Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 64
Hörmun -Eru íslensku skrifstofuhúsgögnin samkeppnisfær hvað verð varðar við er- lenda framleiðslu? „Við getum sagt að ákveðnar, erlend- ar vörur séu samkeppnisfærar í verði miðað við þær íslensku og síðan snýst þetta við þegar um aðra hluti er að ræða. Kosturinn við íslensku skrifstofuhús- gögnin er sá að viðskiptavinurinn getur valið þá viðartegund sem hann sjálfur vill en það getur hann oft ekki þegar um er- lend húsgögn er að ræða. Við höfum einnig meiri sveigjanleika í allri fram- leiðslu íslensku húsgagnanna vegna ná- lægðarinnar við markaðinn.“ Penninn hefur langa reynslu í fram- leiðslu skrifstofuhúsgagna og hefur átt samvinnu við Valdimar Harðarson arki- tekt í ein tíu ár. Húsgögnin hafa að mestu leyti verið framleidd hjá Húsgögnum og innréttingum á Selfossi, sem áður var Trésmiðja KA. Penninn keypti meirihluta í trésmiðjunni snemma á þessu ári og stjórnar henni í dag eins og komið hefur fram. Þar voru framleiddir fataskápar, eldhús- og baðinnréttingar, en þeirri framleiðslu hefur verið hætt. Nú eru ein- göngu framleidd skrifstofuhúsgögn á Selfossi og Penninn er eini viðskiptavin- urinn. „Við höfum ekki annað eftirspurninni á íslenska markaðnum þótt afkastagetan hafi aukist um 30% við að leggja niður eldri framleiðslulínur. Við erum oft spurðir að því hvort við horfum ekki til útflutnings á Fléttuskrifstofúhúsgögnun- um, en við höfum einfaldlega ekki haft tíma til þess að kanna slikt til þessa. Okk- ur finnst þó að útflutningsmöguleikar hljóti að vera fyrir hendi, í það minnsta möguleikar á að selja framleiðsluleyfi fyr- ir Fléttu 2000,“ segir Guðni.SH Guðni Jónsson, yfirmaður hjá Pennanum - Skrifstofubúnaði. Þægileg vinnuaðstaða í helmingi minna rými „Hönnun skrijstojuhúsgagna og ráðgjöf framleiöenda og seljenda snýst mikið um pað í dag að spara pláss hjá fyrir- tækjum sem eru að kaupa skrijstofuhús- gögn. Við erum að selja lausnirsem eru heilsuvænar, vel hannaðar og taka helmingi minna rými en áður en pví fylgir mikill sparnaður fyrir fyrirtækin, “ segir Guðni Jónsson, yfirmaður hjá Pennanum - Skrijstofubúnaði ogfram- kvœmdastjóri Húsgagna og innréttinga. nýliðnum Hönnunardögum fengu Penninn hf. og Húsgögn og innréttingar sem framleið- endur sérstaka viðurkenningu fyrir Fléttu 2000, skrifstofúhúsgögn og skil- rúm. Umsögn dómnefndar var: „Flétta 2000 er velheppnuð lína þar sem fara saman léttleiki, gagnsæi, notagildi og fjöl- breytni." Fléttu hannaði Valdimar Harð- arson arkitekt. Fyrsti hluti Fléttu 2000-línunnar, borð, skápar og móttökuborð, höfðu hlotið tvær viðurkenningar á síðustu Hönnunar- dögum, Valdimar fyrir hönnunina og Penninn fyrir ffamleiðsluna. Nú var bætt við línuna og hringnum lokað með skil- rúmum, forstjóralínu og fleiru. Skilrúmin eru hljóðeinangruð, blanda af glereining- um og heilum veggjum og þau standa á gólfi eða eru klemmd á borðplötur. Ofan á þeim eru sérstakar festingar fyrir hillur og hirslur svo ekki þarf að binda uppsetn- inguna við hillustiga sem hafa verið al- gengastir til þessa. Gert er ráð fýrir lagna- snúrum í leiðslustokkum skilrúmanna eða í leiðslustokkum undir borðunum, eftir því sem við á. Flétta 2000 er fram- leidd í hlyn, beyki og mahoní en hægt er að fá aðrar útfærslur sé þess óskað. Sérstakt set/standborð í Fléttu 2000 með rafmagns- hæðastillingu, frá 69 upp í 115 sm, hefúr vakið athygli. Guðni segist hafa hug- leitt af jafnvel mætti leigja slfk borð þeim sem þyrftu á þeim að halda tímabund- ið vegna slysa eða í kjölfar upp- skurðar. Allir geta setið eða staðið við borðið i réttri kjörhæð. Þægileg vinnustöð 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.