægt að
46
vel sé að þeim staðið. En einhverra hluta
vegna virðast vangaveltur um arðsemi
þeirra ekki halda vöku fyrir Islendingum.
Skammt er síðan iðnaðarráðuneytið kynnti
tölur um gróða af fýrirhuguðu álveri á
Reyðarfirði. Ekki var vikið orði að því
hvort hagnaður yrði af virkjun fyrir það.
Mætti þó halda að þær upplýsingar ættu
meira erindi við almenning, sem mun eiga
virkjunina, en ekki álverið. Ekki vantar að
margir þykist vita útkomuna á arðsemis-
matinu en þeir hafa yfirleitt ekki átt við töl-
ur, heldur eru þeir að taka pólitíska af-
stöðu. Það er í huga margra einn af horn-
steinum sjálfstæðisstefnunnar að virkjanir
og álver færi landsmönnum auð. Umhverf-
isverndarmenn segja lítið um arðsemi
virkjana, enda kannski hafnir yfir slíkan
hégóma. Oftast má þó skilja á málflutningi
þeirra að í virkjanamálunum togist á spjöll
á náttúrunni og peningalegur gróði. Hið
viðtekna virðhorf er að ekki þurfi að skoða
arðsemishliðina: „Við vitum þetta“. Frum-
varpi um arðsemismat var stungið undir