Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.09.1999, Qupperneq 59
ið frá einum tíma til annars þótt nú beri meira á því að ungir menn í viðskiptalífinu hugi meira að öðrum tískustraumum. Arkitektar geta leyft sér að blanda saman litum og sleppa bindi, klæðast fallegum bolum og skyrtum. Fé- lagsráðgjafar nýta sér gjarnan hnepptar jakka- peysur við stakar buxur. Flestir háskólapró- fessorar ganga í flauelsbuxum, bolum og stök- um jökkum - nema í viðskiptadeildinni, þar ganga þeir í jakkafötum. Verðbréfasalar klæð- ast venjulega dökkum buxum og blárri skyrtu og stundum rauðum axlaböndum. Kennarar eru lausir við einhverja sérstaka ímynd og klæða sig mjög misjafnlega. Jakkafatalínan lögð til hliðar Anna F. Gunn- arsdóttir útlitssérfræðingur segir að nýir tísku- straumar stuðli að því að ungir menn í við- skiptalífinu séu smám saman að verða kæru- lausari í klæðnaði og meiri töffarar í útliti en áður. „Þeir eru æ meira að leggja hina klass- ísku jakkafatalínu til hliðar og brydda upp á nýjungum, kaupa ný snið í jakkafötum og fýlgjast með ímynd sinni og útliti - eða hreinlega að vanrækja það.“ Hún segir að bindi sé ekki lengur nauðsynlegt í viðskiptalífinu enda sé það hálf hjákátlegt við jakka með kínakraga. Núna vilja ungir menn í viðskiptalífinu klæðast samlitum fötum; svörtum, gráum eða dökkbláum. „Einfalt og klikkar varla,“ segir Anna. En hvernig met- ur Anna hinn ófor- stjóralega klæða- burð ijórmenning- anna á blaðamanna- fundinum í Lækjar- brekku þar sem þeir greindu frá einhverjum mestu einstöku hluta- bréfaviðskiptum á Islandi og hverjir stæðu að Orcunni. Hún telur raunar að með klæðaburði sínum hafi þeir verið að til- kynna vald sitt og ríkidæmi. „Með útlití sínu og klæðaburði gáfu þeir í skyn að þeir væru sjálfstæðir, hvergi smeykir og gerðu það sem þeim sýndist." JÓn Asgeir „Forstjóri Baugs er mjög nýtískulegur og fylgist vel með. Það er fremur strákaleg sportlína sem hann fylgir. Gler- augun eru góð og fara honum vel. Hann virkar töff. Það er ekki venja í viðskiptum að klæðast leðurjakka því að honum fylgir alltaf ákveðið kæruleysi og ógnun. Með útliti sínu er Jón Ásgeir eiginlega að sýna að honum sé nákvæmlega sama um það hvað tast? Scandinavian Holding í útlitssérfrædingur rýnir í vidskiptalífinu! Anna F. Gunnarsdóttir rekur ráðgjöfina Anna og útlitið og ráðleggur starfsmönnum fyr- irtækja um útlit og framkomu. Hún rýnir hér í klœðaburð fiórmenninganna í Orcunni á blaðamannafúndinum sem þeir héldufyrr í haust. Þetta var enginn venjulegurfundur. Til umræðu voru einhver mestu einstöku hlutabréfaviðskipti í íslensku viðskiptalífi til þessa. aðrir segja. Hann fýlgist með tískunni, er til dæmis í öllu dökku. En hann klárar ekki dæmið og nær ekki að vera nógu stílhreinn. Hann mætti vera fágaðri í klæðaburði. Það hefði verið skemmti- legra að sjá hann í gráum tónum á móti svarta leðurjakkanum. Þá hefði verið örlítið léttara yfirbragð yfir honum. Svo fmnst mér að hann hefði mátt raka sig og hárlínan hefði mátt vera stíl- hreinni.“ Þorsteinn iviár „Blátt er tákn heiðarleikans. Það vantar meiri tísku í útlit hans. Hann hefði mátt raka sig og svo ber óhneppt efsta tala á skyrtu alltaf vott um kæruleysi. Klippingin á Þorsteini Má er allt í lagi en það mætti alveg útfæra hana betur og fá meiri stíl í hana.“ JÓn ÚlafSSOn ,Jón fylgist greinilega vel með. Hann er í dökkum fötum og sniðið á jakkanum er nýtt. Jakkinn er klassískur og finn. Eins og hjá Jóni Ásgeiri og Þorsteini Má endurspeglar klæðaburð- ur hans visst kæruleysi. Gleraugun eru í lagi og fylgja vel auga- brúnunum en það mættí gera hann reffilegri með öðru lagi á gler- augunum. Það er í sjálfu sér í góðu lagi að velja skyrtu sem ekki krefst bindis en bæði Þorsteinn Már og Jón eru í skyrtum sem kalla á bindi. Jón er sá eini í hópnum sem ekki er órakaður.“ Eyjólfur „Bindið fer vel með skyrtunni og jakkanum. Gleraug- un eru góð og ganga alveg upp. Mér sýnist að hann ættí að velja steingrátt eða dökkblátt ffekar en svart. Svart gerir hann svolít- ið þreytulegan. Hann mætti raka sig. Hárið á honum fylgir ágæt- lega nýju læknalínunni í Bráðavaktinni, þetta er þessi Clooney- greiðsla. Eins og sést á hneppingunni er nýtt snið á jakkanum. Það er alltaf gott að vera í jakka þegar maður fer á blaðamanna- íund. Því meira sem maður byggir upp öxlina þeim mun meira vald hefur maður.“ m Flestir háskólaprófessorar ganga í flauelsbuxum, bolum og stökum jökkum nema I viðskiptadeildinni, þar er meira um að þeir gangi í jakkafötum. Fálagsráðgjafar nýta sér gjarnan hnepptar jakkapeysur við stakar buxur. 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.