Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Page 58

Frjáls verslun - 01.09.1999, Page 58
Er tískan að brey Þegar fulltrúar Orcunnar héldu blaöamannafund og tilkynntu um kaupin á hlut FBA þóttu þeir ansi óforstjóralegir i klædaburdi. Anna F. Gunnarsdóttir í klæöaburö fjórmenninganna á fundinum og metur tískustrauma enn halda ekki blaðamannafund á hverjum degi og greina frá einhverjum mestu hlutabréfaviðskiptum í ís- lensku viðskiptalífi frá upphafi. Það vakti því óskipta at- hygli margra hve fulltrúar Orcunnar, Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri Samherja, Eyjólfur Sveinsson, forstjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, DV, Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Jón Olafsson, stjórnarformaður Norðurljósa, sem m.a. reka Stöð 2 og Skífuna, voru óforstjóralegir í klæðaburði þegar þeir héldu margumræddan blaðamannafund sinn á Lækjarbrekku hinn 13. ágúst. sl. Þeir tilkynntu þá kaup Orcunnar á 26,5% hlut Scandin- avian Holding í FBA og hverjir stæðu að félaginu. Þessi viðskipti voru í raun engin venjuleg tíðindi, um var að ræða einhver mestu einstöku hlutabréaviðskipti á Islandi til þessa; viðskipti upp á yfir 5 milljarða króna. A hluthafafundi í FBA á Grand hótel skömmu síðar, eða hinn 31. ágúst, var klæðaburður þeirra nokkuð breytt- ur og ólíkt forstjóralegri. Þess má geta að Baugur og Samherji eru almenningshlutafélög og skráð á Verbréfaþingi. Er tískan að breytast? En er tískan að breytast? Anna F. Gunn- arsdóttir útlitssérffæðingur, sem rekur ráðgjöfina Anna og útlit- ið, segir að jakkaföt séu enn hin dæmigerðu einkennisföt í við- skiptalífinu; dökkblá, grá eða svört. Þetta hefur ekki breyst mik- Jakkaföt eru enn hin dæmigerðu einkennisföt í viðskiptalífinu; dökkblá, grá eða svört. Þetta hefur ekki breyst mikið frá ein- um tíma til annars þótt nú beri meira á því að ungir menn í viðskiptalífinu hugi meira að öðrum tískustraumum. Arkitektar geta leyft sér að blanda saman litum og sleppa bindi, klæðast fallegum bolum og skyrtum. myndir: Geir ðiafssan mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm 58

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.