Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 62
Menn velja húsgögn og
versla við GKS á vefnum
Könnun
kannað að því búnu hvað vörurnar kosta
sem fyrir valinu hafa orðið. Þar sem verð
getur verið mismunandi eftir til dæmis
viðartegundum er hægt að velja það útlit
sem hver og einn vill og sjá verðið breyt-
ast um leið og valdar eru nýjar viðarteg-
undir. Þurfi menn nánari upplýsingar er
ekkert einfaldara en að senda inn fýrir-
spurn og fá svar við henni um hæl á vefn-
um.
Þegar pöntun hefur verið gerð og
greiðsla farið fram með rafrænum hætti
er varan tilbúin til afhendingar og send
viðskiptavininum, eða þá að hann sækir
hana óski hann þess frekar. Hin nýja
GKS-verslun á vefnum er í svokölluðu
SET-kerfi (Secure Electronic Transact-
ions) og gætt er fyllsta öryggis í viðskipt-
unum, meðal annars með því að við-
skiptavinir gefa ekki upp kortanúmer sín
þegar pöntun er send. Vefsíða GKS mun
vera sú umfangsmesta sinnar tegundar
hér á landi og er hún unnin í samvinnu
við Nýheija. Vefsíðustjóri hjá GKS er
Geir Sigurður Jónsson og verður hún síð-
an endurskoðuð jafnóðum og nýjungar
koma fram eða breytingar eiga sér stað.
Rafn B. Rafnsson, framkvæmdastjóri GKS.
GKS á leið inn í nýja öld:
„GKS hejur opnað nýja samskipta-
leið á Netinu milli innkaupaaðila
og arkitekta annars vegar og GKS
hins vegar og er slóðin www.gks.is“
eð þessu erum við að auka þjón-
ustu okkar við viðskiptavinina
og gefa þeim kost á að eiga sam-
skipti við okkur hvenær sem er sólar-
hringsins. Mikil vinna hefur verið lögð í
að gera vefsíðuna sem best úr garði og er
efni hennar mjög víðtækt. Á henni er
vöruskrá GKS í heild sinni og
hægt er að leita tilboða og panta
hvaða vörur sem er, smáar sem
stórar. Auk þess finna menn á
vefsíðunni nokkuð tæmandi upp-
lýsingar um vöruúrval fyrirtækis-
ins og erum við sannfærðir um að
þessi nýbreytni hefur mikið nota-
gildi fyrir innkaupaaðila og arki-
tekta, sem og aðra viðskiptavini.“
Umfangsmiklar upplýsingar á vef-
Síðunni Fjölmargt áhugavert er
að finna á vefsíðu GKS. Þar eru
fréttír og upplýsingar um fyrirtækið
og starfsmenn þess, þannig að hver
og einn getur haft beint samband
við þann sem hann á erindi við, auk vöru-
skrárinnar sem birtíst á vefnum og er þar
að finna myndir af hverjum hlut. Allir
bæklingar sem GKS gefur út um fram-
leiðsluna verða einnig á netinu svo við-
skiptavinir eiga auðvelt með að skoða og
kynna sér framboðið tíl hlítar. Upplýsing-
ar er einnig að finna um viðartegundir,
litun og áklæði á húsgögn og ekki má
gleyma að á veínum er hægt að skoða
uppröðun húsgagna í mismunandi iými.
Með því mótí getur hver og einn valið
það sem honum hentar og
flrleg hönnunarverðlaun Þess má geta
að ekki er aðeins hægt að fá upplýsingar
um starfsmenn GKS á vefsíðunni heldur
er þar einnig að finna ýmislegt áhugavert
varðandi hönnun og yfirlit er þar einnig
yfir samstarfshönnuði GSK og sam-
starfsaðila fyrirtækisins erlendis. Á vefn-
um er einnig kynnt hönnunarsamkeppni
GKS sem er nýjung í starfseminni. Menn
geta sent inn hugmyndir og úr þeim
verður árlega valin besta hugmyndin og
sömuleiðis sú óvenjulegasta. Verðlaun
verða 100 þúsund og 50 þúsund krónur
fyrir hvora hugmynd fyrir sig.
„Við höfum tekið þá stefnu að
bjóða upp á öflugan og lifandi val-
kost fyrir viðskiptavini okkar og
teljum að þessi nýja samskiptaleið
eigi eftir að vera til mikilla hags-
bóta fyrir þá sem eru í umsýslu
húsgagna, til dæmis innkaupa-
stjóra og arkitekta. Þarna geta
þeir fengið yfirsýn yfir allt vöruúr-
val okkar á einum stað. Ekkert er
einfaldara en að festa slóðina
www.gks.is inn í tölvuna og fylgj-
ast svo reglulega með öllu sem
er að gerast hjá GKS og í hönn-
un almennt," segir Rafn B.
Rafnsson, framkvæmdastjóri
GKS.SU
Hérgeturað líta eina afþeim uppröðunum húsgagna í ákveð-
ið rými sem finna má á vefsíðu GKS.
62