Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 61
lilllHMIJIMIJIL'IJ
kortatryggingar en þekkst hafa auk svokallaöra
„bestukjarapakka" bæði hérlendis og erlendis.
Hönnun kortsins er einföld og glæsileg.
Kortið er heiðblátt með blæbrigðum hvítagulls
(platinum) sem gerir það afar sérstætt og auð-
þekkjanlegt. Mun útlit þess tryggja að handhaf-
ar þess njóti afburða góðrar þjónustu, aukins
öryggis og þæginda hvar sem því verður framvísað.
VISA um alla veröld fer
VISA með sér traustið ber
VISA er þar og VISA er hér
VISA samleið á með þér.
(JÞJ)
SNJALLKORT: mkunk“ rafeyriskort
VISA Electron debetkortin verða innan tíðar búin örgjörva og breytt í
fjölnota þjónustukort. Eftirað samkomulag náðist um samræmda raf-
eyrislausn fyrir ísland hafa greiðslukortafyrirtækin tvö unnið að því
um nokkurt skeið í samvinnu við banka og sparisjóði að undirbúa út-
gáfu snjallkorta (smartcards), m.a. til að aðlaga sig alþjóðlegri tækni-
þróun (kortaviðskiptum.
Því er fyrirhugað að endurnýja öll debetkort landsmanna og gefa
þau út með örgjörva snemma á næsta ári. Þau verða þá jafnframt búin
rafbuddu, sem hlotið hefur heitið „KLINK". Rafeyris- eða myntkortin
eru ætluð fyrir ýmsar minni fjárhæðir, þar sem smámynt eða „klink" er
notuð í dag,
svo sem í
strætó, bíla-
stæðahús-
/svæði, sund-
laugar, sjálf-
sala og sölu-
turna. Þá
verður einnig
unnt að nota
þau á Netinu
f Ijótlega.
Hægt verður að hlaða klinki inn
á rafbudduna í sérstökum hleðslutækjum eða „handröðum" í bönkum
eða sparisjóðum sem og í verslunarmiðstöðvum eða einfaldlega í
gegnum sfma.
NETVIÐSKIPTI
VEFGREIÐSLUGATT
Fyrir nokkru tók VISA ísland í notkun búnað sem gerir korthöfum VISA
og Netverslunum kleift að eiga viðskipti með tryggari hætti en verið
hefur. Byggir
itctne '
fltcuiait
ífansaciioí
Uspr buttc
User ID:
PasswonJ: (8 to 16 chíracre)
Skjáveski VISA.
hann á al-
þjóðlegum
SET- öryggis-
staðli til að
gera viðskipti
á Internetinu
með VISA
kortum eins örugg og unnt er.
Með þessu er tryggt að kaup-
andi og seljandi séu þeir sem
þeir segjast vera, gögn eru flutt
án þess að nokkur geti átt við
þau á leiðinni, aðeins rétturvið-
Þetta VISA þyrfti ég
þægi VISA feginn.
Þegar VISA vísar veg
vísar VISA veginn.
tÓB)
takandi getur lesið þau og loks eru allar upplýs-
ingar dulkóðaðar og gögn rekjanleg til VISA.
Korthafar fá skjáveski sem er hugbúnaður sem
hlaðið er niður á einkatölvuna. Skjáveskið varð-
veitir stafrænt skírteini fyrir VISA greiðslukort
korthafans sem hann notar til greiðslu á vefn-
um. Þannig kemst hann hjá að senda seljanda
kortnúmer sitt. Seljendur þurfa sömuleiðis að verða sér út um búnað
og fá sér stafræn skírteini til að tryggja sína hlið viðskiptanna. Nán-
ari upplýsingar hér um er að finna á vefsíðu VISA: www.visa.is og
heimasíðum banka og sparisjóða.
VISA-TVENNA:
EINKAKORT OG STARFSKORT
Að undanförnu hefur
þeim korthöfum, sem
ferðast mikið í við-
skiptaerindum og
þurfa á því halda að
geta aðgreint út-
lagðan kostnað
vegna starfs, fyr-
irtækis eða
stofnunar, boðist
tvö kort á verði
eins. VISA-tvenn-
an samanstendur
af VISA „BUSINESS _
CARD" og Gullkorti
eða Farkorti. Visa Business kortið
ber á margan hátt af öðrum greiðslu-
kortum, einkum hvað varðar trygg-
ingar, svo sem vegna tafa, hvort sem
er á ferðum eða afhendingu far-
angurs, og felur nú einnig í sér bíla-
leigutryggingar. Því fylgja ennfrem-
ur tvö erlend fríðindakort, Priority
Pass, sem veitir aðgang að betri
stofum á yfir 200 flugvöllum víðs
vegar um heim, óháð flugfélagi eða
farrými, og Ex-
ecutive Club Int. Auk nafns handhafa er starfsheiti
eða nafn fyrirtækis ritað á kortið. Hægt er að fá
heildarútskrift fyrir öll kort sama fyrirtækis eða
stofnunar fyrir bókhaldsdeildir. Velja má um kröfu-
eða veltikort og hvort fyrirtækið eða korthafi greiði
af því. B!1
VISA TVENNA
ásamt fylgikortum
(Priorihf
(Pa sn
V/SA
VISA ISLAND - GREIDSLUMIÐLUN
Álfabakka 6 • 109 Reykjavík
Sími: 525 2000 • Fax: 525 2020
Netfang: visaisland@visa.is
Veffang: www.visa.is
61