Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 24
Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Stoke, er aðeins 34 ára.
Hann er sá yngsti sem gegnt hefur stjórnarformennsku hjá ensku
deildarliði. Gunnar Þór stóð sigfrábærlega á blaðamannafundinum í
Stoke, var látlaus og traustur. Og hlegið var dátt þegar hann sagði:
„ Við Elfar erum vissulega ungir. En ekki hafa áhyggjur afþví. Gefið
okkur tíma, við munum eldast. “
þrýstir það líka á Lilleström að selja hann ætli það að fá eitt-
hvað fyrir hann. Telja verður það visst styrkleikamerki hjá
nýju fjárfestunum í Stoke að hækka sig ekki gagnvart Lil-
leström og Rúnari. Með því gefa þeir út skýr skilaboð til mark-
aðarins: Það verður ekkert bruðl í leikmannamálum!!! Enda
er aðalatriðið að laun og leikmannakaup fari ekki úr böndun-
um. Hins vegar má félagið heldur ekki halda að það geti feng-
ið lykilmenn fyrir ekki neitt því peningar virka á þá sem gul-
rót eins og aðra. Stoke hefur þegar gert leigusamning við KR
um að fá Sigurstein Gíslason og Einar Þór Daníelsson til liðs
við sig og eru þeir komnir út til félagsins. Báðir eru þeir leik-
menn sem Guðjón gjörþekkir. Þá getur Stoke horft til annarra
Norðurlanda og hugsanlega krækt í góða leikmenn á hóflegu
verði. Stóra spurningin sem íslenskir knattspyrnumenn verða
að spyrja sig núna að er hvort þeir séu tilþúnir til að fara til
Stoke og leika fyrir Guðjón á „norskum launum" til að fá tæki-
færi í breska boltanum og auka verðgildi sitt. Almennt eru
bresk lið ekki á höttunum eftir íslenskum leikmönnum - ekki
heldur þeim sem leika í Noregi eða Svíþjóð. Það er hinn kaldi
veruleiki sem blasir við. Viðhorf leikmanna til Guðjóns og
launamála mun því skera úr um það hvort Stoke verður Is-
lendingafélag með hugsanlega þrjá til fimm íslenska leik-
menn að jafnaði innanborðs.
1. deildin er forsendan Fjárfestarnir telja fremur líklegt að
Stoke fari upp í 1. deild næsta vor, eða komist að minnsta
kosti í sex liða umspil um 1. deildar sætið. Það þarf samt ekki
að gerast á þessari leiktið til að áform fjárfestanna gangi eft-
ir. Komist liðið hins vegar ekki í 1. deild á næstu leiktíð og
haldi sér þar til langframa er afar ólíklegt að þeir hagnist á
fjárfestingunni. Og enginn þeirra tók þátt í kaupunum án
þess gera sér grein fyrir að það gæti orðið tap á ævintýrinu,
t.d. ef liðið yrði aðeins miðlungs 2. deildar lið næstu árin og
hvað þá ef það félli í 3. deild og yrði þar um hríð; þá gæti sú
staða raunar hæglega komið upp að öll íjárafestingin tapaðist
þótt kaupendur yrðu að félaginu vegna leikvallarins og
traustra áhorfenda. Þetta er áhættufjárfesting eins og öll
hlutabréfaviðskipti! Þegar þetta er skrifað er liðið í 7. sæti af
24 liðum í 2. deildinni og fimm stigum á eftir toppliðinu.
Frh. á næstu opnu.
■ ■■■■■
Þeir keyptu Stoke
Díu hópar fjárfesta eru kaupendur að breska knatt-
spyrnufélaginu Stoke City F.C. Samtals voru lagð-
ar fram yfir 900 milljónir króna, um 8 milljónir
sterlingspunda, í dæmið. Um helmingur fjárhæðarinnar,
450 milljónir eru til hlutabréfakaupa, en hinn helmingurinn
er lán til Stoke svo hægt verði að byggja félagið upp, kaupa
leikmenn og bæta æfingaaðstöðuna. Láninu verður síðar
breytt í hlutafé gangi félagið vel og ef fjárfestingin heppn-
ast. Miðað við markaðsverð þekktra félaga í ensku 1. deild-
inni er tvöföldun markaðsverðs Stoke á um þremur árum
ekki óraunhæfur möguleiki komist liðið í 1. deild en áætl-
anir Ijárfestanna ganga út á að Stoke komist upp í 1. deild
og standi sig þokkalega vel þar. Stefnan hefur verið sett á
úrvalsdeildina á næstu fimm árum en litið er frekar á það
sem happdrættisvinning en raunhæfan kost - slíkur væri
hinn fját'hagslegi ávinningur. Fjárfestarnir stofnuðu eignar-
haldsfélagið Stoke Holding S.A. í Lúxemborg utan um ijár-
festingu sína, kaupin á 66% hlutfjár í Stoke City F.C. Af
skattalegum ástæðum er félagið skráð í Lúxemborg og hef-
ur Kaupthing Luxembourg umsjón með félaginu:
Flestir eiga hóparnir svipaðan hlut í eignarhaldsfélag-
Hinir tiu hópar fjárfesta eru bessir:
1. Þorsteinn Vilhelmsson, einn aðaleigandi Samheija á Akureyri.
2. Lyngháls. Það er félag í eigu Sparisjóðabankans.
3. Kaupþing hf.
4. Kaupthing Luxembourg SA Félagið á hlutínn fyrir hönd
nokkurra Qárfesta og er um stærsta hlutinn að ræða í hópi íjár-
festanna.
5. Elfar Aðalsteinsson, frkvstj. Fiskimiða, og Þorvaldur Jónsson
skipamiðlari.
6. Sundagarðar ehf. Félag Gísla V. Einarssonar og Eddu Ingi-
bjargar Eggertsdóttur og tjölskyldu í Mata. Börn Gísla og
Eddu eru Guðný Edda, Eggert Arni, Halldór Páll og Gunn-
ar Þór. Sá síðastnefndi er núverandi stjórnarformaður Stoke
City EC.
7. Júlíus Bjarnason í fyrirtækinu Stillingu.
8. Spectra AB. Þessi hópur er minnsti íjárfestirinn, með aðeins
um 30 milljónir, en nokkuð Qölmennur. I honum eru menn eins
og Pálmi Sigmarsson tjárfestir, Hörður Jónsson verktaki, As-
geir Sigurvinsson, Þorvaldur Sigurðsson, Axel Gunnlaugs-
son og fleiri.
9. Isóport Félag í eigu Hafliða Þórssonar, útgerðarmanns í
Kópavogi. Hafliði býr í Kópavogi en er með útgerð sína, Njörð,
í Sandgerði.
10. Magnús Kristinsson, útgerðarðarmaður Bergs-Hugins í Vest-
mannaeyjum, fýrir hönd nokkurra ijárfesta. Magnús er stærstí
eigandinn í þessum hópi en á meðal ijárfesta með honum er
Þorsteinn Viktorsson, útgerðarmaður í Eyjum, sonurViktors
Helgasonar athafnamanns í Eyjum. Þetta er einn stærsti hópur-
inn.
24