Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 29
FJÁRMÁL Verðbréfun bætir arðsemi Bankar um allan heim hafa mætt kröfu um aukna arðsemi eiginflár með mjög nákvæmri stýringu á eiginijárhlutfalli og með þvi að auka tekjumyndun með umsýslustarf- semi, þóknanatekjum og annari starf- semi utan eigin fjár. Mikilvægur þáttur í þessari þróun er sala á stöðluðum, eins- leitum lánum í söfnum til langtímatjár- festa, þ.e. eignatryggð verðbréfun (e. as- set backed securitization). Þessi tegund tjármögnunai' hefur aukist hröðum skref- um á erlendum lánamörkuðum, bæði austan hafs og vestan. Auk íjármálastofn- ana hafa stærri iýrirtæki, sem selja vörur með greiðslufresti, í auknum mæli farið út í verðbréfun á eignum sínum, t.d. með því að mynda söfn skuldabréfa tengd sölu vara eins og bíla og dýrari atvinnu- tækja. Sala á lánasöihum með verðbréfun er því mikilvægur þáttur í þróuninni á ís- lenska fjármagnsmarkaðnum. Verðbréfun felur nánar tiltekið það í sér að safn sambærilegra útlána er selt félagi sem hefur það eina hlutverk að eiga og Jjármagna viðkomandi lánasafn. Félagið aflar fjármagns á mörkuðum með útgáfu skuldabréfa eða víxla á mark- aði. Jafriframt eru nýttar leiðir til að auka tryggingar eigenda skuldabréfanna. Umfang verðbréfunar eykst verulega Fjármálastofnanir víða um heim hafa á síðustu árum umbreytt lánasöfnum í stórum stíl með verðbréfun og má nefna að stór hluti húsnæðislána í Bandaríkj- unum er seldur frá lánastofnunum með þessum hætti til fyrirtækja sem sérhæfa sig í eignarhaldi og fjármögnun slíkra lána. Húsnæðislán í Sviþjóð hafa verið seld frá lánastofhunum með sama hætti. Til marks um vöxtinn á þessu sviði má nefna að útgáfa verðbréfa í tengslum við verðbréfun í Evrópu nam um 35,7 millj- örðum bandaríkjadala á fyrri helmingi ársins 1999 og hafði aukist um 36% frá sama tímabili árið áður. I Japan varð um 80% aukning á fyrrnefndu tímabili. Bandaríkjamenn hafa hins vegar mikla yfirburði á þessu sviði og er áætlað að Eiginfiárhlutfall hanka i ársfok 1998 hlutur þeirra í heiminum sé um eða yfir 75%. Út- gáfa skuldabréfa vegna húsnæðislána sem seld hafa verið með þessu móti sló raunar öll met í Bandaríkjunum á árinu 1998 þegar hún nam 726 milljörðum bandaríkja- dala. Var það nær tvöföld- un frá árinu 1997 þegar gefin voru út bréf að fjár- hæð 368 milljarða dala (sjá súlurit). Viðskiptabankar í Evr- ópu eru að nýta sér verð- bréfun á lánasöfnum til að afla sér aukins ijármagns í stað þess að treysta á hefðbundna fjármögnun, t.d. með innlánunr. Verðbréfún opnar leiðir til aukinna umsvifa og tekna án bindingar á eigin fé. Vöxtur verðbréfunar mikilvægur á ís- lenskum fjármálamarkaði ís- lenskir bankar munu á næstu árum nýta verðbréfun í æ ríkari mæli til að bæta þjónustu sína líkt og gerst hefur erlendis. Með verðbréfun geta íslenskar lánastofnanir nýtt sérþekkingu sína í almennri við- skiptabankaþjónustu til að byggja upp áhugaverð söfh verðbréfa fýrir Jjárfesta. Mikilvæg forsenda iýrir því að þessi teg- und fjármögnunar festi rætur hér á landi er þó að virkari skuldabréfamarkaður sé til staðar. Eftir því sem skuldabréfamark- aðurinn þróast má búast við að stofnana- fjárfestar á borð við lífeyrissjóði muni í ríkari mæli kaupa hlut í söfnum íbúðar- lána í stað þess að veita bein íbúðarlán til sinna sjóðfélaga. Þá má ætla að líftrygg- ingafélög kjósi að taka þátt í slíkri upp- byggingu. Stofnun Verðbréfunar hf. Eiginleg verð- bréfun lána hófst hér á landi fyrr á þessu ári þegar Landsbankinn þróaði ný íbúð- arlán, svonefnd Heimilislán. Sérstakt □ Eigið fé Q Víkjandi lán Meðaltal íslenskra banka: 9.3% Meðaltal norrænna banka: 9,58% Eiginfjárhlutfall, CAD hlutfall, banka í árslok 1998. Verðbréfun veðlána i Bandaríkjunum hefur stór- aukist að undanfórnu. félag, Verðbréfun hf., var stofnað utan um kaup og eignarhald á þessum lánum. Búið er að ganga frá fyrsta kaupsamn- ingi um lán milli Verðbréfunar hf. og Landsbankans. Verðbréfun hf. hefur ný- lega gefið út skuldabréf til að fjármagna viðkomandi kaup og hafa þau hlotið heit- ið Safnbréf. Ætla má að þróunin í verðbréfun hér á landi verði mjög ör á næstu misserum. Reikna má með því að langtímalán til íbúðar- og atvinnuhúsnæðis verði að meginstefnu til veitt með þessum hætti á næstu árum. Þá má ætla að fleiri tegund- ir lána eigi eftir að fara á markað með þessum hætti. Mikilvægt er að stærri að- ilar á fjármagnsmarkaði vinni sarnan að þessari þróun. SJj L Haildór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans Stofnun Verðbréfunar hf. Eiginleg verðbréfun lána hófst hér á landi fyrr á þessu ári þegar Landsbank- inn þróaði ný íbúðarlán, svonefnd Heimilislán. Sárstakt félag, Verðbréfun hf., var stofnað utan um kaup og eignarhald á þessum lánum. Búið er að ganga frá fyrsta kaupsamningi um lán milli Verðbréfunar hf. og Landsbankans. Verðbréfun hf. hefur nýlega gefið út skuldabréf til að fjármagna viðkomandi kaup og hafa þau hlotið heitið Safnbréf. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.