Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 8
Gísli Kjartansson sþarisjóðsstjóri.
Sparisjóður Mýrasýsiu hefur að undanförnu verið að taka
upp ýmsar nýjungar í starfsemi sinni. Má þar fyrst nefna að
stofnaður hefur verið nýr hlutabréfasjóður, Hlutabréfasjóð-
ur Vesturlands, sem Sparisjóðurinn á í félagi við Sparisjóð Ólafs-
víkur. Einnig hafa verið ráðnir til sparisjóðsins sérfræðingar í
verðbréfaviðskiptum. Auk þess er SM nýlega orðinn aðili að
Verðbréfaþingi íslands og ætlunin er að stunda viðskipti og veita
viðskiptamönnum og fyrirtækjum alhliða þjónustu í tengslum við
það. Sparisjóðsstjóri er Gísli Kjartansson og starfsmenn SM eru
24 talsins.
í árshlutareikningum Sparisjóðsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins kem-
ur fram að hagnaður eftir skatta var 15,2 milljónir króna á móti tæp-
um 18 milljónum á sama tíma í fyrra. Eigið fé sjóðsins nam 647 millj-
ónum 30. júní síðastliðinn og hafði aukist um 5% frá áramótum að
sögn Gísla. „Innlán á síðasta ári voru tæpir 2,6 milljarðar og lántaka
nam tæpum 1,2 milljörðum. Útlán á árinu voru rétt rúmir fjórir millj-
arðar. Afskriftarsjóður SM er um 245 milljónir króna," segir Gísli.
Starfsemin fer ört vaxandi
„Segja má að starfsemi Sparisjóðsins hafi vaxið stöðugt undanfar-
in ár og útlit er fyrir mjög góða afkomu í ár. Miklar breytingar hafa átt
sér stað í rekstri Sparisjóðsins síðustu mánuði og ýmsar nýjungar ver-
ið teknar upp. Má þar fyrst nefna stofnun Hlutabréfasjóðs Vesturlands
sem ætlað er að verði áhættudreifingarsjóður fyrir þá sem hafa áhuga
Sparisjóður Mýrasýslu
Stofnar
Hlutabréfasjóð
Vesturlands
á að fjárfesta í hlutabréfum að meginhluta til á almennum markaði.
Ráðnir hafa verið tveir nýir starfsmenn til að sinna verðbréfaviðskipt-
unum, þeir Stefán Sveinbjörnsson, rekstrarfræðingur frá Samvinnuhá-
skólanum á Bifröst, og Kjartan Broddi Bragason sem er hagfræðingur
frá Háskólanum í Árósum. Hann er í hlutastarfi hjá Samvinnuháskól-
anum að Bifröst. Gert er ráð fyrir að hlutabréfasjóðurinn verði vænleg-
ur fjárfestingarkostur fyrir bæði Sparisjóðinn og viðskiptavini hans en
stofnfé er 100 milljónir króna."
-Hvert er aðalviðskiptasvæði SM?
„Það er Borgarnes, Borgarfjörður og sunnanvert Snæfellsnes. Auk
þess er mikið um að fólk sem flytur í burtu haldi viðskiptum áfram og
einnig eru þó nokkur viðskipti við Reykjavíkursvæðið. Öll stærstu fyr-
Stefán Sveinbjörnsson, sem starfar við Hlutabréfasjóðinn, rœðir hér
við Steinunni Astu Guðmundsdóttur skrifstofustjóra.
8