Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 66
GSM
síminn
sér um
gæsluna
Nú er ekki lengur nauðsynlegt að koma að köldum sumarbú-
staðnum, sé í honum rafmagn. Og það sem meira er, við
getum átt von á að fá SMS skilaboð á gemsann okkar ef
óboðnir gestir eru komnir í bústaðinn, ef raka- eða hitastig er
komið upp fyrir eðlileg mörk eða ef reykur hefur myndast í bú-
staðnum. Eina skilyrðið er að eiga GSM síma, fá sér Haukka 3000
fjarstjórnunarkerfi og að bústaðurinn, eða hvað annað sem ætl-
unin er að vakta, sé innan GSM þjónustusvæðisins. Haukka bún-
aðurinn verður seldur í öllum verslunum Landssímans.
„Hugbúnaðarfyrirtækið Stefja ehf. er að setja á markað viðvörun-
arbúnað sem nefnist Haukka 3000. Búnaðurinn er byggður á grunn-
tæki sem þróað hefur verið af PKD í Noregi, GSM-síma frá Ericsson
og tveimur innrauðum hreyfiskynjurum og hafa starfsmenn Stefju
unnið að því að útfæra tæknilegar lausnir hér á landi í samvinnu við
Landssímann," segir Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Stefju.
Þráðlaus skilaboð
„Þessi viðvörunarbúnaður er nýjung að því leyti að hann notar sér
GSM farsímakerfið og þar með fara þráðlaus skilaboð á milli grunn-
tækisins sem hefur verið komið fyrir, til dæmis í sumarbústað eða í
bát sem við viljum fylgjast með. Til skamms tfma var eingöngu hægt
að setja upp viðvörunarkerfi sem tengdist fastlínukerfi Símans sem
hafði það í för með sér að einungis var hægt að koma því fyrir þar
sem lagðar höfðu verið símalínur. Þar af leiðandi höfðu aðeins örfá-
ir tækifæri til að notfæra sér þá öryggisþjónustu sem er tengd með
þessum hætti. Við teljum að með tilkomu þessa búnaðar hafi marg-
ir sumarbústaðaeigendur fundið lausn sem gerir þeim kleift að haft
eftirlit með bústöðum sínum. Einnig má hugsa sér að þessi búnaður
verði settur upp í smábátum en auðvitað getur viðvörunarkerfið
hentað mörgum öðrum," segir Ágúst.
Samkvæmt upplýsingum Landssímans eru um 85-90% af öllum
sumarbústöðum í landinu innan GSM þjónustusvæðisins. í landinu
munu vera um 10 þúsund sumarbústaðir svo fjöldi fólks getur not-
fært sér viðvörunarkerfið. GSM símakort er sett í grunntækið sem
komið er fyrir í bústaðnum og fylgja tækinu 2 innrauðir hreyfiskynjar-
ar. Þeir senda frá sér SMS skilaboð í GSM síma eigandans ef þeir
skynja hreyfingu í bústaðnum. Fyrir kemur að óboðnir, fjórfættir smá-
gestir komist inn í sumarbústaði en tækin nema ekki hreyfingu
þeirra svo enginn þarf að óttast að verða kallaður í bústaðinn að
ástæðulausu.
.... .... mmmmm
66
Fulltrúar Landssímans og Stefju, f.v.Guðjón Jónsson, forstöðumaður GSM-þjónustu Landssímans, Ágúst Einarsson, framkvœmdastjóri
Stefju, og Magnús Salberg Óskarsson, markaðsfulltrúi GSM-þjónustu Landssímans.