Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Síða 60

Frjáls verslun - 01.09.1999, Síða 60
Höggmyndin ÖRVI eftir Helga Gíslason, sem nýlega varafhjápuð á vegg höfuðstöðva VISA Islands í Mjódd. Hið nýja listaverk og tákn VISA byggir á rafeindatækninni. Það er einkar táknrœnt fyrir veröld framtíðar, snjallkort og netviðskiþti, sem móta munu upplýsingaþjóðfélagið á komandi öld og leiða til hins „seðlalausa samfélags“ áður en langt um líður hér á landi. VISA ... VINUR UM VERÖLD ALLA! Mikil og ör breyting hefur orðið á greiðsluháttum þjóðarinnar með tilkomu VISA kreditkortanna á undanförnum tveimur áratugum. Þau eru nú almennt notuð til hvers kyns innkaupa og ekki síst til þæginda og öryggis á ferða- lögum. Eftir að rafræn greiðslukortaviðskipti með posum hófust upp úr 1990 og debetkortin komu til sögunnar hafa kortaviðskiptin margfaldast og nema nú í ár um 200 milljörðum króna alls. Þar af er markaðshlutur VISA um 70% en fyrirtækið hefur verið leiðandi á sínu sviði og brydd- að upp á margvíslegum nýjungum, svo sem boðgreiðslum og raðgreiðslum, sem vakið hafa at- hygli langt út fyrir landsteina. Nú eru í gildi um 125.000 VISA kreditkort, 7 tegunda, auk 175.000 VISA Electron debetkorta og eru yfir 90% þeirra notuð í hverjum mánuði, innanlands sem utan. Lætur nú nærri að um 80% smásöluviðskipta fari fram með greiðslukortum og yfir 60% einkaneyslunnar, ef fast- eignakaup eru undanskilin. ísland er það land í heiminum sem stendur næst því að verða fyrsta seðlalausa samfélagið. Ekkert lát er á velgengni fyrirtækisins, sem aukið hefur veltu sína um 17% í ár og kynnir jafnt og þétt athyglisverðar nýjungar fyrir korthafa og kaupmenn. Stjórn VISA Islands ásamt framkvœmdastjóra: Einar S. Einarsson frkvstj., Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, Sigurður Hafstein, bankastjóri Sparisjóðabankans, Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, Björn Björnsson, frkvstj. Islandsbanka. Forstöðumenn VISA: Júlíus Óskarsson, tæknisviði, Andri V. Hrólfsson, fyrirtœkjasviði, Anna Inga Grímsdóttir, hagsviði, Einar S. Einarsson frkvstj., Þórður Jóns- son, korthafasviði, Leifur Steinn Elísson aðstfrkvstj., fjármála- og rekstarsviði. NÝJUNG í KORTAFLÖRUNNI: VISA INFINITE - EÐALKORT EBALKORTI0 „INFINITE" er nýjasta greiðslukortið sem VISA ísland hefur hleypt af stokkunum og tekur fram öllum öðrum kortum á markaðnum, ekki aðeins innan vébanda Visa International heldur þótt víðar væri leitað. EÐALKORTIÐ mun bjóðast bestu og mikil- vægustu viðskiptavinum banka og sparisjóða. Á al- þjóðavísu heitir kortið „Infinite" sem þýðir óendan- leiki. Heiti kortsins er táknrænt fyrir þá afburðagóðu eðalkort þjónustu, fríðindi og forréttindi sem því munu fylgja. Þar við bætist að viðskiptavinir eiga í framtíðinni von á sértilboðum og nýjung- um langt umfram það sem þekkst hefur til þessa. Auk þess munu þeir njóta rýmri eyðsluheim- ilda og hagstæðari vaxtakjara en almennt gerist og fá enn betri VISA INFINITE, eðalkortið fína. 60 AUGLÝSINGAKYNNING

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.