Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 16
Dýrleif Jónsdóttir og sonur hennar, Kolbeinn Kristinsson, fram-
kvœmdastjóri Myllunnar, bjóða afmœlisgesti velkomna.
Afmælisveisla Myllunnar í Þjóðleikhúskjallaranum var eins konar
jjölskylduafmæli því börn starfsmanna settu mikinn og góðan svip
á veisluna. FV-myndir: Geir Olafsson.
Myllan fagnar fjörutíu árum
f“Tn| yllan hélt upp á fjöru-
I 1 J I tíu ára afmæli sitt í
LL ,f..h Þjóðleikhúskjallaran-
um 30. október sl. með starfs-
mönnum sínum og fjölskylcl-
um þeirra. Þetta var því eins
konar fjölskylduhátíð og settu
börn starfsmanna mikinn svip
á veisluna. Það var fyrir fjöru-
tiu árum sem hjónin Kristinn
Albertsson og Dýrleif Jóns-
dóttir stofnuðu fyrirtækið Álf-
heimabakarí. Arið 1963 stofo-
aði Kristinn síðan fyrirtækið
Brauð hf. ásamt þeim Hauki
Friðrikssyni og Oskari Sig-
urðssyni. Það var svo árið 1978
sem Brauð hf. og Álfheima-
bakarí voru sameinuð undir
heitinu Myllan-Brauð hf. í af-
mælisveislunni í Þjóðleikhús-
kjallaranum skemmtu nokkrir
leikarar og Kammerkór Lang-
holtskirkju söng. Myllan
dreifði um 18 þúsund af-
mæliskökum til viðskiptavina
sinna í tilefni afmælisins. [£j
Mœðgurnar Anna Kristín Kristinsdóttir og Dýrleif Jónsdóttir
heilsa hér einum afþeim mörgu gestum sem sóttu afmæhð.
Heiðursfélagar
æðastjórnunarfélag íslands efhdi til hátiðardagskrár í ís-
lensku óperunni nýlega þar sem þeir Hörður Sigurgests-
son, forstjóri Eimskips, og Pétur K Maack hjá Flugmála-
stjórn voru útnefndir heiðursfélagar. Þeir hafa báðir unnið mjög
ötullega að gæðastjórnun hérlendis. Þannig Hefur Pétur K
Maack kennt gæðastjórnun til margra ára við Háskóla íslands. Þá
afhenti Davíð
Oddsson forsætis-
ráðherra íslensku
gæðaverðlaunin en
Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Eimskiþs, var annar tveggja sem
á dögunum var útnefndur heið-
ursfélagi í Gœðastjórnunarfélagi
íslands.
þau hlutu Verk- og kerfisfræðistofan að þessu sinni. [H
Pétur K. Maack hjá Flugmálastjórn var einnig út-
nefndur heiðursfélagi. Hann tekur hér á móti viður-
kenningunni úr hendi Haralds A. Hjaltasonar, for-
manns Gœðastjórnunarfélags Islands.
16