Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 49

Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 49
VIRKJANIR F I j ó t s d a I s v i r k j u n , fjárhæðir í milljörðum króna Forsendur Undirbúningur (þegar greiddur)................. -3 Stofnkostnaður (ógreiddur).................... -25 Rekstrarkostnaður/stofnkostnaði..............0,8% GWst/ári.....................................1.250 Rafmagnsverð aurar/kwst........................ 88 Reiknivextir................................... 6% Endingartími.................................45 ár Tekjur og gjöld á núvirði Stofnkostnaður.................................. -25 Rekstrarkostnaður................................ -3 Tekjur........................................... 18 Afkoma aðfrátöldum undirbúningskostnaði......... -10 Undirbúningur (þegar greiddur)................... -3 Heildarafkoma (tap)............................. -13 Heimildir: Landsvirkjun, eigin útreikningar orku og ætti að vera landsmönnum hvatning til að flana ekki að neinu í rafmagnssölumálum, timinn vinnur með þeim. Mældu rétt... Þó að opinber arðsemisathugun hafi ekki verið gerð á Fljótsdalsvirkjun hafa Þjóð- hagsstofnun og fleiri látið frá sér tölur um áhrif fram- kvæmdanna á hagvöxt. I grein í Morgunblaðinu 24. nóvember 1998 gerði Tryggvi Felixson hagfræðing- ur og aðstoðarskátahöfðingi nokkrar kurteislegar at- hugasemdir við tölur sem Finnur Ingólfsson iðnaðar- ráðherra nefndi á fundi. Daginn eftir birtist í blaðinu bráðskemmtilegt svar ráðherrans, sem sagði meðal annars: „Enn ber þó nokkuð á óvandaðri umfjöllun um orkufrekan iðnað. Ein slík grein birtist í Morgun- blaðinu í gær þegar Tryggvi Felixson, embœttismað- ur í þjónustu ríkisstjórnarinnar (leturbreyting mín), reynir að gera tölur mínar um þjóðhagsleg áhrif frek- ari stóriðjuframkvæmda tortryggilegar....“ Þetta var í fyrsta skipti af þremur í greininni sem Finnur minnti Tryggva á hjá hveijum hann starfaði. Tryggvi vann um þessar mundir i íjármálaráðuneytinu. Þetta lýsir þeim vanda sem þeim hagfræðingum er á höndum, sem efast um hag af stóriðju- og virkjanaframkvæmd- um. Ekki er nóg með að Þjóðhagsstofnun og ráðu- neyti vinni hörðum höndum að þvi að koma upp stór- iðju hér á landi. Bankarnir, þar sem helst er að finna hagfræðinga utan ríkisstofnana, eru nú komnir á kaf í undirbúning álvers á Reyðarfirði. 1 Landsvirkjun hefur greitt í ábyrgðargjald 0,15-0,25% af skuldbindingum rikisins vegna hennar. Þetta er aðeins brot af verðmæti ábyrgðarinnar, sem lækkar vexti fyrir- tækisins um eitt eða íleiri prósent. 2 Sjá til dæmis Frjálsa verslun, 9. tölublað 1998: Garðyrkju- maður græðir á landsölu. 3 Björn Th. Björnsson (1987): Þingvellir staðir og leiðir, 2. útgáfa, bls. 126, Bókaútgáfa Menningarsjóðs. 4 Samtal við Þorstein Hilmarsson, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, 17. október. 5 Sjá Pearce, D.W. (1994): The Environment í Layard og Glaister (ritstj.): Cost-Benefit Analysis, 2. Útg., Cambridge University Press. „...hver orhuveita ...fór í framhvæmdir...í trausti þess að hún ætti viðhomandi markað og gæti alltaf velt kostnaðinum á neytendur..“ Samkvæmt lögum má orkusala til stóriðju ekki leiða til hærra rafmagnsverðs til almennings- veitna en ella myndi verða. Ymis rök eru fyrir því selja rafmagn til stóriðju við lægra verði en til almenningsveitna. Orkunotkun stóriðju er jöfn og krefst því tiltölulega minna afls en sala til almennings. Stóriðjan kemur líka inn í heilu lagi, þannig að virkjanir eru ekki illa nýttar í mörg ár. Fyrir tíu árum taldi Landsvirkjun að langtímakostnaður á kwst væri 25-30% lægri þegar virkjað væri fyrir stóriðju en fyrir almenning. Þá var gert ráð fyrir að þessi hlutföll myndu endurspeglast í orkuverði hér á landi fljótlega upp úr aldamótum. Arið 1998 var mjög langt í land. Þá kostaði rafmagn til stóriðju að meðaltali 88 aura á kwst, sem fyrr segir, en til almenningsrafveitna 2 krónur og 80 aura á kwst - meira en þrefalt meira. Þetta bendir til að almennir rafmagnsnotendur niður- greiði rafmagnskostnað stóriðju hér á landi. I þessu sambandi er fróðlegt að lesa ávarp Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, stjórnarformanns Landsvirkjun- ar, á samráðsfundi 23. apríl 1999. Þar ræðir hann ástæður þess að sala á raf- magni var gefin frjáls í Noregi: „I viðræðum okkar Landsvirkjunarmanna við þarlenda forráðamenn í raforkugeiranum kom fram að helsta forsendan fyrir þeim breytingum sem þeir fóru i fyrir um áratug síðan var hið svæðis- og sveit- arfélagabundna skipulag sem þar var á framleiðslunni. Slíkt skipulag gerði það að verkum að hver orkuveita fyrir sig fór í framkvæmdir út frá sínum forsend- um og í traustí þess að hún ættí viðkomandi markað og gætí alltaf velt kostn- aðinum á neytendur á sínu svæði.“ Skyldi vera kominn tími tíl þess að gefa raf- magnssölu frjálsa á Islandi líka? 33 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.