Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 25
Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings. Kauþþing samdi um kaup-
in á Stoke fyrir hönd fjárfestanna. Kauþing er raunar einn af/járfest-
unum en ætlar að selja eitthvað afsínum hlut á nœstu mánuðum.
inu Stoke Holding S.A. Tveir til þrír hópar eru þó áberandi
minni en aðrir og tveir til þrir að sama skapi stærstir. Hóparn-
ir þrír í kringum Kaupþing eru stærstir, með eitthvað yfir 100
milljóna hlut, en Spectra AB er minnsti hópurinn, með um 30
milljóna hlut og þeir Elfar og Þorvaldur í kringum 50 milljón-
ir. Aðrir hópar eru með í kringum 90 milljóna hlut. Hópur
Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Eyjum, er með
um 100 milljóna hlut. Nákvæmar tölur um hlut einstakra
ijárfesta hafa ekki fengist staðfestar.
Formaður stjórnar Stoke Holding S.A. er Magnús Krist-
insson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Hann er bróðir
Birkis Kristinssonar landsliðsmarkvarðar. Aðrir í stjórninni
með honum eru Júlíus Bjarnason í Stillingu og Hafliði Þórs-
son, útgerðarmaður í Kópavogi. Magnús er í hópi fjárfesta
úr Vestmannaeyjum og er hann með stærsta hlutinn innan
síns hóps. Hafliði Þórsson, útgerðarmaður í Kópavogi, er
með hlut sinn í gegnum eignarhaldsfélag sitt ísóport.
Stjórn knattspyrnufélagsins Stoke er skipuð fimm mönn-
um. Þrír þeirra sitja fyrir hönd Stoke Holding S.A. og mynda
meirihlutann. Þeir eru Gunnar Þór Gíslason, sem núna er for-
maður Stoke City F.C., Asgeir Sigurvinsson og Elfar Aðal-
steinsson, varaformaður Stoke og framkvæmdastjóri útflutn-
ingsfyrirtækisins Fiskimiða. Elfar er sonur Aðalsteins Jóns-
sonar, Alla ríka, forstjóra Hraðfrystihúss Eskiljarðar, og er
með hlut sinn í Stoke Holding S.A. í félagi við Þorvald Jóns-
son skipamiðlara. Núverandi formaður Stoke, Gunnar Þór
Gíslason, er sonur Gísla V. Einarssonar og Eddu Ingibjarg-
ar Eggertsdóttur í Mata. Þau hjón eiga, ásamt börnum,
eignarhaldsfélagið Sundagarða og á það hlutinn í Stoke
Holding S.A. Asgeir Sigurvinsson er ekki með stóran hlut í
Stoke og tilheyrir hann hópi ijárfesta sem er með hlut sinn
undir heitinu Spectra AB. Sá hópur er minnsti hópurinn í
fjárfestingunni en nokkuð fjölmennur.
Kaupþing hf. hefur lýst því yfir að það muni selja sinn hlut
í Stoke Holding S.A. innan fárra mánaða. Kaupþing hefur
svonefndan forsölurétt sem merkir að félagið hefur rétt til að
selja hlut sinn á undan öðrum fjárfestum. Líklegt er að sá
hlutur verði boðinn til sölu á almennum hlutabréfamarkaði
hér heima. Mikill áhugi er líka á meðal íbúa í Stoke og stuðn-
ingsmanna félagsins, að eignast hluti í félaginu. Ekki er búist
við neinum vandkvæðum á að selja hlutinn og að færri fái en
vilji. Hlutur Kaupthings Luxembourgar S.A. er fyrir hönd
nokkurra fjár-
festa sem kusu
að láta félagið
fara með hluti
sína fremur en að
koma sjálfir fram
á sjónarsviðið.
Flestir fjárfest-
anna í Stoke Hold-
ing S.A. hyggjast
eiga hluta sinn
næstu þrjú árin en
á þeim tima ætti ár-
angur ijárfestingar-
innar að liggja fyrir,
þ.e. hvort félagið
komi til með að
vera í 1. deild og
hvort markaðsverð
þess hafi þá tvö- til
þrefaldast. [ffl
Stjórnarmennimir í Stoke Holding S.A., ut-
gerðarmaðurinn Magnús Kristinsson formað-
uninni á Brittania leikvanginum.
25