Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 26
óðagoti og gefa andstæðingum aldrei tóm til að athafna sig. Hægt er að breikka leikvöll Stoke en hann hefur verið þrengdur frá því hann var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Sniðugt væri hjá Guðjóni að láta breikka völlinn aftur til þess að auðvelda leikmönnum að ná upp meira spili og gera leikinn að meiri skemmtun fyrir áhorfendur. Jez Moxey, framkvœmdastjóri daglegs rekstrar hjá Stoke. Um 40 manns eru á launaskrá hjá félaginu fyrir utan knattspyrnumennina. Moxey þykir hafa gert góða hluti íþau fjögur ár sem hann hefurstarf- að hjá Stoke - og er með góð tengsl við styrktaraðila og auglýsendur. Leikur Stoke getur aðeins batnað Þegar Frjáls verslun fylgdist með Stoke leika á móti Bristol City, 14. nóvember sl., var það svo lélegt að það kom undirrituðum á óvart. Leikur þess einkenndist af taugaveiklun, miklum kröftum og hlaup- um, nánast engri sköpunargáfu, sárafáum sendingum á milli samheija og nánast engri notkun á köntunum. Þetta var taugaveiklaður pakki leikmanna í kringum miðjuna. Oftar en ekki mynduðust auð svæði á miðjunni fyrir framan vörn Stoke en Bristolmenn voru það lélegir að þeir gátu ekki nýtt sér þessa veikleika. Stoke skoraði mark en Bristol jafnaði. Þannig endaði leikurinn; 1-1. Að leik loknum höfðu fjárfestarnir á orði að leiðin gæti ekki verið nema ein hjá liðinu - upp á við. Fljótt á lit- ið þyrfti ekki nema tvo sterka miðjumenn til að liðið stórbatnaði, menn sem gætu haldið boltanum og róað leikinn niður, gætu dreift honum út á kantana og matað sóknarmenn. Vissulega væru mik- il not fyrir menn eins og Rúnar Kristinsson, % Lilleström, '< og Sigurð Jónsson, Dundee, í liðinu. Þeir eru hins vegar ekki á leiðinni til Stoke; alténd ekki á þessari leik- tíð. Margir leikmenn í íslensku úrvalsdeildinni spila betri knatt- spyrnu en leikmenn Stoke gerðu í þessum leik. Raunar reynist flestum liðum erfitt, hversu góð sem þau eru, að spila á móti liðum þar sem leikmenn hlaupa og hlaupa í Gary Megson, fráfarandi knatt- spyrnustjóri Stoke. Fjárfestarnir leystu hann frá störfum og réðu Guð- jón Þórðarson í hans stað. Þeir greiða Megson laun út samnings- tímabil hans -18 mánuði. Guðjón er sjötti knattsþyrustjórinn hjá Stoke á aðeins tveimur árum. „Hægri fóturinn á Hemma“ Þær 150 milljónir króna, sem Stoke ætlar að verja til leikmannakaupa, er lág upphæð, hún er eins og „hægri fóturinn á Hemrna". Færa má rök fyrir því að þetta sé of lág upphæð og að hún dugi vart til stórræða. Þessi fjárhæð er það sem helst er hægt að gagnrýna við kaupin á Stoke. Rökin á móti eru þau að hægt sé að auka þetta ráðstöfunarfé með því selja einhverja af leik- mönnum Stoke og skipta inn á ódýrari leikmönn- um sem ná sama ef ekki betri árangri. Minni meiðsli leikmanna undir sljórn Guðjóns Fjárfestarn- ir telja að þjálfunaraðferðir Guðjóns geti sparað þeim umtals- vert fé og aukið ráðstöfunarfé félagsins til kaupa á góðum leikmönnum. Guðjón hefur til margra ára lagt þunga áherslu á grunnþolsþjálfun og kraftþjálfun (með mjólkursýrumæl- ingum) svo og fyrirbyggjandi vinnu með læknum og færum, háskólamenntuðum sjúkraþjálfurum. Fyrir vikið hafa meiðsli leikmanna undir stjórn hans ekki verið eins tíð og hjá öðrum þjálfurum. Fullyrt er að í Englandi geti menn kall- að sig sjúkraþjálfara eftir aðeins þriggja vikna námskeið. Fær og háskólamenntaður íslenskur sjúkraþjálfari mun starfa með Guðjóni ytra og er þess vænst að samstarf þeirra leiði til bættrar nýtingar leikmanna og að hægt verði að fækka í leikmannahópnum - og draga þannig úr heildarlaunagreiðsl- um. Sömuleiðis gefur það færi á að kaupa leikmenn sem henta betur íyrirhugðu leikskipulagi Guðjóns sem á að einkennast af yfirveguðum og markvissum leik - og er meira í ætt við það sem tíðkast í ensku úrvalsdeildinni. Fjárfestarnir eru þess fullvissir að Guðjón gæti stýrt hvaða úrvalsdeildarliði í Englandi sem er með góðum ár- angri og að þeir séu með úrvals- deildarstjóra að stýra liði í ensku 2. deildinni!! Kaup íslensku ljárfestanna hef- ur mælst mjög misjafnlega fyrir hér á landi. Kunnur Ijárfestir sagði við Frjálsa verslun að hann hefði orðið móðgaður hefði honum verið boðið að vera með í Stokehópnum. Hann er vantrúaður á að fjárfest- ingin gangi upp og að menn beri mikið úr býtum af þessu ævintýri. Fjárfestarnir sjálfir eru hins vegar í litlum vafa: Guðjón kemur liðinu upp í 1. deild! Við það munu þrír tekjupóstar aukast; tekjur af áhorfendum, sjónvarpi og sölu leikmanna. Jafnframt verði taprekstri snúið í hagnað vegna aðhalds í leikmannamálum. Við þetta muni markaðs- verð félagsins tvö- til þrefaldast á næstu þremur árum og nálgast verð annarra rótgróinna og þekktra félaga í 1. deild í Englandi. Komist Stoke upp í úrvalsdeildina á um fimm árum mun markaðsverð félagsins snarhækka og hagnaður ljárfest- anna sömuleiðis. Kaupin á Stoke City F.C. er öðruvísi ijárfesting en íslend- ingar hafa áður lagt út í. Líkja má henni við útrás Islendinga í sjávarútvegi og hugbúnaðarmálum. Með Guðjón við stjórn- völinn telja Ijárfestarnir sig vera að flytja út þekkingu og hæfi- leika. Það á hins vegar eftir að telja upp úr kössunum. Það eru mörg „ef‘ í dæminu. Sjálfir eru fjárfestarnir ekki í neinum vafa: Þetta á eftir að verða bæði skemmtileg og árangursrík ijárfesting! Við segjum: Líkurnar eru 50 á móti 50 á að dæmið gangi upp! ffl 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.