Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 66

Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 66
Óskar Tómasson stýrir Bang&Olufsen á íslandi en bjó meö dönskum í átta ár. FV-mynd: Geir Ólafsson. Oskar Tómasson Bang&Olufsen ér var opnað með pomp og pragt 3. maí á þessu ári. Það var gert með vilja að opna að vorlagi þegar markaðurinn á þessu sviði er frekar rólegur en við- tökurnar hafa orðið betri en við reiknuðum með.“ Þetta seg- ir Oskar Tómasson, framkvæmdastjóri Bang&Olufsen á Is- landi, um viðtökur almennings við nýrri sérverslun með vör- ur þessa þekkta danska framleiðanda. Verslunin er í Síðu- múla 21 og er sérstaklega hönnuð af sama arkitekt og hann- ar samskonar verslanir í Evrópu, Bretlandi og á Norðurlönd- unum. „Verslunin er í eigu Islendinga en er í rauninni rekin 100% undir stjórn Bang&Olufsen og eftir þeirra skilmálum og reglum.“ Þetta þýðir að verslunin er skilgreind sem B1 verslun sem þýðir að þar er aðeins verslað með Bang&Olufsen vörur og ekkert annað. Innréttingar, milliveggir, gólfteppi, sýningar- skápar, lýsing og bréfsefni, allt er hannað af Bang&Olufsen og er nákvæmlega eins og í samskonar verslunum í nágranna- löndunum. Þetta er hluti af breyttri stefnu fýrirtækisins sem vill að hér eftir verði vörur þeirra einungis seldar í sérverslun- um. „Þetta þýðir líka að við skiptum beint við verksmiðjuna í Struer í Danmörku þar sem allar vörur B&O eru framleiddar úr sérvöldum hráefnum. Þeir segjast kaupa ál frá íslandi en sérframleitt plast og burstað stál er einnig mikið notað. TEXTI: PÁLL ASGEIR ÁSGEIRSSON Þetta þýðir það líka að B&O vörur hafa lækkað í verði frá því sem áður var.“ Eins og sjálfsagt margir vita framleiðir Bang&Olufsen hljómtæki, sjónvörp og síma. Fyrirtækið hefur náð heims- frægð fýrir kröfur sínar á sviði útlitshönnunar tækja sem það framleiðir. Oskar bendir á að á Museum of Modern Art í New York séu 24 hlutir sem framleiddir eru af Bang&Olufsen. Vörumerki eins og Bang&Olufsen leggur mikla áherslu á vöruvöndun og Oskar segir að nokkrir viðsldptavinir hafi komið í nýju verslunina og verið að endurnýja sjónvarpstæki sem þeir keyptu þegar litasjónvarpi var komið á hérlendis en það var 1976. OskarTómasson varð stúdentfrá MH árið 1984. Har.n hóf fljótlega störf sem verslunarstjóri í Hljómbæ og öðlaðist þar víðtæka þekkingu á hljómtækjum og viðskiptum með þau. Síðan lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem Oskar hóf nám við Viðskiptaháskólann en eiginkona hans, Auður Pálmadóttir, starfaði sem aðstoðarstöðvarstjóri hjá Flugleið- um. Þau eiga tvær dætur. Fljótlega lá leið Oskars yfir í ferðamálin og hann starfaði sem markaðsstjóri fyrir Samvinnuferðir-Landsýn í Skandinav- íu síðustu þrjú árin sem þau hjónin voru búsett þar en alls urðu árin átta. „Það er ekki síður erfitt að flytja heim en flytja út. Við erum að koma okkur fýrir og ég ferðast enn mikið til Dan- merkur starfsins vegna. Það hafa orðið miklar breytingar á ís- lensku samfélagi síðan ég fór og flestar til góðs, sýnist mér.“ Oskar segist ekki hafa margar tómstundir og varla hafa náð að komast inn í einhverja tómstundaiðkun hérlendis en hann vandist á að hjóla í Kaupmannahöfn og hefur haldið þeim sið hér. A árum áður stundaði hann golfíþróttina tals- vert og segist hugsa sér gott til glóðarinnar að draga fram settið hér heima þegar tími vinnst til. [B 66

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.