Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 44
MENNING
„Það er mjög mikilvægt að
allt sem unnið er í sambandi við
menningarborgina sé gert af
vandvirkni og fagmennskan
höfð í fyrirrúmi. Þannig bætir
það ímynd okkar sem þjóð og
það hjálpar ekki síst þeim sam-
starfsaðilum okkar sem tengja
nafn sitt við verkefnið. Þessi fyr-
irtæki skilja að það sýnir oft á
tíðum styrkleika að vera sýnileg-
ur án þess að trana sér fram,
„less is more“, enda er það venja
stórfyrirtækja um allan heim
sem taka þátt í menningarvið-
burðum eða styrkja á einhvern
hátt menninguna að vera aðeins
sýnileg á hógværan máta. Við
getum gert fyrirtækin sýnileg á
margan hátt og teljum að tengsl-
in séu ákveðinn gæðastimpill."
Stærstu verkefnin á vegum islands
Þótt Reykjavík sé minnsta borg-
in af borgunum níu sem valdar
hafa verið sem menningarborgir
Evrópu hefur hún þó á sínum snærum tvö af stærstu verk-
efnunum: Baldur, eftir Jón Leifs, og Raddir Evrópu. Reykja-
vík 2000 fékk hæsta ijárframlag sem veitt hefur verið úr
Norræna menningarsjóðnum til að vinna Baldur en verkið
verður einnig flutt í Finnlandi og Noregi. Sótt var um ijár-
framlag hjá Evrópusambandinu vegna stóra kóraverkefnis-
ins, Raddir Evrópu, en í því verkefni taka þátt allar borgirn-
Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður Hofs, er for-
maður fjármálaráðs verkefhisins Reykjavík, menningar-
borg Evrópu árið 2000.
ar níu. íslenskur stjórnandi, Þor-
gerður Ingólfsdóttir, hefur veg
og vanda af verkefninu og Björk
Guðmundsdóttir kemur til með
að syngja með kórnum sem er
óneitanlega mikilsvert. Kórinn
kemur fram í fyrsta sinn um
aldamótin og verður hluti af
stærstu sjónvarpsútsendingu
sem sýnd hefur verið, aldamóta-
útsendingu BBC. Þegar líður
fram á nýja árið koma svo dag-
skrárliðirnir í ljós, hver af öðr-
um, í þessu stærsta menningar-
verkefni sem Island hefur feng-
ist við hingað til.
Ómetanieg tengsl Breynjólfur
Bjarnason, forstjóri Granda hf.,
er einn af þeim sem tengir
Menningarborgina við atvinnu-
lífið. Hann segir
$11%" Ab.VzSoo
Mánaðarlegur reikningur og yfirlit
Oruggt kostnaðareftirlit
• • ■‘’&SStíR Y.'JL
Allur bílakostnaður á einn reikning
Afslattur hja um 60 fyrirtækjum
Þú færð upplýsingar um Olískortið í síma 515 1241 og a www.olis.is
í fyrsta sinn deila margar borgir titlinum menn-
ingarborg og er þaö annars vegar í tilefni af hin-
um miklu tímamótum þegar þriðja árþúsundið
gengur í garð en hins vegar til að skapa nýjan
vettvang fyrir samvinnu Evrópuborga.
Menningarborgirnar níu
Reykjavík, Bergen í Noregi, Helsinki í Finnlandi,
Brussel í Belgíu, Krakow í Póllandi, Prag í Tákk-
landi, Avignon í Frakklandi, Bologna á Ítalíu og
Santiago de Compostela á Spáni.
Fimm máttarstólpar
Þann 25. mars 1999 voru undirritaðir samstarfs-
samningar við fimm glæsilega fulltrúa íslensks at-
vinnulífs sem þegið hafa boð um að gerast mátt-
arstólpar menningarborgarinnar. Þetta eru Búnað-
arbanki íslands, Eimskip, Landsvirkjun, Olís og
Sjóvá-Almennar. Heildarverðmæti samninganna
við máttarstólpana er um 40 milljónir króna.
44