Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 36
Starjsmenn hjá Burnham International: Frá vinstri: Jón Finnbogason miðlari, Kolbrún Kolbeinsdóttir, bakvinnsla og miðlun óstaðlaðra
verðbréfa, Þorsteinn Ingi Garðarsson miðlari, Sigrún Eysteinsdóttir framkvæmdastjóri, Ragnar Már Gunnarsson miðlari ogjóhann Magnús
Ólafsson miðlari.
r
Burnham International á Islandi hf.:
Sjálfstætt fjármálafyrirtæki
með fjölþætta þjónustu
Burnham International, sem er verðbréfafyrirtæki, tók form-
lega til starfa í sumarbyrjun. Starfsemin felst fyrst og fremst
í miðlun verðbréfa en einnig í fjármálaráðgjöf sem ætiuð er
fyrirtækjum eða stærri aðilum. Einnig annast Burnham
International miðlun fasteignaveðlána og fjárvörslu fyrir einstak-
linga og lögaðila samkvæmt sérstökum fjárvörslusamningi.
Framkvæmdastjórar fyrirtækisins eru Guðmundur Pálmason og
Sigrún Eysteinsdóttir sem bæði eru löggiltir verðbréfamiðlarar.
Burnham International er til húsa að Engjateigi 9 í Reykjavík.
Bandaríska verðbréfafyrirtækið Burnham Securities Inc. í New York er
samstarfsaðili Burnham International auk þess
sem fyrirtækið er stærsti einstaki hluthafinn í ís-
lenska félaginu. Guðmundur Franklín Jónsson,
verðbréfamiðlari og framkvæmdastjóri hjá Burn-
ham Securities, segir um þetta samstarf: „Ég var
búinn að starfa í New York í nokkur ár og okkur hér
hugnaðist alltaf að opna lítið útibú á íslandi til þess
að geta boðið þar upp á sérhæfða þjónustu. Við
vorum búnir að afla allra tilskilinna leyfa sem þarf
fyrir slíka starfsemi og vorum klárir í slag-
inn en þá bauðst okkur að kaupa hlut í
þessu fyrirtæki (áður Handsal hf.) og við
slógum til."
36
Framtíðin mjög björt
-En hvernig Kst Guðmundi Franklín á verðbréfamarkaðinn og framtíð-
ina á íslandi?
„Mér líst mjög vel á hvort tveggja. Markaðurinn hefur vaxið og
þroskast gríðarlega frá því hann byrjaði og þá sérstaklega síðustu
fimm árin, enda hafa miklar breytingar átt sér stað í efnahagslífinu á
þeim tfma, bæði í tengslum við bankana og einkavæðingu hjá ís-
lenska ríkinu, auk þess sem ytri skilyrði hafa verið mjög hagfelld á
tímabilinu. Ég held að framtíðin sé mjög björt í verðbréfaviðskiptum
á íslandi og rými fyrir óháða fjármálastofnun eins og Burnham
International."
Verðbréfaviðskipti, fjármála-
ráðgjöf, fjárfestingalán og
fjárvarsla
Burnham International býður jafnt einstaklingum
sem stærri fjárfestum fjölbreyttar leiðir í fjárfest-
ingum. Boðið er upp á kaup og sölu hlutabréfa f
einstökum fyrirtækjum, verðbréfasjóðum
og skuldabréfasjóðum auk þess sem
miðlað er húsþréfum, víxlum, skuldaþréf-
um og fleiru. Þá annast fyrirtækið miðlun
BURNHAM
INTERNATIONAL
BURNHAM INTERNATIONAL Á ÍSL HF
Engjateigi 9 • 105 Reykjavík
Sími: 510 1600 • Fax: 588 0058
Enmonm