Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 14
FRETTIR
Það varfleira gert en ab reikna. Hér skoða stærðfræðingarnir ungu
Alþingishásið. FV-myndir: Geir Olafsson.
0m 50 ungmenni írá
löndunum í kringum
Eystrasaltið kepptu
sín á milli í stærðfræði hér á
landi í byrjun nóvember.
Keppnin ber heitið Eystra-
saltskeppnin. Keppnin er að
því leyti óvenjuleg að hún er
liðakeppni fimm ungmenna
frá hverju landi og reynir
hvert lið að leysa í sam-
einingu tuttugu dæmi á
fjögurri og hálfri klukku-
stund. Tíu þjóðir tóku þátt í
keppninni að þessu sinni
og sigraði lið Eista - en
Islendingar lentu í áttunda
sæti. íslenska liðið skipuðu
þeir Andri H. Kristinsson,
Bjarni Kristinn Torfason,
Pawel Bartoszek, Snæ-
björn Gunnsteinsson og
Stefán Ingi Valdimarsson.
Undirbúningur að keppninni
hérlendis stóð yfir í á annað ár
og hvíldi á herðum félaga í Is-
Tyllt sér niður í Alþingishásinu. Tíu
lið tóku þátt í keþþninni að þessu
lenska stærðfræðifélaginu og
Félagi raungreinakennara í
framhaldsskólum. Œ]
„Hinn fljóti mun sigra þann hægfara”
- sagði Frosti Sigurjónsson á haustráóstefnu endurskoöenda
ímon Á. Gunnars-
son var kjörin for-
maður Félags lög-
giltra endurskoðenda á aðal-
fundi félagsins á dögunum. 1
tengslum við aðalfundinn
hélt félagið haustráðstefnu
um verslun á Netinu en þar
kom fram að viðskipti á Net-
inu eru núna um 500 milljón-
ir á ári og þrefölduðust á
fyrri hluta þessa árs. Tvær
stærstu Netverslanir lands-
ins eru Netverslun Hag-
kaups og Netklúbbur Flug-
leiða. I erindi sem Frosti Sig-
urjónsson, forstjóri Nýherja,
hélt á ráðstefnunni kom
fram að þessi öld hefði ein-
kennst af því að hinn stóri
hefði gleypt þann
litla í viðskiptum -
en á næstu öld
myndi hinn fljóti
sigra þann hæg-
fara. Hann benti á
að af tólf stærstu fyr-
irtækjum heims í
upphafi 20. aldar sé
aðeins eitt - General
Motors - nú í hópi öfl-
ugustu fyrirtækja
veraldar. HD
Frosti Sigurjónsson, forstjóri Ný-
herja, sagði í erindi sínu á haust-
ráðstefnu endurskoðenda að á
næstu öld muni hinn fljóti sigra
þann hægfara í viðskiþtum.
Ný stjórn Félags löggiltra endurskoðenda. Frá vinstri: Hjalti
Schiöth, Eyvindur Albertsson, Símon A. Gunnarsson formaður,
Guðmundur Snorrason og Helena Hilmarsdóttir.
Þorvarður Gunnarsson, fráfarandi formaður endurskoðenda, til
hægri, tók í notkun nýja heimasíðu félagsins - en á henni er að
finna stórt greinasafn um endurskoðun og reikningsskil. Með Þor-
varði á myndinni er Stefán Franklín, formaður ritnefndar. -
14