Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 57
Netínu og stendur ung kona, Eva Dögg
Sigurgeirsdóttir, að henni. Þar verður á
boðstólum dömu- og herrafatnaður frá
breskum, dönskum og ítölskum tísku-
vöruverslunum, en framkvæmdastjóri
fyrirtækisins hefur langa reynslu af inn-
kaupum í þeim geira. Erlendis hefur slík
netverslun þróast nokkuð og hefð er að
komast á hana. Þó má gera ráð fyrir því að
fólk kaupi helst grunnfatnað, þ.e. nærföt,
sokka og annað sem lítið þarf að máta
þangað til þróuð hafa verið forrit þar sem
hægt er að slá inn mál af viðkomandi og
kannski setja inn andlit hans á sýningar-
aðilann og með því finna betur hvaða fatn-
aður passar hverjum.
Toppurinn á isjakanum Tískan lætur
ekki að sér hæða og þótt hefðbundinn
fatnaður viðskiptajöfra hafi verið jakka-
föt, skyrta og bindi svo lengi sem elstu
menn muna, þá er hreint ekki sama
hvaðan fatnaðurinn kemur eða hver
framleiðir hann. Vandaður herrafatnaður
verður alltaf í tísku og þótt hann sé dýr í
innkaupum til að byrja með má gera því
skóna að hann endist mun betur en
óvandaður og því stundum betra að eyða
meira en minna. Þeir sem til þekkja sjá
samstundis hvort fötin eru keypt í stór-
markaði eða sérverslun með vandaðan
fatnað. Efstar á lista á hvað vandaðan
karlmannafatnað varðar hafa einkum ver-
ið tvær verslanir hér á landi, Herragarð-
urinn og Sævar Karl, sem byggði upp og
kynnti Boss vörumerkið hér á landi.
Ungir athafnamenn HÁESS; fyrirtæki
þeirra Hákonar Magnússonar, Hákonar
Hákonarsonar og Siguijóns Þórssonar, á
og rekur nokkrar verslanir: Herragarð-
inn, sem er á tveimur stöðum, í miðbæn-
um og í Kringlunni, Hanz í Kringlunni,
en þar miðast úrvalið fremur við yngri
karlmenn, og Blues sem er verslun fyrir
bæði kynin. Það er ekki langt síðan þeir
keyptu stærstu skóverslun landsins,
Steinar Waage, en aðaláherslan er lögð á
herrafatnaðinn enn sem komið er.
Einnig hefur verið opnuð sérstök Boss
verslun í Kringlunni sem rekin er af fýr-
irtæki sem heitir H.G.S., en það er að
60% í eigu HÁESS en 40% í eigu Guð-
mundar Olafssonar sem átti og rak Hanz
í Kringlunni.
Gæðavara og góð pjónusta „Við leggj-
um áherslu á að vera með gæðavöru fyrst
og fremst," segir Siguijón Þórsson einn
eigenda Herragarðsins. „Sum merkjanna
eru vel þekkt hér á landi og nægir að
nefna Eterna skyrturnar, sem eru úr
straufrírri bómull og mjög vandaðar, enda
má leiða að því líkum að annar hver mað-
ur í viðskiptalífinu noti þær. Annað þekkt
merki er Nino Danieli, sem er ítalskt að
uppruna, og Strellson sem er svissneskt
merki. í búðinni í Kringlunni höfum við
það sem kallað er búð í búð, 40 fermetra
undir Strellson merkið þar sem hægt er
að fá allar vörur sem því tilheyra, allt frá
sokkum upp í frakka. Með þvi að skapa
slíkt heildarumhverfi er auðveldara að
koma á framfæri ímyndinni sem merkið
krefst og fólk á auðveldara með að versla.
Við höfum lítið farið inn á fermingarmark-
aðinn, rétt aðeins í Hanz, en erum nú að
fóta okkur á skómarkaðnum eftir kaupin á
Steinari Waage. Við erum litlir miðað við
er verðmætur!
• Er öflugt tæki til verkskráningar og útreiknings á áætluðum
launakostnaði.
• Tengist flestum launakerfum, hefur öfluga vaktaskráningu
og fjölbreyttar skýrslur.
Hlíðasmára 12 • 200 Kópavogur • sími 540 3000 • fax 540 3001 • www.hugur.is
PN
HIIC.UR
FORRITAÞRÓUN
57