Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 37
fasteignaveðlána til allt að 30 ára, jafnt
til nýkaupa sem endurfjármögnunar, auk
veðlána til eldri borgara. Fyrirtækið ann-
astfjárvörslu fyrir einstaklinga og lögað-
ila og sér þá alfarið um fjárfestingar og
ávöxtun fjármuna og verðbréfasafna
þessara aðila.
Burnham International veitir sér-
hæfða ráðgjöf til fyrirtækja og aðgang að
erlendum ráðgjöfum Burnham Securities
í New York. Snýr ráðgjöfin meðal annars
að stefnumótun, viðskiptaáætlunum,
fjárhagslegri endurskipulagningu, fjár-
mögnun, áhættustýringu, samruna eða
yfirtöku og loks kaupum eða sölu fyrir-
tækja, bæði á íslandi og erlendis.
Frá vinstri eru Ásta Óskarsdóttir, fjármálastjóri, Sigrún Waage gjaldkeri, Magnea Ragna Ög-
mundsdóttir bókari og Sóley Asgeirsdóttir bókari.
Gengi sjávarútvegs- og iðnfyrirtækja
„Að undangenginni almennri lækkun á gengi sjávarútvegsfyrirtækja
hefur gengi þeirra sem hafa sterka stöðu í bolfiski verið að hækka, en
staðið í stað eða lækkað ennfremur hjá fyrirtækjum sem hafa sterka
stöðu í uppsjávarfiskum. Ástæðu þessa má
m.a. rekja til gagnstæðrar þróunar ytri
skilyrða hjá fyrirtækjunum, þ.e. á mörk-
uðum og veiðum," segir Jóhann Magn-
ús Ólafsson sem er verðbréfamiðlari
innlendra og erlendra verðbréfa hjá
Burnham International með áherslu á
fyrirtæki í sjávarútvegi og iðnaði. Sam-
hliða þessu sinnir hann rekstrar- og fjár-
málaráðgjöf með áherslu á sölu og sam-
runa fyrirtækja.
„Iðnaðarfyrirtæki sem flokka má sem
hátæknifyrirtæki hafa verið að hækka en
önnur hefðbundin iðnaðarfyrirtæki staðið
í stað, nema þá Plastprent og Sæplast
sem hækkuðu nú á haustmánuðum. Verð
flestra félaga á þinginu er vissulega nokk-
uð hátt um þessar mundir og hugsanlegt
að einhver leiðrétting sé framundan eða
a.m.k. takmörkuð hækkun. Til skemmri
tíma litið ættu áhættufælnir fjárfestar því
að horfa til stöðugra félaga sem virk við-
skipti eru með á þinginu, en áhættusæknari fjárfestar hins vegar að
líta til óskráðra félaga með a.m.k. einhvern hluta af safni sínu," segir
Jóhann Magnús.
Áhugi eykst á gjaldeyris- og vaxtaskipta-
samningum
Þorsteinn Ingi Garðarsson er verðbréfamiðlari og sinnir miðlun flestra
tegunda verðbréfa með áherslu á gjaldeyris- og vaxtaskiptasamninga.
Hann hefur einnig verið með innlend- og erlend samlög og Valréttar-
bréf til sölumeðferðar. Þorsteinn Ingi segir: „Áhugi fjárfesta á gjaldeyr-
is- og vaxtaskiptasamningum hefur aukist mikið að undanförnu enda
eru fjárfestar að átta sig á því að hér er um áhugaverðan fjárfestingar-
kost að ræða. Samningar sem þessir geta gefið mjög góða ávöxtun auk
þess sem hægt er að stilla áhættunni í hóf með skynsamlegri samsetn-
ingu á gjaldeyriskörfunni."
Erlend hlutabréfasöfn
Ragnar Már Gunnarsson er verðbréfamiðlari og
sinnir miðlun flestra tegunda verðbréfa með
áherslu á skráð hlutabréf og húsbréf og greiningu
þeim tengdri: „Stærri fjárfestar hafa verið að
færa hlutabréfasöfn sín meira út í erlend hluta-
bréf og/eða að gera samninga sem tengjast er-
lendum hlutabréfavísitölum. Ávöxtun banda-
rískra hlutabréfa hefur t.a.m. verið mjög góð
undanfarin ár og hefur raunávöxtun þar verið á
bilinu 20-30%. Mjög skynsamlegt er fyrir fjár-
festa að hafa hluta af eignasafni sínu í erlend-
um verðbréfum og er í því sambandi oft talað
um að menn fái eitthvað fyrir ekkert, þ.e.a.s.
minni áhætta og betri ávöxtun. Nauðsynlegt er
hins vegar fyrir fjárfesta að kynna sér vel hvað
í boði er áður en haldið er af stað."
„Sem dæmi um hið gríðarlega framboð
erlendra fjárfestingakosta má nefna Riverside
Holdings II L.P., sem við höfum haft til sölu-
meðferðar sl. mánuð. Riverside er samlag sem
fjárfestir eingöngu í Internetfyrirtækjum sem stefna að skráningu á verð-
bréfamarkaði innan 8 mánaða. Ávöxtun sjóðsins hefur verið nokkur
hundruð prósent á ársgrundvelli frá stofnun hans, en rétt er hins vegar
að taka fram í þessu samhengi og almennt að enginn veit hvað framtíðin
ber í skauti sér."
„Við hjá Burnham International höfum yfir að ráða nokkuð breið-
um hópi miðlara," segir Guðmundur Pálmason framkvæmdastjóri,
„og bjóðum upp á óháða þjónustu sem þýðir að við rekum ekki sjálf-
ir verðbréfa- og hlutabréfasjóði eða tökum stöður í félögum, heldur
miðlum eingöngu verðbréfum og tryggjum þannig viðskiptavinum
okkar hagkvæmustu kjörin og/eða fjárfestingarkostinn hverju
sinni." 33
EE»»la
37